1.7.2023 | 15:22
Um Rússahatur og rugluð söguviðmið !
Af hverju skyldi löndum Vestur-Evrópu alltaf hafa staðið svona mikil ógn af Rússum sem raun ber vitni, líklega allar götur frá Norðurlandaófriðnum mikla í upphafi 18. aldar eða lengur ?
Svarið við þeirri spurningu getur verið fjölþætt. Vegna þess að Rússland er svo stórt, vegna þess að auðlindir ríkisins eru nær ótæmandi og vegna þess að Rússland hefur margsinnis skipt sköpum þegar tekist hefur verið á um örlög Evrópu og bjargað álfunni bæði frá Napóleoni og Hitler. Menn geta lesið sér til um staðreyndir sögunnar þar að lútandi. Það á enn að vera hægt !
En það er ljóst að náttúrulegar auðlindir Rússa hafa alltaf vakið bæði ótta og græðgi hjá vestrænu auðvaldi, og mönnum í þeim herbúðum hefur alltaf fundist ótækt að ein þjóð skuli fá að gína yfir svo miklu, eins og það heitir á þeirra máli. Þessum öflum er það draumur draumanna að lima Rússland niður í sæmilega við-ráðanlegar stærðir og hefja þar síðan arðrán á fullu!
Vesturlöndum tókst að brytja Júgóslavíu í frumparta sína og nú ráðskast þau þar með allt meira og minna eins og þeim er eiginlegt. Spurningin er því oft - hver er að ráðast á hvern og hver er að verjast ásælni hvers ?
Framferði Vesturveldanna hefur lengstum einkennst af yfirgangi í garð annarra ríkja. Þau vilja í þeim efnum brytja smátt. Jafnvel Tékkóslóvakía þótti mun auðveldari meðferðar, skipt í tvennt. Hugmyndin hefur verið að byggja Austur Evrópu upp sem safn smáríkja undir vakandi og takandi hönd USA, ESB og Nató !
Þá væri hægt að drottna yfir þeim öllum saman og sannkölluð veislutíð í boði fyrir vestræna auðhringa og arðránsöfl, þar sem græðgin ræður öllu. Og moldvörpustarf í þessum efnum hefur verið í virku leyni-þjónustuferli síðustu árin, allt upp í Kákasus, og hefur nákvæmlega ekkert með almannaheill eða lýðræði að gera bara yfirgang, valdagræðgi og auðsöfnun !
Indland var frá miðri 18. öld höfuðarð-ránsnýlenda Breta, stór hluti af Lundúna-borg var byggður fyrir ránsfé frá Indlandi. Nánast öll ríki Vesturlanda arð-rændu Kína með svívirðilegum hætti fram undir miðja síðustu öld. Og auðlegð Rúss-lands hefur alltaf verið efst á lista hinna blóðugu arðránsvelda á Vesturlöndum. Rússland hefur sannarlega þurft að geta varið sig frá fyrstu tíð !
Jafnvel íslenskir landnámsmenn og þræla-haldarar sóttu auð til austurslóða á sínum tíma. Það voru Bjarmalandsferðirnar miklu, þegar farið var frá Noregi yfir Hvítahafið sem þá hét Gandvík og verslað og rænt jöfnum höndum á þeim slóðum þar sem Erkiengilsborg er núna. Þar var blóð í hverju spori !
Náttúrulegur auður Rússlands sýnir ljós-lega fram á að það hefur alltaf verið eftir töluverðu að slægjast í þessu stóra landi fyrir nýlendugráðug auðvaldsöflin :
Olía er með því mesta sem til er. Jarðgas er með því mesta sem til er. Brúnn járnsteinn, hundruð milljarða tonna. Kol, feykilegt magn. Gull, miklar námur. Vatns-orka,gífurleg. Skógar, 2/3 hlutar Síberíu. Mór, 1/3 af öllum mó í heiminum. Járn, tvöfalt á við Bandaríkin, Bretland og Þýskaland. Demantar, nóg til innanlands-nota og einnig til útflutnings. Marmari, heilu fjöllin, notaður jafnvel til ofaní-burðar í vegi. Mikil kornrækt í Síberíu. 80% hreindýra í heiminum, líklega um 2,5 milljónir dýra !
Í Napóleons-styrjöldunum í byrjun 19. aldar voru rússneskir herir víða á ferð í Vestur-Evrópu. Alexander Suvorov, líklega einn mesti hershöfðingi sem uppi hefur verið, fór með rússneskan her yfir Alpana. Hann barðist á Ítalíu, hann vann alls staðar sigur. Alexander I. Rússakeisari fór fremst í fylkingu sigurvegaranna inn í París eftir endanlegan ósigur Napóleons við Waterloo. Bretum og Þýskurum þótti gott að njóta liðveislu Rússa þá sem oftar, en bakbitu þá samt stöðugt af mikilli innri þörf !
Rússar voru líka áberandi á Sigurdeginum í lok Seinni heims-styrjaldarinnar, enda lögðu þeir mest af mörkum fyrir þann sigur. Hvar væri Evrópa stödd í dag ef Hitler og hans óþverravald hefði sigrað í þeim hildarleik ? Spyrji þar hver sjálfan sig ? En Vestur - Evrópuríkin ásamt Banda-ríkjunum hafa alla tíð verið ákaflega treg til þess að láta Rússa njóta þar sannmælis sem í öðru. Þar hefur illmælgi og færi-bandarógur alltaf ráðið allri umræðu og ekki hefur það batnað þó Ráðstjórnarríkin liðu undir lok með sitt skipulag !
Í breskri sagnfræði, sem virðist oft ákaflega frjálsleg varðandi staðreyndir og sannleika, eru til dæmis orusturnar við Stalingrad og El Alamein iðulega settar upp sem sambærilegir vendipunktar í seinni heimsstyrjöldinni. Sú fyrri stóð í 5 mánuði og sú seinni í tólf sólarhringa. Líklega hefur mannfall við El Alamein verið um það bil 1/10 af mannfallinu við Stalingrad. En Bretar vilja líklega hafa túlkunina svona, þar sem þeim finnst að það þjóni þeirra hagsmunum betur. Þeir virðast hugsa allt út frá Viktoríu-tímanum þegar þeir þóttust heldur betur stórir, en það er liðin tíð !
Á Vesturlöndum hefur sem sagt alltaf verið gert í því að gera lítið úr Rússum og löngum hefur verið talað um þá sem klunnalega þjösna, frumstæða og ódannaða menn, grófa og ósiðaða. Maður spyr sig : Er þar um að ræða afleiðingar af einhverri inngróinni minnimáttarkennd eða hver fjandinn veldur þessum sívirku og hatursfullu viðhorfum ? En við getum svo sem spurt okkur sjálf ýmissa spurninga ef við viljum vera heiðarleg. Hver fann upp lotukerfið, hverjir sendu fyrst mann út í geiminn o.s.frv.o.s.frv. !
Viðskiptasaga Íslands og Rússlands er líka þess eðlis að hún er okkur til lítillar sæmdar. Viðskipti ríkjanna lágu svo til alveg niðri 1947-1953 samkvæmt kröfum erlendis frá. Menn ættu kannski að kynna sér hversvegna og þá af hverju þau voru tekin upp aftur og það af sjálfum Bjarna Benediktssyni, sem gerði það áreiðanlega þvernauðugur, en neyddist til þess og vegna hvers ?
Vegna tilraunar Breta til að kúga okkur í landhelgismálunum með löndunarbanni. Þar átti nú aldeilis að kefla okkur og ekki hjálpaði Nató. En Sovétmenn komu okkur þá til hjálpar og keyptu fiskinn af okkur. Skoða mætti líka olíuviðskipti okkar við Rússa, sem engin íslensk ríkisstjórn treysti sér til að afnema, því þau voru okkur svo hagstæð. Það má nefna trefla-samningana margumtöluðu sem redduðu verk-efnum fyrir íslenskar saumastofur, en þá voru embættismenn frá Íslandi sendir austur til að grátbiðja yfirvöld í Kreml um að vera svo góð að kaupa af okkur milljón trefla eða svo. Öll þessi viðskipti voru okkur mjög hagstæð en skiptu Rússa í sjálfu sér ekki mjög miklu máli, viðskiptalega. Þeir voru okkur bara vinsamlegir, enda Ísland enganveginn orðið það stórveldi þá sem það virðist telja sig núna, með tilheyrandi hrokalátum !
En Rússar hafa, eins og svo margar aðrar þjóðir, oft búið við vond yfirvöld og spillta ráðamenn. Varla erum við Íslendingar þó í þeirri stöðu að geta deilt mikið á aðra fyrir slíkt. Fyrir rúmri öld þegar við vorum að endurheimta fullveldi okkar, vorum við í miklu heil-brigðari þjóðfélags-stöðu en við erum í núna. Siðferði og heiðarleika hefur nefni-lega stórlega hrakað og græðgi merkir nú allt samfélag okkar og samt þykjumst við þess umkomin að geta gagnrýnt spillingu kerfis og ráðamanna í Rússlandi ?
Því miður erum við í engri stöðu til þess. Ættum við ekki fyrst að taka til hjá okkur ? Nóg eru verkefnin í því næstu árin. Um leið og við sendum sorp okkar íslenska neyslusamfélags úr landi í geysilegu magni og skítum út heiminn, tökum við á móti svo miklu magni af andlegum óþverra á öllum sviðum erlendis frá, að sú inngjöf er mikið til fær um að hreinsa allt sem heilbrigt er úr okkar samfélagi. Svo tíma-bær er spurningin - Hvenær skyldum við fara að taka til hjá okkur ?
Lítum bara á stöðuna ! Ekki tekur Kata Jakk til, ekki Bjarni Ben, ekki Siggi Frammari, ekki Samfylkingin eða Píratar eða Miðflokksmenn, og þaðan af síður Viðreisn og ekki einu sinni Inga Sæland !
Ekkert af þessu liði myndi ráða við verkefnið eða yfir höfuð vilja fara í það. Rannsóknarskýrsla alþingis hræddi sýnilega allt þetta forustupakk frá öllum tiltektar hugmyndum nú og eftirleiðis !
Skýrslan sú sýndi að spillingin var afar djúplæg í kerfinu, hvert lagið sett þar ofan á annað. Það þurfti því manndómsfólk til að moka þar út skítinn en hvaðan átti það að koma ? Það var ekkert lið fyrir hendi nema kraftlausir gráðubréfa-vesalingar, menn sem vinna hvergi afrek. Einvalalið til þjóðlegra dáða er ólíklega til á Íslandi í dag og allra síst í ríkis-kerfinu !
Og ég held eða óttast - því miður - að okkur sé þegar orðið það algerlega um megn að gera hreint fyrir okkar dyrum. Til þess erum við líklega þegar sokkin of djúpt !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:34 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 25
- Sl. sólarhring: 74
- Sl. viku: 594
- Frá upphafi: 365492
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 507
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)