22.7.2023 | 12:17
Er ríkisstjórnin á leið inn í uppgjör þar sem lömbin þagna ekki ?
Oft vill svo fara að allar vammir og skammir séu geymdar til ákveðins skiladags. Það gildir líklega um ríkisstjórnir eins og annað. Næstmesta undirlægjustjórn Nató sem vanvirt hefur sjálfstæðisbrag Íslands, stjórn Katrínar Kobbadóttur, hlýtur senn að fara að gefa upp andann enda nákvæmlega ekkert við hana að virða eins og stöðugt fleiri sjá og skilja !
Syndir þessarar ömurlegu ríkisstjórnar eru orðnar margar og verða líklega seint fulltaldar. Í fyrsta lagi var umboð hennar í byrjun til myndunar stjórnar ekki lýðræðislega óvéfengjanlegt, vegna þess að kosningarnar voru gallaðar. Í landi þar sem lýðræði væri haft í heiðri hefði verið kosið aftur. En þreföld spillingarklíka kom í veg fyrir það. Sú synd varð svo ranglætishvetjandi gjörningur fyrir alla framvindu mála í kjölfarið og öllum til skammar sem þar komu að málum og verður aldrei af þeim þvegin !
Stundum fer svo, að það sem á að verða kærleiksheimili, verður ekki kærleiks-heimili til lengdar. Stundum fer svo að friður slíks heimilis rofnar vegna þess að valdafjölskyldan á ekki lengur samleið. Þá fara jafnvel þeir sektarminnstu í hópmenginu að finna til vanlíðunar. Þegar svo er komið að lömbin þagna ekki, sama hvaða dúsu þau fá, hljóta menn að sjá að það er eitthvað mikið að og þannig er staðan og hún fer ekki batnandi !
Verndarmál barna, verndarmál fjölskyldu-eininga og friður hvers heimilis á að vera undirstöðumál í íslenska samfélags-kerfinu. Því er mikil nauðsyn á því að vammlaus og óumdeildur maður fari með slíka málaflokka fyrir hönd okkar allra. En á kærleiks-heimili sem er ekki lengur kærleiks-heimili, ýmissa vandræða vegna, er erfitt að láta hlutina ganga upp við kerfislæga sléttunarmeðferð, ekki síst þegar lömbin eru alveg hætt að þagna !
Uppgjör fyrrverandi kærleiksheimilis við eigin sögu verður í flestum tilvikum sársaukafullt ferli. Og oftast fara lömbin verst út úr öllum slíkum uppgjörsmálum. Þeir sem mest hafa unnið til saka sleppa oftast best, enda er allt okkar lögskipaða gatasigti miðað við það og ekkert annað !
Og sannarlega er núverandi ríkisstjórn það aumasta sem maður hefur séð frá því að maður fór að fylgjast með stjórnmálum þessa lands og það er vægast sagt langt síðan. En aldrei hafa mál farið batnandi á þeim tíma og nú virðist botninum náð í þeim efnum !
Fyrir allnokkrum árum var maður eiginlega orðinn sannfærður um það að spillingin í stjórnkerfinu væri búin að gera okkur að svokölluðu bananalýðveldi. En nú er maður því miður orðinn þeirrar skoðunar, að við séum eiginlega komin niðurfyrir þá stjórnarfarslegu aumingja-stöðu. Svo hröð hefur afturförin verið, en samt hlær núverandi forsætisráðherra í veislum í útlöndum í anda Nerós !
Engin íslensk ríkisstjórn hefur getað stjórnað efnahagsmálum hér, það hefur alltaf verið efnahagsmálaöngþveiti í landinu. Þegar úr öllu hófi hefur verið keyrt sem oft verður, hefur vandræðunum jafnan verið sturtað niður til almennings. Hann hefur alla tíð þurft að borga stjórn-leysið og það er þá kallað þjóðarsátt !
En sá gjörningur hefur alltaf verið með öfugum formerkjum. Þjóðin hefur verið látin borga alla svikareikninga um leið og útlendingum er stöðugt hyglað á kostnað lands og þjóðar. Svona stjórnunarlag er ekkert nema rakinn þjóðarglæpur og getur aðeins endað með hruni allrar velmegunar í þessu landi !
Og hvað segir svo íslenska þjóðin við þessar aðstæður, lömb landsins, af hverju jarma þau ekki miklu meira og kalla á uppgjör við allan kærleiksheimilis-óþverrann ? Er þjóðin orðin ónæmis-bólusett fyrir allri stórspillingunni í landinu ? Hvenær ætlum við að vitkast og ná áttum ? Þurfa allir innviðir að bresta áður ?
Er kannski búið að setja lágmarks-kvóta á alla dómgreind í landinu og ætlar þjóðin að fara dansandi inn í kjarnorkustríð það sem Vesturlönd, undir forustu hins fallandi heimsveldis Bandaríkjanna, virðast vera að trekkja upp ? Eiga lömbin kannski að þagna þá vegna þess að þau verða þá öll dauð ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:24 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 24
- Sl. sólarhring: 73
- Sl. viku: 593
- Frá upphafi: 365491
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 506
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)