29.7.2023 | 11:23
Saga hinna villuráfandi endurtekur sig !
Á miklum örlagatíma í sögu Gyðinga gerðist það, að þeir heimtuðu að fá konung yfir sig, eins og þjóðirnar í kring. Þeir voru ekki lengur sáttir við að hafa ósýnilegan konung, jafnvel þótt hann væri hinn Almáttugi Guð. Þeir vildu fara leiðir síns eigin vilja og Guð lét það eftir þeim til að sýna þeim í reynd hvers þeir væru að biðja. Konungar hafa sjaldnast verið almenningsvænir !
Framhaldið þekkja menn. Sál var smurður sem konungur Ísraels, en hann fór strax út í óhlýðni og uppreisn gegn boðum Guðs. Og honum var afneitað af Almættinu og hann féll að lokum á Gilbóafjalli fyrir eigin sverði. Þessi fyrsti konungur Ísraels var algerlega misheppnaður maður og örlög hans urðu dæmigerð fyrir svo marga konunga, sem hafa glatað sál sinni í gegnum aldirnar, fyrir sakir hroka, ágirndar og sjálfs-upphafningar !
Þegar menn hætta að trúa og treysta á Guð, fara þeir að festa trú sína við eitthvað annað. Þeir eignast sín skurðgoð og tilbiðja þau. Vestur-Evrópa sem er afkristnuð að stórum hluta, vegna ótryggðar við kristin gildi og sofanda-háttar margra þjóða þar gagnvart alda-gamalli arfleifð sinni, hefur eignast sín skurðgoð. Þeim er ætlað að koma í staðinn fyrir trúna og traustið á Guði !
Fyrsti konungur Ísraels hét Sál og nafn hans var ekki út í bláinn. Baráttan stóð um sál hans. Hann stóðst ekki manndóms-prófið sem hann þurfti að gangast undir og hann glataði öllu. Þannig fer enn fyrir mörgum þó þeim hafi verið mikið gefið. Sál glataði sál sinni. Það er nokkuð sem aldrei vinnst aftur. Það er eilíf lífs-glötun !
Eitt helsta skurðgoð Evrópu í dag er Nató. Æðstiprestur Nató er Jens Stoltenberg, en það er annar ,,höfðingi á bak við hann og annar ,,höfðingi á bak við þann mann. Allir þessir menn eru merktir því valdi sem ræður þeim og þar vantar hvorki hroka, ágirnd eða sjálfsupphafningu. Af ávöxtunum verður eðli manna þekkt og ávextirnir í þessu dæmi eru ekki helgaðir friði. Þeir eru helgaðir stríði, yfirgangi, valdafíkn og botnlausum hroka !
Í musteri Nató í Brussel er engin Guðstrú til staðar, ekki frekar en í musteri Evrópusambandsins þar. Andavaldið sem þar stjórnar öllu er ekki að ofan. Það er að neðan. Það stefnir ekki að framtíðarlífi mannkynsins, það stefnir að útrýmingu þess. Og verkfærin til þeirrar útrýmingar hefur það vald þegar valið sér !
Slík útrýmingarplön hafa margoft áður verið hugsuð og reynd í sögu mannkynsins. Það sem er að gerast í dag er sönnun þess að sæði hins illa var ekki gjöreytt 1945. Það lifðu nógu margir af hirðmönnum nazistaríkisins til að planta því aftur, í skjóli nýrra valdhafa. Vesturveldin sýndu sæði þessu allt frá byrjun mikla velþóknun, enda var það frá upphafi á þeirra vegum !
Það kom strax í ljós eftir stríðslokin 1945 að ný heimsveldisstefna var í mikilli uppsiglingu. Hún var knúin fram í nafni Pax Americana, hins ameríska friðar. Sá falski friður hefur orðið þjóðum jarðar dýrkeyptur til þessa. Marshall-mútukerfið batt margar þjóðir á klafa fjárhagslegrar kúgunar. Hið illa sæði ófriðar og yfirgangs fékk aftur að dafna undir nýju flaggi blekkingar og svika. Heimsveldis-draumar yfirgangsmanna söfnuðu kröftum !
Hakakrossinn vék en vék þó ekki. Hann steig bara til hliðar um stundarsakir, eins og afhjúpaður bankastjóri. Strax 1949 var búinn til sérstakur aðhlynningar-garður fyrir gróðrastíu og vaxtaröfl hins ráðandi og ríkjandi yfirgangs Nató !
Í þeim kortum sem teiknuð voru þá fyrir komandi tíð, hefur aldrei verið myndað svo mikið sem eitt strik í þágu raunverulegs friðar á þessari jörð. Hin mjög svo mannkyns-fjandsamlegu áform heimsvalda-stefnunnar hafa hinsvegar verið afhjúpuð rækilega á undanförnum árum !
Og uppskeran leynir sér ekki, hún er farin að blómstra á ný í Evrópu, til ills og bölvunar fyrir álfuna alla. Til hvers var barist og varist 1939-1945, ef það á að láta sæði hins illa gjörspilla heiminum enn á ný með tugmilljóna manndrápum, undir alræði manna sem eru ekkert nema útsendarar djöfulsins ?
Það er sagt heitt í helvíti, en það verður víða kalt í Evrópu næsta vetur. Kannski leggst líka veturinn snemma að eins og 1941 ? Þýska þjóðin kynnist því þá kannski hvernig hermönnum hennar leið undir lokin í Stalingrad. Þangað voru þeir sendir af einum verstu yfirvöldum sem til hafa verið á þessari jörð og þaðan til heljar !
En Þjóðverjar virðast ekki hafa lært mikið af helför þeirra. Þeir fylgja Natóvaldinu og virðast beygja sig þar undir allt bókstaflega allt, og eru að glata sjálfstæðri reisn sinni fyrir vikið, ef þeir náðu henni þá nokkurntíma aftur eftir stríð ?
Hin gjörspillta og óhæfa bandaríska Bidenstjórn, er að leiða Vestur-Evrópu til algerrar glötunar í hófleysi hroka síns, meðan hinar rammpólitísku fréttastofur eru látnar lofsyngja lygina sem aldrei fyrr !
Það vantar því ekki að skrattanum er skemmt á okkar tímum, þegar æðstu-prestarnir leiða lýðinn beint til heljar, að boði hans !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:56 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 24
- Sl. sólarhring: 73
- Sl. viku: 593
- Frá upphafi: 365491
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 506
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)