Leita í fréttum mbl.is

,,Ađ stíga til hliđar !“

 

 

Rosalega er ţetta ofanskráđa nú flott umsögn eftir á ţegar spilling hefur veriđ afhjúpuđ. Ţegar samsektarklíkan ákveđur ađ einhver verđi ađ taka á sig skömmina svo hinir geti sloppiđ. Ţađ er ekki sagt hreint og beint - ,,Ég verđ víst ađ segja af mér !“ Nei, nei, nei. Ţá hrekkur blekkingarvörnin nánast sjálfkrafa í gang og međ henni kemur ţetta snyrtilega ósakhćfa útspil : ,,Ég stíg til hliđar !“

 

,,Ég bíđ svo bara á hliđarlínunni ef ţađ gefst síđar fćri til ţess ađ skutla sér inn í gróđahasarinn aftur. Ţađ verđur séđ um mig á međan og nógir peningar til stađar, ef ég fellst á ađ fórna mér fyrir hópinn. Starfslokasamningurinn minn var einmitt hafđur svo ríflegur ef eitthvađ svona kćmi fyrir !“

 

Ţannig hugsar gróđatökuliđiđ, spillingar-klíkan, baktjaldavaldiđ og auđvaldshirđin sem er ađ fara međ allt heilbrigt í ţessu samfélagi okkar lóđbeint til andskotans. Og dćmin eru orđin býsna mörg og ţau eru hreint ekki svo fá sem sýna yfirgengilega siđblindu og algjöran ábyrgđarskort í svo til öllum hugsanlegum greinum !

 

Ísland skiptir ţetta liđ engu. Man fólk eftir útrásarvíkingnum sem sagđi eftir hruniđ ,, Ég mun gera allt sem á mínu valdi stendur til ađ vinna Ísland upp aftur !“ En ţar var bara um innihaldslaus orđ ađ rćđa til notkunar fyrir afar tilfinningaríkt augnablik. Mađurinn hefur hinsvegar séđ um sig međ sínum hćtti allt til ţessa dags, og hefur víst ekki ţurft ađ stíga neitt til hliđar, enda líklega baktryggđur til fulls fyrir öllu slíku ónćđi !

 

Ţjóđhollusta er eiginleiki sem sannar sig međ verkum. Hin nýja auđstétt Íslands er hluti af hinu alţjóđlega auđvaldi og sem slík alveg laus viđ ţjóđhollustu. Ţeir sem ţar leika sér ađ illa fengnum milljónum eru tilbúnir ađ semja viđ skrattann um hvađ sem er. Engin siđagildi standa ţar í vegi. Tilgangurinn helgar međaliđ í öllu. Og víst er ađ fjandinn ţekkir sína !

 

,,Ađ stíga til hliđar“ yfirlýsingin er einskonar biđleikur í svikamylludćmum fjármálalífs og stjórnmála og hún felur margt í sér. Í fyrsta lagi er sá sem segist stíga til hliđar ekki ađ játa nein brot, í öđru lagi eru menn ađ koma sér undan hugsanlegri rannsókn, og í ţriđja lagi er viđkomandi ađ fórna sér fyrir hópinn, eins og ţađ heitir á hinu kerfislega innanhússmáli !

 

Fyrir ţađ eru slíkir fórnendur alltaf verđlaunađir á bak viđ tjöldin, út á hollustuna viđ sérgćskuna, og eitt er nánast víst ađ samfélagiđ verđur einhvern-veginn látiđ borga ţá reikninga ađ lokum !

 

Samtrygging spillingarafla er orđin gömul og gróin í landi okkar sem og víđast hvar. Leiđir hennar ađ fjármagni eru án takmarka og ţćr eru óspart nýttar í ţágu sérgćđa-fólks forréttindanna. Fólk úr hópnum er líka oftast í einhverjum leynifélagsskap sem heldur utan um samtrygginguna međ stökustu ađgát. Ţar er öllu stjórnađ og stýrt međ fullu samviskuleysi utan viđ alla hagsmuni almannaheilla !

 

Ef til vill ćtti forsćtisráđherra ađ láta taka saman tjónaskrá yfir ţađ hvernig samfélag okkar hefur veriđ hlunnfariđ og svikiđ undanfarin ár, í gegnum verknađi hinna fjölmörgu sérvaldsađila sem hafa stigiđ til hliđar. Ţađ gćti trúlega orđiđ verulega fróđleg lesning fyrir bćđi ţingiđ og ţjóđina !

 

Og í öllu falli ćtti íslenska ţjóđin nú, í gegnum alla umrćđu ótal spillingarmála, ađ vera ađ fullu upplýst um ţađ hvađ felst í ţeim gjörningi ţegar einhver lykil-manneskja í kerfinu segist ,,stíga til hliđar !“

 

Ţá er líkast til veriđ ađ fela eitthvađ, hylja slóđ einhverrar óţćgilegrar framvindu mála í formi lögleysu og svika, koma í veg fyrir ţá eftirgrennslan sem ein gćti afhjúpađ seka og hreinsađ saklausa frá illum grun. Allt ţetta sýnir ađ ekki er stađan góđ hjá ţjóđinni okkar, sem virđist ekki enn ţann dag í dag hafa fengiđ sjálfstćđi sitt međ frjálsum hćtti í hendur, fyrir stöđugum yfirgangi innlendra sem erlendra óţokka, sem eru sýnilega nćr ţví ađ vera djöflar en menn !

 

Spyrja má, á ţjónustufólk spillingarinnar áfram ađ fá ađ ástunda ţađ ,,ađ stíga til hliđar“ ţegar kemst upp um ólíđanlegt framferđi, svo ekkert verđi rannsakađ og öll rangindi fái ađ hafa sinn gang áfram sem hingađ til ? Má aldrei anda á spillingarhreiđrin í ţessu landi, í kerfinu jafnt sem utan ţess ? Er spilling virkilega orđin friđhelg hérlendis og varin af stjórnkerfinu í hvívetna ?

 

Ţarf heiđarlegt íslenskt fólk ţá ekki ađ fara ađ hugsa um ađ stíga til hliđar, út úr ţessu samfélagi, ef ţađ sama samfélag getur ekki ţrifist á annarri undirstöđu en botnlausum skít ?

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 24
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 593
  • Frá upphafi: 365491

Annađ

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 506
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband