Leita í fréttum mbl.is

Úthaldsleysi eða hvað ?

 

 

Sú var tíðin að stjórnmálaforingjar landsins voru eingöngu karlmenn og frammistaða þeirra var upp og ofan eins og jafnan er. Sumir voru dýrkaðir af fylgjendum og hataðir af andstæðingum og var þar sjaldnast hóf á hlutum. Maðurinn er nú einu sinni eins og hann er og batnar lítið !

 

Það virtist sem karlar væru í pólitík fyrir lífstíð eða meðan þeir héldu heilsu. Hannes Hafstein, Skúli Thoroddsen, Benedikt Sveinsson eldri, Jón Þorláksson, Jón Magnússon, Ólafur Thors o.fl.o.fl.

 

Í seinni tíð hafa konur, í samræmi við breyttan tíðaranda, sótt mjög fram til áhrifa í pólitík. Þær hafa margar komist þar til hárra metorða en úthald þeirra í baráttunni virðist stórum minna en karlanna !

 

Þeir héldu áfram fram í heilsuleysi og dauða, en þær virðast flestar vilja draga sig fljótlega út úr slagnum og víkja að einhverju friðvænlegra starfi – en líklega þó á góðu kaupi !

 

Margar hafa þær orðið ráðherrar og fengið talsverð völd um tíma, en svo er eins og þær koðni niður, missi áhugann á málabaráttunni og hverfi af sviðinu, kannski sárar, móðar og mæddar, og það eftir aðeins nokkurra ára vopnaviðskipti á hinum pólitíska vígvelli ! Og maður spyr sig óneitanlega, hvað veldur þessu meinta úthaldsleysi ?

 

Í þessum hópi sýnast mér vera Álfheiður Ingadóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Björt Ólafsdóttir, Eygló Harðardóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Ingibjörg Pálmadóttir, Jónína Bjartmarz,, Katrín Júlíusdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sigríður Anna Þórðardóttir, Sigríður Á. Andersen, Siv Friðleifsdóttir, Sólveig Pétursdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir ( reyndar komin aftur eftir hvíld ). Og reyndar mætti nefna nokkrar fleiri !

 

Af hverju er þetta svona ? Af hverju eru ekki einhverjar ,,Grand Old Ladies“ í pólitíkinni, reynslumiklar valkyrjur eftir áratuga glímu á hinu pólitíska sviði ? Er kannski einhver sálarleg skýring á þessu skammtímaskeiði kvenna í pólitískri forustu ? Hvað veldur ? Eru þær bara búnar á því eftir nokkur ár ?

 

Drífa Snædal hefur nú, sem kunnugt er, gefist upp við að leiða ASÍ eftir stutta formennsku þar, og nú er Kristrún Frostadóttir að bjóða sig fram til formennsku í Samfylkingunni. Það verður vafalaust logandi fróðlegt að sjá hvernig henni gengur að stjórna þar á bæ í allri jafnaðarmennskunni ?

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 805
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 632
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband