4.6.2022 | 10:29
Að loknum ,,ekki kosningum !
Það hefur trúlega ekki farið framhjá mörgum að aðeins einn listi var lagður fram á Skagaströnd fyrir sveitar-stjórnarkosningarnar 14. maí sl. og varð hann þar með sjálfkjörinn samkvæmt löglegum kjörreglum !
Þar er um að ræða H-listann, sem er reyndar víða kallaður Baðhúsalistinn. Umrætt framboð má líklega skilgreina einhversstaðar til hægri í litrófi pólitískra viðmiðana og með hliðsjón af listabókstafnum. Þó hefur það ef til vill pínulitla tengingu við miðlæga hugsun, eða það vilja sumir að minnsta kosti halda, hvað sem hæft er í því !
Árið 2002 gerðist það í fyrsta sinn á Skagaströnd að sjálfkjörið varð í sveitarstjórn með hliðstæðum hætti. Er pistilhöfundi það minnistætt hvað sá rammpólitíski maður Björgvin Brynjólfsson tók það sér nærri og átti hann þó vissan þátt í því að svo fór. En þá varð líka til eftirfarandi vísa :
Þeir sem brugðust trausti og trú,
tróðu á merki sátta.
Uppskerunnar njóti nú
frá ´98 !
Og svo endurtók sagan sig 2010 að kosningar féllu niður. Ekki þurfti fyrrnefndur Björgvin að lifa það, en mörgum sem það gerðu þótti ferlið miður gott og töldu að einhver undarlegur doði hlyti að vera að færast yfir kjósendur á Skagaströnd. Og svo gerist það núna í þriðja sinn, að lýðræðið fer á mis við hefðbundna frelsis-blessun kosninga í Sveitarfélaginu Skagaströnd !
Það liggur nú samt ljóst fyrir að Skagstrendingum þykir ekkert síður en öðrum vænt um sitt sveitarfélag og sinn heimabæ. Það viðhorf hefur skilað sér ágætlega í sumu en sjáanlega ekki eins vel í öðru. Þannig mætti gott fólk á besta aldri vera duglegra í lýðræðislegum framboðsmálum en að framan greinir, svo að kosningar falli hér ekki niður aftur og aftur !
Þegar aðstandendur framboðs stofna til Bæjarmálafélags og virðast hafa fullan hug á því að virkja lýðræðislegt afl kjósenda, og þá væntanlega til almenningsheilla en ekki sérþarfa, býst maður við öðru en að það verði endapunktur framboðs og starfs af hálfu viðkomandi aðila !
Það er þekkt með ljósaperur að þær skína skært rétt áður en slokknar á þeim. Kannski var mótframboðið við Baðhúsalistann bundið svipuðu ferli fyrir fjórum árum og kannski var Bæjarmálafélagið þannig bara einhverskonar lokaskin þess áður en slokknaði á perunni ?
En hvernig sem það hefur annars verið, er það von pistilhöfundar, sem annarra lýðræðissinna á Skagaströnd, að upprisa eigi sér stað eftir fjögur ár og líf færist í leikinn á ný. Andlegur dauðyflisháttur getur ekki orðið fylgja Skagstrendinga til frambúðar. Það má telja að hljóti að vera víst !
Annars er þróun mála hér á Skagaströnd dálítið einkennileg og sumir vilja meira að segja meina að hér sé alls ekki nein þróun í gangi. Það er að minnsta kosti ljóst, að sumt virkar hér á undarlega snúinn hátt sé miðað við að menn séu að hugsa til framtíðar, en kannski eru menn ekki að gera það og kannski síst af öllu ráðamenn !
Eitt af því sem þykir nokkuð skrítið hér, er að eftir því sem íbúatalan lækkar virðist umfang stjórnkerfis sveitarfélagsins aukast. Sem sagt, íbúum fækkar en starfsliði fjölgar á skrifstofu sveitarfélagsins. Þar virðist koma fram þetta öfuga hlutfall sem svo oft ræður í kerfislegum efnum og hefur hreinlega ekkert með raunhæfar forsendur að gera !
En það virðist vera orðin sérstök örlaga-nauðsyn að pappírar rati í réttar skúffur og einhver verði þá að sjá um að koma þeim þangað. Hvort þeir hinir sömu pappírar hafi eitthvað gildi í sjálfu sér er svo annað mál og líklega algert aukaatriði. Rétttrúnaðarhyggja skrifræðisins fer sínu fram fyrir því og hún segir á sínu máli að pappír sé mikilvægari en fólk !
Niðurstöður mála, miðað við eðlilegt jarðsamband dómgreindar og fyrirhyggju, virðast þannig vera þær, að æ færri standi undir kostnaði við rekstur sveitar-félagsins sem þó virðist í stöðugri útgjaldaþenslu !
Það aukna þjónustustig sem sífellt er verið að prédika af utanaðkomandi yfirvöldum að eigi að koma til að vera, ekki síst í kringum boðað sameiningaferli sveitarfélaga, er líkast til aðeins framsett blekkingar-fyrirbæri í einhverjum súrrealískum sýndarveruleikastíl !
Þar virðist í raun ekki um neitt annað að ræða en sykraðan mútubita frá kerfisyfirvöldunum í ráðuneytunum syðra, sem á að virka vel og ganga í fólk þar til búið er að smeygja spennitreyju valdboðs og kúgunar á það !
Pistilhöfundur hyggur nefnilega að sú aukna þjónustu sem þar er talað um verði mikið til í skötulíki þegar þar að kemur og þær tekjur sem eigi að standa undir henni muni étast mikið til upp á skrifstofum sveitarfélaga um land allt. Kerfishítin mun sjá til þess að svo fari, jafnt á Skagaströnd sem annarsstaðar. Það yrði í engu ný saga til næsta bæjar !
Og ef við íbúar Skagastrandar skyldum nú þegar vera skilgreindir af fjármála og kerfisvaldinu í landinu sem utangarðsfólk gagnvart markaðslegri réttarstöðu og almennri viðurkenningu, eins og sumir vilja fullyrða, hver skyldi þá lýðræðisleg gildisstaða okkar vera í samfélaginu yfir höfuð ? Það væri vissulega mjög forvitnilegt að fá svör við því ?
Verður kannski í framhaldinu, í miðjum vandræðagangi óleystra mála, komið fram með þá töfralausn af hálfu ráðamanna hér, hina einu og sönnu allsherjarlausn, sem á þá að tryggja að sameiningarlegt himnaríki verði í nánd. Verður þá bara sagt :,,Við verðum að sameinast Blönduósi, það leysir allan tilvistarvanda okkar á Skagaströnd og færir okkur blessun máttarvaldanna fyrir sunnan ?
Já, skyldi það nú verða svo ? Við skulum sjá hvað setur með það og þá hvað muni koma á daginn ? Það kynni nefnilega að koma mörgum illilega á óvart. Baktjöldin skýla mörgu meðan bruggið er að gerjast !
En nú liggur samt fyrir að staðan er sú að eitt framboð er allsráðandi í sveitarstjórn á Skagaströnd. Það sama framboð hefur reyndar fengið slíkt valdatækifæri tvisvar sinnum áður, en eftirtekjan hefur nú samt ekki orðið umtalsverð hvað almannahagsmuni hefur varðað !
Og nú fær þetta framboð enn einu sinni að fara með öll völd í sveitarfélaginu til næstu fjögurra ára, væntanlega til að láta gott af sér leiða fyrir samfélagið hér á Skagaströnd eða er ekki svo ?
En pistilhöfundur leyfir sér samt að spyrja : Skyldi sú valdastaða eiga að færa okkur íbúa Skagastrandar, senn hvað líður, undir efnahagslegt forræði Blönduóssbæjar ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar...
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 124
- Sl. sólarhring: 259
- Sl. viku: 904
- Frá upphafi: 357085
Annað
- Innlit í dag: 112
- Innlit sl. viku: 720
- Gestir í dag: 112
- IP-tölur í dag: 111
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)