Leita í fréttum mbl.is

Um gildismikiđ og gott fólk !

 

Ţađ er eitt af ţví skemmtilega í tilverunni ađ kynnast góđu fólki, einstaklingum sem virkilega verđa manni hugstćđir vegna manngildis og persónuleika. Ég hef veriđ svo heppinn ađ kynnast allmörgum slíkum lífsljósum, konum og körlum, frábćru fólki til geđs og gerđar !

 

Ţađ eru miklar minningar sem gefast af samskiptum viđ slíkt fólk, minningar sem halda áfram ađ gleđja og ylja. Ţađ er líklega fyrst og fremst í gegnum slík sambönd sem mađur skilur best hiđ fornkveđna “ Mađur er manns gaman “. Og samferđafólk af ţessu tagi leggur ekki svo lítiđ inn í líf okkar og gerir vegferđina stórum ánćgjulegri, međ ţví ađ vera til eins og ţađ er !

 

Mörgum góđum mönnum af Ströndunum kynntist ég ţegar ţeir komu á bátum sínum til Skagastrandar, annađhvort í tengslum viđ Skipasmíđastöđ Guđmundar Lárussonar međan hún var og hét, sćllar minningar, eđa til ađ fara í slipp á seinni árum. Ţeir voru ekki lítilla sanda ţessir karlar sem komu ţannig til okkar yfir flóann. Ţađ var mannbćtandi ađ kynnast ţeim !

 

Einn af ţessum kjarnakörlum var Ásbjörn Magnússon frá Drangsnesi. Ţegar ţeir brćđurnir hann og Teddi voru ađ vinna viđ Sundhanann í Skipasmíđastöđ Guđmundar á sínum tíma, mátti vel heyra ađ Ásbjörn var á stađnum. Ţađ gekk mikiđ á og starfiđ fleygđist áfram, enda sindrađi áhuginn og krafturinn af Ásbirni og Teddi seig fast á árar sinna verkefna !

 

Og nú er Ásbjörn allur. Ţessi vaski og kraftmikli mađur ! Ţađ kom sárt viđ mig ađ heyra lát hans og ég minntist ţess ţegar hann fyllti heila skipasmíđastöđ dag eftir dag međ lífsmagni sínu og starfsgleđi !

 

Ég orti um hann ţessar vísur sem hér fara á eftir, en slíkum einstaklingum verđur aldrei lýst til fulls. Ţađ gera ţeir bara sjálfir í krafti persónuleika síns međan ţeir lifa. Og ţökk sé Guđi fyrir slíka fullhuga fjörs og dáđa, sem gera mannlífiđ stórum gróskumeira og betra en ţađ annars vćri !

 

 

 

Ásbjörn Magnússon, Drangsnesi – eftirmćli um góđan

 

dreng :

 

 

Međan Ásbjörn andann dró

orka brann í sinni.

Líf hans allt á landi og sjó

leiftrum brá á kynni.

 

Lítt hann sinnti um lágan róm,

löngum skýr í tali.

Röddin sterkan hafđi hljóm,

heyrđist vítt um sali.

 

Frjálslegt ţótti fasiđ allt,

frćgt ađ töktum snjöllum.

Aldrei bar hann höfuđ hallt,

heill í skiptum öllum.

 

Ţó ađ hérlíf hans sé frá,

heiđurs skeiđ er runniđ.

Virtur fékk hann vegi á

valinn sigur unniđ.

 

Sálargildi sitt ber hann

sjóla ljóss međ hróđri.

Víst međ góđan hlut fer hann

heim úr lífsins róđri.

 

                           Rúnar Kristjánsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 813
  • Frá upphafi: 356658

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 645
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband