Leita í fréttum mbl.is

Baskar

 

Saga ţeirra er sérstök ađ flestu leyti,

ţeir sóttu lengra um hafiđ en ađrar ţjóđir.

Sú glögga hugsun sem frćgđi ţađ föruneyti

var farsćl og leiddi ţá áfram um gjöfular slóđir.

Ţeir lćrđu ađ nýta sér auđlindir ýmsar betur

en ađrir - en fćrđu ţá ţekkingu sjaldan í letur.

 

Ţeir vildu njóta ţess sjálfir međ sigrandi hćtti

er saman ţeir höfđu aflađ međ dugnađi og ţreki.

Sá ávinningur sem afkomu ţeirra bćtti

var aldrei látinn vera í neinu á reki.

Ađ kynna hann öđrum var ţeim ekki ţarflegt í neinu

og ţađ var í skilningi ţeirra og vitund á hreinu.

 

Ţeir ţróuđu verklegar menntir á mörgum sviđum

ţví mjög var ţeim tamt ađ kynna sér allskyns frćđi.

Ţeir leituđu víđa til fanga á fjarlćgum miđum

og fundu og kunnu ađ nýta sér margskonar gćđi.

Ţó ađrir brygđust og ynnu sér lítiđ til sóma

ţeir önnuđust garđ sinn og létu hann standa í blóma.

 

Ţeir báru í sér sjálfum uppsprettur ótal ráđa

og efldust ađ kjarki viđ ţjóđernisfylgjurnar rammar.

Ţađ bjó í ţeim harka og hugsun til vinnings og dáđa

og heilsteyptur vilji sem aldrei varđ sér til skammar.

Í baskneskum heimi var manndómslund međfćddur arfur

og mađur hver trúr og kynfylgju sinni ţarfur !

 

(RK)

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 11
  • Sl. sólarhring: 271
  • Sl. viku: 791
  • Frá upphafi: 356972

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 619
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband