Leita í fréttum mbl.is

Hugsað til sænsku hrollvekjunnar !

 

Margir hafa undrað sig á því að Svíþjóð skuli vera að sækja um aðild að Nató. Og það er vissulega athyglisverð staðreynd. Ekki þarf að undrast mikið með Finnland í því sambandi því fortíð mála þar segir sitt og verður ekki rædd hér að sinni. En Svíar hafa með hlutleysisstefnu sinni búið við frið frá 1815 og hefðu flestir talið að sú stefna hafi sannað sig til góðs fyrir land og þjóð !

 

Sú stefna hefði líka að öllum líkindum sannað sig á sama veg áfram, við óbreyttar aðstæður. En nú eru aðstæður Svía hinsvegar allt aðrar og verri en þær voru þegar ein þjóð bjó í landinu. Og það er alfarið sök sænskra stjórnvalda eftir 1970 og áfram frá þeim tíma. Sjaldan hefur verið verr farið með tiltölulega góðan þjóðararf og sýnir það að hver þjóð þarf vel að gæta að sínu !

 

Innflytjendapólitík Svía hefur verið kolröng allan þennan tíma og nú er svo komið að sænsk yfirvöld óttast að Svíar séu að missa land sitt í óskapnað þess glundroða sem fjölmenn-ingarstefnan hefur skapað í Svíþjóð. En ráðamenn eru ekki þeir menn að viðurkenna þá staðreynd og reyna enn að fela þá stöðu sem mest !

 

Staðreyndin er nefnilega sú að öllum líkindum, að Svíar eru að leita ásjár Nató vegna innanlands-ástandsins í landinu en ekki vegna utanríkismála. Sænsk stjórnvöld treysta sér ekki lengur til að hemja herská og óþjóðleg innflytjendaöflin ein og sér !

 

Þar hafa þau skitið svo á sig upp á bak og lengra, að þau eru orðin alvarlega skelkuð og mega líka vera það. Sofandaháttur þeirra gagnvart þjóðaröryggi og þjóðarheill er vítaverður og hefur kostað ófá mannslífin til þessa og gera það vafalaust áfram !

 

Sú var tíðin að Svíþjóð var friðsamt land og borgaralegt öryggi talið þar tryggt. En nú eru ofbeldisverk, morð og manndráp að verða daglegt brauð í gömlu jafnaðarmanna-paradísinni og stjórnmálaleg yfirvöld ráða þar varla við neitt og lögreglan, að því er virðist, enn síður !

 

Það lifa þannig allflestir hræddir í Svíþjóð nútímans og öryggið sem var þar svo mikilsvirði í eina tíð er horfið. Þannig hefur sænska þjóðin verið leikin af eigin forsjárliði sem hefur eiginlega verið eins og samansöfnuð glópasveit ofmenntunar í fulla hálfa öld. Staða mála í Svíþjóð er þannig orðin að æpandi viðvörun fyrir allar þjóðir Evrópu !

 

Hin sósíaldemókratísku stjórnvöld í Svíþjóð fylgdu lengi vel rétttrúnaðar-viðhorfum jafnaðarmennskunnar og virtust ekki skilja að innfæddir sænskir ríkisborgarar og innfluttur uppreisnarlýður víðsvegar að frá öðrum löndum ættu í raun fá gildi sameiginleg !

 

Í glórulausu tæknikrata andrúmslofti ríkisheimilis Svía var því innflutningur uppreisnareðlis og ofbeldishneigðar stundaður af kappi og allt við þann innflutning átti að styrkja sænska velferðarsamfélagið samkvæmt innmúruðum trúarsetningum krata !

 

En draumurinn gekk auðvitað ekki upp. Hann breyttist í vaxandi martröð og nú er svo komið að Svíþjóð er komin ofarlega á blað í Evrópu með tíðni morða og allskyns ofbeldisverka. Sænsk stjórnvöld hafa fengið uppskeru sem er nákvæmlega eins og sáð var fyrir. Margir telja að sú uppskera sé það sem þeir eiga skilið !

 

Og nú leita Svíar verndar hjá Nató. Þeir vita að þeir eru nálægt því að missa land sitt í ræningjahendur. Og fyrir hina fyrrum friðelskandi og hlutlausu þjóð, er nú ráð tvístígandi og óttasleginna stjórnvalda að leita hælis hjá hernaðarbandalagi, samsteypu sem byggir tilvist sína á viðvarandi styrjaldarhættu og nærist á neyðarástandi meðal þjóða !

 

Nató telur sig nú fá einhverskonar tilvistarsönnun um eigið ágæti í gegnum þessa örvæntingarfullu umsókn Svíþjóðar um aðild að bandalaginu. Það á að ganga í hernaðarklúbbinn í Brussel. Það á að vera lausnin. Svíar geta sem sagt ekki leyst sjálfsköpuð vandamál sín lengur og hafa loksins gefið sjálfum sér falleinkunn !

 

Lengi hafa þeir barist gegn rökum skynseminnar en nú geta þeir það ekki lengur. Það eru að verða til fullar forsendur fyrir borgarastyrjöld í landinu og þeir ætla Nató það verkefni að leysa sænsku þjóðina, þegar þar að kemur, frá innfluttum hermdarverka-mafíum sem hafa sent allan frið í landinu út í hafsauga !

 

Svíar hafa ekki staðið í stríði í 208 ár og það er vissulega merkilegur ávinningur einnar þjóðar í hinni blóðugri sögu Evrópu. Líklega bara met í álfunni. En það eru engar líkur á því að þeir sem aðilar að Nató verði utan stríðs hér eftir !

 

Það fá þeir að launum fyrir að hafa í heimsku sinni stundað langtíma innflutning á ófriðaröflum og sundrað hinu friðsamlega sænska þjóðfélagi og gert það að sannkölluðum vígvelli fyrir erlendan óþjóðalýð og ofsatrúarhópa !

 

Örlög Svíþjóðar sýna skelfilega uppskeru fjölmenningar-stefnunnar í þeirri þjóðlegu uppgjöf sem birtist í niðurstöðu mála í dag. Hinir fyrrum friðelskandi Svíar eiga nú að umvefja hernaðar-bandalagið Nató sem frelsara fyrir samfélag sem hefur glatað þjóðlegri einingu sinni og velferðarstöðu fyrir eigin heimsku !

 

Mikið er gildisfall Svía varðandi þessa vanþróun málanna og í augum umheimsins hafa þeir glatað þjóðlegum trúverðugleika sínum að miklu leyti. Það er nú ljóst og opinberað mál á heimsvísu, að þeir hafa sokkið svo djúpt í sjálfsköpuð vandræði sín, að nú eiga þeir ekki val um neitt nema öskuna eða eldinn !

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 598
  • Frá upphafi: 365496

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 511
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband