Leita í fréttum mbl.is

Er Germanska stórríkið að rísa á ný ?

 

Það dylst ekki neinum að Þjóðverjar eru farnir að breyta heldur betur um stefnu og ýta undir ófriðarmál í álfunni eins og flestir virðast gera um þessar mundir. Vægi þeirra í slíkum efnum hefur löngum verið mikið. Reynslan ætti að kenna okkur að þegar þeir mæta til leiks kann að vera skammt til vígvalla í Evrópu !

 

Það er litlu meira en þrír áratugir síðan Þýskaland sameinaðist og blóðsúthellingar og fórnir seinni heimsstyrjaldarinnar voru strikaðar út eins og þær hefðu aldrei átt sér stað. Það er fyrirboði um vonda framtíð. Þýskir skriðdrekar eru komnir af stað í Evrópu á ný og það er vond tilfinning sem fylgir því fyrir milljónir manna !

 

Þýskaland stjórnar nú Evrópusambandinu og áhrif þess innan Nató eru mjög sterk. Í upphafi tilvistar hernaðarbandalagsins fóru margir hershöfðingjar og aðrir foringjar úr her Hitlers til starfa hjá Nató. Þar áttu þeir öruggt athvarf frá fyrstu tíð því litið var svo á að fortíð þeirra mælti með þeim !

 

Bandaríkin voru þá þegar byrjuð á því að pumpa kalda stríðið upp undir forustu Truman-stjórnarinnar og bandaríska auðvaldsins. Andi Roosevelts var horfinn af sviðinu og með honum nánast öll heilbrigð sjónarmið !

 

Sovétríkin með vesturhluta lands síns meira og minna í rústum, vildu fá svigrúm til að hefja uppbyggingarstarfið heima fyrir og jafna sig eftir blóðtökuna, sem var í kringum 26.6 milljónir manna. En reynt var að gera þeim það eins erfitt og mögulegt var, er þau höfnuðu öllum Marshall-mútum að vestan !

 

Vesturveldin voru þá sem óðast að koma sér fyrir í gömlu glæpasporunum frá 1938 og Munchen-andinn var aftur sestur að í hugum ráðamanna þeirra og sú hugsun allsráðandi að Sovétríkin ættu ekki að vera til. Heimsvalda-sinnaður auðklíku-andi hugsar alltaf eins og ágirndin undirrót alls ills, ræður þar alltaf för !

 

Vesturveldunum hafði illilega mistekist að siga Hitler í austur, eftir allan fjárausturinn í hann, og vonbrigðin sátu föst í fjármálagreifum auðhringanna ásamt glóandi reiðinni út í uppvakninginn sem brást þeim og hatrinu á bölvuðu komma-ríkinu sem kom honum fyrir kattarnef og öllum þeirra glæstustu valda-draumum !

 

Síðan hafa valdadraumarnir snúist um það að gera aðra tilraun með Sókn í austur og nú eru Þjóðverjar sem sagt mættir til leiks með nýjum hætti og Vestur-Evrópuríkin eru öll komin undir þýskt efnahagsvald. Það virðist þannig ekki eftir neinu að bíða og sagan fer hugsanlega að endurtaka sig, hin hryllilega og blóðuga útþenslusaga þýska ríkisins frá árunum 1933 til 1945 !

 

Núverandi kanslari Þýskalands virðist eiginlega eins og einhver endurholdgaður Franz von Papen, valdhafinn í millibils-ástandinu, svo fróðlegt verður að sjá valdhafann sem kann að taka við af honum, hugsanlega senn hvað líður. Ætli það verði ekki sjálfur Stórvaldhafinn ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 47
  • Sl. sólarhring: 72
  • Sl. viku: 948
  • Frá upphafi: 378845

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 772
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband