26.9.2021 | 14:41
Nokkur orð um úrslit kosninganna !
Kosningaúrslitin sýna svo ekki verður um villst, að íslenska þjóðin fer sína leið og stundum alveg á skjön við áróður og skoðanakannanir. Það er gott meðan fólk lætur ekki villa sig og trylla inn í eitthvað sem aðrir hanna sem veiðitæki og gildrur og felst oftast í einhverskonar misnotkun á lýðræðinu !
Útkoma Framsóknar í kosningunum er mjög athyglisverð og kannski er hún ekki hvað síst að þakka hófstilltri kosningabaráttu. Slagorð flokksins ,, Er ekki bara best að kjósa Framsókn virðist hafa slegið í gegn. Sem sagt, þegar allt annað hefur verið skoðað og þar með fengið lélegan dóm, er þá ekki bara best að kjósa Framsókn !
Nálgunin í þessum skilaboðum er hófstillt ábending til fólks um að halda í það sem hefur reynst þokkalega gott í gegnum árin. Og þessi ábending skilaði sér svo sannarlega. Árangurinn varð 5 nýir þingmenn og stórbætt staða hvað gengi og áhrif þessa gamla flokks snertir !
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra virðist einnig vinna góðan persónulegan sigur með sínu kjöri og má líta svo á að ráðherradómur hans hafi þar með öðlast ákveðna traustsyfirlýsingu !
Í heild má sigur Framsóknar í þessum kosningum teljast nokkuð afgerandi og nú þarf flokkurinn að einbeita sér að því að halda því trausti sem honum hefur verið sýnt, með góðum störfum á komandi kjörtímabili. Annars getur fengið gengi flotið til baka !
Sjálfstæðisflokkurinn mun hafa talið sig eygja á tímabili verulegan sigur og formaðurinn var nokkuð kampakátur eftir fyrstu tölur. En það ætlaða gengi fjaraði út þegar á leið og þingmannatalan verður áfram sú sama.
Það hljóta að hafa verið viss vonbrigði fyrir forustu flokksins, en þegar á allt er litið mega menn þar á bæ þó kannski sæmilega við það una að ná því nokkurnveginn að halda sínu !
Vinstri grænir koma ekki vel út úr þessum kosningum. Það er nú venjan að þegar ætlaður vinstri flokkur slær sér saman við auðvaldsflokka í ríkisstjórn, leiðir það af sér tap fyrir hann. Hann er þá einfaldlega ekki þar sem hann ætti að vera !
Alþýðuflokkurinn gamli minnkaði og minnkaði vegna samstarfsins við íhaldið á sínum tíma og þurrkaðist næstum út að lokum. Ráðamenn hans voru orðnir svo hægrisinnaðir að þeir sáu ekkert annað í kortunum en slíkt samstarf. En fólk áttar sig nokkuð fljótt á því þegar menn eru ekki lengur sjálfum sér samkvæmir og Vinstri grænir voru hættir að vera það !
Nokkuð var hinsvegar reynt til þess að lyfta flokknum á þeim forsendum að formaðurinn væri svo vinsæll og hlaðinn trausti, en það dugði einfaldlega ekki til. Fjölmargir töldu flokkinn nefnilega á röngum samstarfsslóðum. Foringinn getur þannig verið þokkalega vinsæll þó flokkurinn sé það ekki !
Churchill var á miklum örlagatímum mikið til óumdeildur leiðtogi bresku þjóðarinnar, en flokkur hans vann hinsvegar ekki kosningarnar í stríðslokin þrátt fyrir vinsældir hans. Lýðræðið fer og á að fara sínar leiðir !
Um Viðreisn eða litla íhaldið vil ég ekki fara mörgum orðum. Þar er á ferð tækifærissinnaður flokkur og það er mín skoðun að stóra íhaldið hafi losnað við nokkra óværu þegar þessi söfnuður klauf sig frá því !
Sennilega kemur að því að þetta brot skili sér aftur til heimahúsanna, eins og glataði sonurinn, en þá mun stóra íhaldið bara versna sem því nemur !
Um Samfylkinguna er það að segja, að hún virðist aldrei ætla að öðlast tiltrú sem ætlaður ,,sameiningarflokkur alþýðu.Flokkurinn fór af stað með nokkrum hroka í fyrstu og hélt víst að allt lægi opið fyrir honum. En sú varð ekki raunin og ekki harma ég það eins og í pottinn var búið !
Hin ætlaða sameiningargnoð rakst strax í byrjun siglingar sinnar á hið stórhættulega Skallasker og síðan hefur fleytan að mestu hrakist til og frá. Og enn í dag hafa vonirnar um forustuhlutverkið til vinstri ekki rætst eða líkur aukist á því að svo verði í bráð ?
Það virðist nefnilega margt vera í logandi óreiðu um borð, stjórnunarlega séð, enda hefur árangur flokksins ekki verið beysinn. Kannski er meinið, að félagar í Samfylkingunni virðast vera svo miklir jafnaðarmenn, að þeim sé það fullkomlega óvinnanlegt mál að koma sér upp bitastæðum foringja ?
Miðflokkurinn fær nokkuð hraklega útreið í þessum kosningum og má velta því fyrir sér með ýmsum hætti hversvegna hann fær ekki meira fylgi. Kannski getur hann þó að hluta til sjálfum sér um kennt !
Og það er svo sem alltaf tiltölulega veikur grunnur undir flokki sem byggir tilveru sína að mestu á hugmyndum eins manns. En þó má benda á það, að Sigmundur Davíð formaður er tiltölulega ungur eins og nóttin er stundum sögð vera, og kannski má segja að rödd Miðflokksins eigi sem slík fullt erindi á Alþingi og geti jafnvel verið þar þjóðvarnarleg nauðsyn !
Sósíalistaflokkurinn fór fram með nokkrum látum og hugðist líklega höggva stórt. Minna varð þó úr en verða átti. Eitthvað varð um vindhögg og ómarkvissan áróður, en mestu skipti að ekki tókst að vekja það traust og þá tiltrú sem þurfti til að flokkurinn næði fótfestu í lýðræðisbjarginu. Kannski vantaði fjögurra blaða Smára við stýrið !
Um Pírata sé ég ekki ástæðu til að segja mikið. Ég hef aldrei verið hrifinn af því fyrirbæri og held að þar sé fyrst og fremst um sértilkominn og heldur ógeðugan borgarlífsgetnað að ræða svo ekki sé meira sagt !
Nafnið eitt finnst mér vera úr öllu samhengi við lýðræðislegan anda. Raunverulegir píratar hafa í sögulegu samhengi lítt spilað á lýðræðislegar nótur í sínum verkefnum. Kannski hefði flokkurinn heldur átt að kenna sig við prímata !
Að svo mæltu læt ég staðar numið við þessa samantekt því greiningarhæfnin er auðvitað takmörkuð. Ég segi bara að síðustu - vonandi vinna verðandi þingmenn vel úr málum út frá þeirri stöðu sem kosningarnar hafa boðið upp á og hafi það jafnan í huga á kjörtímabilinu að þeir eru í vinnu hjá þjóðinni en ekki öfugt !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- ,,Einleikur á Eldhússborðsflokk ?
- Hverju er þjónustan eiginlega helguð ?
- Orðheimtu aðferðin !
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 9
- Sl. sólarhring: 260
- Sl. viku: 1289
- Frá upphafi: 367414
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 1130
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)