Leita í fréttum mbl.is

Nató – krabbameinsćxli Evrópu !

 

 

Viđ sem lifum í ţessum heimi, viljum áreiđanlega flest fá ađ búa viđ friđ. Fá ađ lifa lífi okkar, geta af okkur börn og skila einhverju góđu í hendur afkomenda okkar viđ ćvilok. En ţeir eru margir sem eru neyddir til ađ ganga ađra braut og deyja fyrir tímann í stríđsátökum og allskyns óáran sem ţeim tengjast og allar eru ţćr hörmungar yfirleitt meira og minna af mannavöldum !

 

Andstćđa friđar er nefnilega stríđ og ţađ eru alltaf einhverjir sem vilja stríđ. Vopnasalar og allra handa  hergagnafram-leiđendur, valdamenn sem vilja meiri völd, gráđugir mannhákarlar sem virđa lífiđ einskis, hershöfđingjar sem vilja auka orđstír sinn og allra handa mannkvikindi, yfirleitt liđ af lakari sortinni !

 

Ţađ eru stígvélađir pattonar víđa til í herjum, ruddalegir menn, metorđagjarnir og orđufíknir, menn sem seint munu verđa friđflytjendur. Ţeir sjá sjálfa sig gjarnan á flugi í forustu fyrir einhverri sigurbylgju hetjuskapar og manndáđa. En í raun eru ţeir bara litlir, hrćddir karlar í óstöđugum heimi, og kunna manna síst međ völd ađ fara. Og eftir kjarnorkustríđ er ólíklegt ađ menn flaggi mikiđ heiđurs-merkjum eins og eftir velheppnađ stríđ. Geislavirknin mun ekki leyfa ţađ, ađ ţeir sprangi mikiđ um međ orđum ţakin brjóst !

 

Veröld okkar mun alltaf síđur en ella búa viđ friđ međan hernađarbandalög eins og Nató eru og verđa til. Nató er samsteypa valds sem ţrífst á stríđi og verđur ađ halda sér uppi međ ţví ađ skapa forsendur fyrir viđvarandi stríđshćttu. Nató var búiđ til á sínum tíma vegna ćtlađrar nauđsynjar á svokölluđu ógnarjafnvćgi gegn Ráđstjórnarríkjunum. Ţegar ţau hrundu, töldu margir tímabćrt og nauđsynlegt ađ Nató hyrfi af vettvangi líka !

 

En áhrifamikil öfl í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum vildu viđhalda sínum fyrri hervaldstökum. Ţeir vildu viđhalda Nató og eiga ţar fyrirliggjandi grimman varđhund til gćslu valda sinna. Í ţeirri fylkingu bar mikiđ á hćgrisinnuđum forustumönnum í pólitík og leiđandi mönnum í auđhringum Vesturlanda. Mönnum sem gefa allt fyrir ađ hafa völd og meiri völd. Ţau öfl hafa ekkert breyst og munu ekki breytast. Fyrr frýs í helvíti en ţađ gerist !

 

Ef viđ stefnum ađ friđi byggjum viđ ekki upp hernađarbandalög. Viđ ţurfum ţess í stađ ađ byggja eitthvađ upp sem nćrist á friđi en ekki stríđi. Stöđugt meira vígbúnađarferli hrópar eftir ţví ađ vopnin verđi látin tala. Og ađ ţví mun koma samfara slíku ferli !

 

Hernađaráróđur, svokallađ ógnarjafnvćgi, stríđstólaskakstur og skelfingarvakningar, eru fylgjur sem fela í sér dauđa. Allar slíkar ćsingar og hrćringar af mannavöldum í samfélögum ţjóđanna eru andstćđur viđ líf og friđ. Ţeir sem vilja og ćtla sér ađ lifa og hrćrast í hernađarhyggju velja ranga leiđ. Í ţeim hópi eru og hafa yfirleitt alltaf veriđ allir mestu fjölda-morđingjar heimsins !

 

Veröldin á marga gersemina til. Í undraverđum byggingum og listaverkum hefur mannsandinn risiđ hátt, í andans verkum ljóđa og sagna býr ţađ sem veitir mennskunni ferskan framgang, ef sjónarmiđ lágkúru og mannhaturs eru ekki látin hlekkja og hefta heilbrigđ stefnumiđ. Látum ekki ófriđaröfl hernađarhyggjunnar steypa okkur fram af ystu nöf. Nćst verđur ţađ svo, ţví allt er ţegar ţrennt er. Og ţá verđa ţađ gereyđingarvopnin sem tala !

 

Allt hernađarbrölt er sýking á heilbrigđu ferli lífs og dáđa, krabbameinsćxli dauđans teygja sig ţar fram, allt sem hrópar gegn heilbrigđum sálum í hraustum líkömum. Og ef ţessi ćxli feigđar og dauđa fá ađ ráđa, munu ţau eyđileggja öll afrek mannsandans í ţessum heimi og veröldina sjálfa međ !

 

Tökum aldrei ţátt í slíkri feigđargöngu, hvorki fyrir Nató né nokkurt annađ manngert fyrirtćki dauđa og tortímingar. Leggjum vopnaskakiđ niđur og styđjum friđ milli ţjóđa međ öflugum alţjóđlegum samhug !

 

Látum Sameinuđu ţjóđirnar standa undir nafni. Flytjum ađalstöđvar ţeirra frá Bandaríkjunum, ţar sem ţćr áttu auđvitađ aldrei ađ vera. Setjum ţćr niđur í Sviss eđa einhverju ríki sem ćtti ađ geta veitt ţeim heilbrigđa umgerđ um starfsemina og látum međ fjölţjóđaátaki samtökin verđa ţađ sem ţau áttu ađ verđa !

 

Tökum ávallt afstöđu međ lífinu og framtíđ ţess hér á jörđ. Andmćlum af heilum hug stríđi og dauđastefnu. Stefnum heilshugar ađ ţví ađ vera manneskjur í manneskjulegri heimi. Komandi kynslóđir munu ţakka okkur ţađ og ekki síst fyrir ţađ - ađ fá tćkifćri til ađ lifa !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 26
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 595
  • Frá upphafi: 365493

Annađ

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 508
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband