Leita í fréttum mbl.is

,,Vinstra fólk, forđist Vg íhaldiđ !“

 

 

 

Ţar sem ţetta er ţúsundasti pistillinn sem ég skrifa hér á bloggiđ,vil ég helga hann sérstöku ţjóđvarnarmáli sem orđiđ er mjög brýnt ađ vara viđ. Ţađ er einbeitt áskorun til allra ţjóđhollra manna í ţessu landi, ađ fylgja ekki lengur ómerkingum sem hafa dćmt sjálfa sig úr leik í allri umrćđu - međ alhliđa gildisleysi !

 

Allt ţađ vinstrisinnađa fólk sem hefur veitt Vg stuđning á undanförnum árum og er búiđ ađ gera sér grein fyrir svívirđilegum stefnusvikum ţeirrar vesćlu flokksnefnu, hvet ég til ađ yfirgefa ađ fullu og öllu flokk ţann og styđja ţau frambođ í nćstu kosningum sem berjast af heilindum fyrir almannahag !

 

Ţađ ţarf ţó fyrst og fremst ađ koma róttćku frambođi inn á ţing og til áhrifa og gefa nýju afli af ţví tagi tćkifćri til ađ sýna hug sinn og dug međ pólitísku framtaki. Ţađ vantar slíkt frambođ og einnig heilshugar frambođ fyrir sjálfstćđi lands og ţjóđar !

 

Viđ sem erum kjósendur í landinu getum losađ okkur og ţjóđina viđ Vg í nćstu kosningum. Ţađ er, ađ mínu mati, engin manneskja lengur í forustusveit Vg sem verđskuldar virđingu fyrir störf sín. Ţađ er sárgrćtilegt ađ nánast ein óvenju athyglissjúk kona skuli hafa getađ dregiđ heilan flokk, undanfarin ár inn í 100% ţjónkun viđ versta andstćđing yfirlýstrar stefnu sinnar !

 

Verđlaunum ekki tćkifćrissinnasvik Vg og losum okkur viđ ţessa ömurlegu henti-stefnuklíku. Kjósum ekki heldur Sam-fylkinguna sem vinstri kost ţví ţađ er ađ fara úr öskunni í eldinn. Allur stuđningur viđ krata endar í Brussel. Fellum Vg út af ţingi en styđjum samt ekki krata til valda í ţessu landi. Stefna krata í málefnum Evrópu hefur skađađ álfuna meira en flest annađ síđustu áratugina !

 

Viđ ţurfum vinstra frambođ sem stendur í lappirnar. Ekki óţurftarliđ sem hleypur á spena hjá íhaldinu og gleypir viđ bitlingum og bófaklćkjum pólitískra svika-gjörninga. Viđ ţurfum heldur ekki mennta-snobbađa pírataelítu sem virđist berjast 99,5% fyrir réttindum útlendinga í landinu !

 

Viđreisn getur aldrei orđiđ neinn eđlilegur valkostur fyrir kjósendur ţegar menn skođa máliđ međ íslenska ţjóđar-hagsmuni í huga. Ţar er tćkifćrissinna-háttalagiđ í fyrirrúmi í öllum efnum. Hvađ er til ráđa ţegar allir sem sitja á ţingi virđast klikka sem varnarmenn fyrir Ísland og einblína bara á egóiđ og eigin ferils-skrá ?

 

Ţau tćpu 15% sem í sjálfstćđisflokknum eru og standa líklega undir ţví ađ vera sjálfstćđismenn í raun og veru, ráđa engu í flokknum og er haldiđ ţar frá öllum völdum. Ţađ kom annar andi í bćinn ţar međ Bjarna Ben. Ţađ sjá jafnvel blindir menn í dag !

 

Framsókn er ekkert nema stefnuvillt fyrir-bćri frá fyrri tíđ sem virđist ekkert vita í sinn haus og Miđflokkurinn er nokkurskonar tilraunar-útvöxtur af ţeim meiđi. Ţó er síđarnefndi flokkurinn ađ öllum líkindum skömminni skárri !

 

Flokkur fólksins nćr ekki ţví flugi héđan af sem hann hefđi ţurft ađ ná. Ţar vantar miklu meiri kraft og festu ţó sitthvađ sé talađ. Svo hvađ er til ráđa ? Kannski ćttu menn ađ gefa Sósíalista-flokknum tćkifćri til vaxtar, en hann ţyrfti ţá ađ fá verulega fylgisaukningu. Til ţess ađ svo geti orđiđ ţarf samt vissa hugarfars-breytingu međal landsmanna. En hennar er ţörf !

 

En umfram allt, gefum Verstu greyjunum, hvíld og ţađ til frambúđar. Ţau eru búin ađ ţreyta ţjóđina nógu lengi, sjálfum sér til ćvarandi skammar, og ţjóđinni til langtíma vansa. Orđstír ţeirra er gjör-fallinn og ekkert getur lengur bćtt ţar úr málum. Byggjum eitthvađ bitastćtt upp í forustumálum alţjóđar. Oft hefur veriđ ţörf á ţví en nú er alger neyđar nauđsyn á ţví til stađar !

 

Fyrsta heilbrigđa skrefiđ til góđrar framvindu, er ađ losa sig ađ fullu og öllu viđ Verstu greyin, ţennan flokksrćfil sem er orđinn fullkominn viđbjóđur í augum allra ţjóđhollra manna yfir línuna í ţessu landi !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 598
  • Frá upphafi: 365496

Annađ

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 511
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband