Leita í fréttum mbl.is

,,Og brćđur munu berjast !”

 

 

Stríđiđ í Úkraínu, sá harmleikur sem ţađ óneitanlega er, virđist nú hafa orđiđ hvalreki fyrir suma. Bara til ađ nefna eitt, Boris Johnson sem var ađ missa allt undan sér í pólitískum skilningi fyrir skömmu, hefur rifiđ sig upp í leiđtogagervi Churchills og nú talar enginn um ađ hann segi af sér, jafnvel ekki hans eigin flokksmenn.

Hann gćti ţví líklega bara hugsađ međ sér : ,, Oh, what a lovely war, right on time for me !”

 

Refsiađgerđir gegn Rússum eru auđvitađ sjálfsagđar viđ ţessar ađstćđur, en nokkuđ virđist sérkennilegt hvernig stađiđ er ađ ţeim. Vafalaust hafa Rússar ţó gert sér allnokkra grein fyrir slíku áreiti fyrirfram og ekki taliđ ţađ líklegt til ađ hamla för. En ţađ kemur ţá í ljós hvernig fer !

 

Slíkar ađgerđir eru reyndar oftast tvíeggjađar og hitta báđa fyrir, ţann sem beitir ţeim engu síđur en ţann sem á ađ verđa fyrir ţeim. En ađalatriđiđ er ţó trúlega ađ ţessu sinni - ađ rétti ađilinn er fyrir sökum hafđur og liggur nú afskaplega vel viđ fordćmingarhögginu !

 

Ţjóđverjar virđast ţó reyndar í leiđinda klemmu hvađ ţessa deilu varđar. Ţeir eru líklega sú ţjóđ sem hefur haft svakalegust kynni af Rússum og međ vissum hćtti má líklega segja ađ milli Rússa og Ţjóđverja hafi ríkt einhverskonar gagnkvćm virđing síđustu áratugina !

 

En nú verđa Ţjóđverjar ađ gera svo vel ađ taka sér fulla lýđrćđislega stöđu međal hinna syndlausu ţjóđa og refsa illţýđinu sem ógnar kćrleiksheimili mannkynsins nú um stundir. Skyldan verđur auđvitađ ađ ganga fyrir öllu !!

 

En hvađ sem menn vilja um málin segja, er erfitt ađ skilja bölvađa kergjuna í Rússunum og ţađ ţegar bćđi Íslendingar og Fćreyingar eru búnir ađ skella á ţá viđskiptaţvingunum. Ţeir ćttu líklega ađ geta séđ ađ ţá er ţeim enganveginn stćtt á ţví ađ halda ţessari stríđsvitleysu áfram !

 

Ţegar tvćr norrćnar hetjuţjóđir - báđar međ ţungavigtar efnahag, sameinast gegn ţeim, hljóta ţeir ađ endurheimta dómgreind sína og fara ađ hegđa sér eins og menn. Jafnvel Rússar geta nú ekki stađist allt ţó ţeir haldi ţađ kannski sjálfir !

 

Ţar fyrir er auđvitađ best ađ Úkraínumenn sjálfir sjái fyrir sínum málum, ţó ţeir hafi reyndar ekki af mikilli sjálfstćđissögu ađ segja. Og ţar sem yfirvöld í Úkraínu eru, líklega ađ vestrćnu mati, laus viđ alla spillingu, ćttu ţau svo sem ađ geta reynst ţjóđ sinni vel !

 

Ţađ ćttu ţá lífskjörin ađ geta sannađ, en manni skilst ţó ađ ţađ geri ţau reyndar ekki. Landiđ er ríkt ađ öllu náttúrufari, en ţađ ríkidćmi virđist ekki skila sér ýkja mikiđ til almennings í landinu. Sá ţjóđarauđur fer greinilega eitthvađ annađ - eins og gerist til dćmis hérlendis !

 

Ţađ hefur líka veriđ talađ fjálglega í fjölmiđlum um vináttu Pólverja og Úkraínumanna, en oft hefur nú sögulega séđ veriđ grunnt á henni. Sú var tíđin ađ Pólverjar réđu yfir Úkraínu og reyndust ţá hreint ekki góđ herraţjóđ fyrir íbúa landsins !

 

Og reyndar er ekki nema rétt rúm öld síđan Pólverjar gerđu síđast tilraun til ađ leggja Úkraínu undir sig međ hervaldi. Svo áróđursmálin í samtímanum koma oft skringilega út í ljósi sögunnar og reynast oft meira en lítiđ innihaldslaus og blekkjandi !

 

Ráđherrar í hćgristjórninni sem nú er viđ völd á Íslandi, hafa rifiđ sig niđur í rass í fjölmiđlum vegna ţess ađ stríđ sé hafiđ í Evrópu. Ţađ er jafnvel talađ um ađ slíkt hafi ekki gerst síđan í heimsstyrjöldinni síđari !

 

Er ţetta einsýna liđ búiđ ađ gleyma loftárásum Nató á Júgóslavíu sálugu fyrir rúmum tveimur áratugum ? Af hverju skyldi ţađ ekki muna eftir ţeim ? Jú, líklega vegna ţess ađ ţađ var náttúrulega allt öđruvísi og betra stríđ. Ţar var bara Nató ađ stilla til friđar eins og venjulega !

 

En ţeir sem voru drepnir í loftárásum Nató, hins heilaga friđarbandalags, á Belgrad á ţeim tíma, líklega um 1500 manns, hafa sennilega ekki fundiđ til mikillar fróunar á dauđastundinni yfir ţví ađ ţađ vćru ţó ,, réttir ađilar” ađ drepa ţá. En sumir virđast alltaf hafa ádeilulaust ,,license to kill !”

 

Stríđ er alltaf viđbjóđur, en stríđiđ bak viđ tjöldin sem er ţá búiđ ađ heyja sem undanfara hinna beinu átaka, er kannski ţađ ljótasta af ţví öllu. Ţađ skiptir nefnilega engu ţó menn reyni ađ mála allt í hvítu og svörtu, stađreyndirnar tala sínu máli. Enginn er saklaus í slíku gjörningaspili !

 

Ţađ er eins og alltaf tekist á um peninga og völd í slíku reiptogi, nýja nýlendustefnu og blóđsugueđli í austri sem vestri, og ţá eru mannslífin lítils virđi, jafnt í Úkraínu sem annarsstađar !

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 107
  • Sl. viku: 813
  • Frá upphafi: 356658

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 645
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband