Leita í fréttum mbl.is

Breski hrokinn !

 

 

 

Það mun mála sannast að engin þjóð hafi á seinni öldum fengið annað eins tækifæri til að láta gott af sér leiða á heimsvísu eins og Bretar. En að stærstum hluta eyðilögðu þeir þá möguleika sína. Nýlenduveldi þeirra var allt undirlagt mismunun, þar sem hvíti, breski sahibinn, drottnaði !

 

Það var ekki síst vegna þess mikla hroka sem þeir jafnan sýndu þjóðum þeim sem undir þá voru settar, og setti mark sitt á allt nýlenduveldi þeirra, að þeim mistókst að verða öðrum til hjálpar og blessunar. Sú framkoma verður ætíð mikill skammarblettur á breska heimsveldinu !

 

Hinar Evrópuþjóðirnar sem stunduðu nýlendu-arðrán, eins og Spánverjar, Portúgalir, Frakkar, Hollendingar, Belgar, Ítalir og Danir, voru svo sem ekkert skárri, en Bretar voru lengstum það nýlenduveldi sem gaf líklega tóninn. Þeir hefðu getað verið hinum fyrirmynd en voru það hreint ekki !

 

Hefðu Bretar komið manneskjulega fram við allar þessar þjóðir sem þeir höfðu yfir að ráða, hefði framhald mála í nýlendum þeirra orðið allt annað og farsælla – fyrir alla aðila og heimurinn orðið betri fyrir bragðið !

 

En bresk stjórnvöld hafa alltaf verið undir forræði hrokafullrar forréttindaklíku og yfirstéttarþorpara sem hafa misnotað stórlega hið þjóðlega pund. Það var litið niður á allt sem ekki var enskt og þar að auki bjuggu lægri stéttir breska samfélagsins lengstum við kúgun og hörmuleg lífsskilyrði af hálfu þeirra sem ofar stóðu !

 

Framferði núverandi forsætisráðherra Breta sýnir berlega að hann situr í sínum stól á fullum forsendum hins breska hroka. Hann virðist telja sig ofar lögum og reglur um samfélagslega hegðun og ábyrgð eigi ekki við hann. Hann sýnir þeim lögum sem hann á að fylgja - eins og aðrir - fulla fyrirlitningu. Hann er klaufalegur í framgöngu og kann sig ekki !

 

Margir munu telja að í framkomu hans felist skýr vitnisburður um það að hann sé óhæfur til að gegna því embætti sem honum hefur verið falið. En flokkur hans hefur aldrei getað teflt fram almennilegum mönnum til þeirrar stöðu. Og venjan er hjá þessum mönnum að biðjast bara afsökunar, ef það kemst upp um villuspor þeirra. Svo á allt að vera í lagi !

 

Löngu áður en Neville Chamberlain kom með plaggið um ,,frið um vora daga “ vansællar minningar, voru forsætisráðherrar Bretaveldis ekki sérlega bitastæðir karakterar og ekki hafa þeir orðið betri þaðan í frá. Þeir hafa allir verið fulltrúar fyrir breskan yfirstéttarhroka, hver með sínum hætti. Það er ljóta hersingin !

 

Bretar eru hinsvegar ekki í neinu aðalhlutverki í dag í heimsmálum, sem betur fer. Þeir fóru illa að ráði sínu meðan þeir settu mark sitt á heiminn og gerðu hann ekki betri á nokkurn hátt þó þeir hefðu átt að geta það. Og nú virðast þeir ekki eiga neitt eftir í sinni sálartösku nema hrokann !

 

Það má þó sjá, að þeir reyna enn sem þeir geta að príla upp á stóra sviðið í heimsmálunum, en það er orðið vonlaust mál fyrir þá. Þeir eru löngu orðnir úrkynjaðir og kraftlausir á allan hátt og minna helst í aumingjaskap sínum á Frakka !

 

Það eru verðug örlög !

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 901
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 751
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband