Leita í fréttum mbl.is

Skagastrandarbyggđ eđa Skagabyggđarströnd ?

 

 

Ákalliđ eftir hinu mikla forsjárvaldi hefur löngum viljađ verđa sterkt í ţessum heimi. Ţađ hafa aftur og aftur veriđ byggđ upp öflug ríki á ţeim grunni, en ţau hafa öll hruniđ međ skelfilegum afleiđingum. Menn hafa variđ ţar heilu öldunum í gífurlega fórnfreka uppbyggingu í krafti drauma sinna um síđari velsćld, en ţađ hefur alltaf endađ međ hruni !

 

Samţjöppun valds er ekki af ţví góđa og verđur ţađ aldrei. En allir vilja samt fá hlutina til sín en enginn vill láta taka neitt frá sér. Stađreyndin er hinsvegar sú, ađ mađurinn verđur ađ geta búiđ viđ skikkanlegt frelsi ef honum á ađ geta liđiđ vel. En sem vitađ er, býr miđstýringarvald alltaf yfir frelsisskerđingum !

 

Frelsisţrá hins mannlega hjarta ţarfnast ţess sama á nćrslóđum sem annars stađar. Súdan og Grímsnesiđ er enn af svipuđum toga hvađ ţađ snertir. Ţannig verđur ţađ alla tíđ !

 

Ef gamli Vindhćlishreppurinn tekur upp á ţví ađ sameinast á ný, ćtti svo sem ekki ađ vera erfitt ađ finna nafn á krógann. Ţau sveitarfélög sem eru ţar innan marka eru bara tvö, Sveitarfélagiđ Skagaströnd og Skagabyggđ. Samkvćmt fyrirsögn ţessa pistils vćri líkast til auđvelt ađ mynda sameiginlegt nafn á getnađinn út frá fyrri nöfnum ţessara sveitarfélaga !

 

En samvinna ţessara tveggja sveitarfélaga hefur lengi veriđ allmikil og góđ og í sjálfu sér engin sérstök ástćđa til ađ breyta ţví sem er. Ef menn kjósa ađ líta á ţađ sem óhjákvćmilegt lokatakmark ađ sameina alla austursýsluna í eitt sveitarfélag og hafa alla stjórnsýslu á Blönduósi, má spyrja, af hverju ćtti ţađ ađ vera lokahnykkurinn á sameiningarferlinu, í leitinni ađ hinum sterka bakhjarli ? Vilja ţeir sem ţannig hugsa ekki bara fara alla leiđ !

 

Mćtti ekki í framhaldinu sameina sýsluna og Skagafjörđinn og fćra svo stjórnsýsluna fyrir allt svćđiđ á Sauđárkrók ? Myndu Blönduósingar ekki fagna ţví – eđa hvađ ?

 

Mćtti ekki síđar víkka svigrúm hins rísandi stórveldis svo enn frekar út til austurs og fćra stjórnsýsluna á Akureyri ? Skagfirđingar myndu líklega fagna ţví – eđa hvađ ?

 

Mćtti svo ekki ađ lokum gera allt landiđ ađ einu sveitarfélagi undir nafninu Reykjavíkurhreppur og hafa stjórnsýsluna í höfuđborginni ? Akureyringar myndu trúlega fagna ţví – eđa hvađ ?

 

Svo ţegar hreppsómagar hinnar takmarkalausu menningarhyggju verđa kannski orđnir óţarflega margir, gćti framhaldiđ orđiđ ađ sveitfesta ţá út í Brussel, sem hlýtur ţá ađ vera úthugsađ lokamarkmiđ innmúrađra sameiningarsinna !

 

Enda telja ţeir hinir sömu ţá vafalaust flestir, ađ ţeir séu ţar međ komnir í aldingarđinn Eden og lengra verđi ekki komist í velmegun. En ţar var nú reyndar til stađar höggormur !!!

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 33
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 602
  • Frá upphafi: 365500

Annađ

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 515
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband