Leita í fréttum mbl.is

Í bláum veruleika !

 

 

 

Veruleikinn birtist fólki međ ýmsu móti. Nokkuđ stór hluti af mannkyninu virđist haldinn ranghugmyndum og vill mála sitt umhverfi ađ vild sinni, óháđ ţví hvađ öđrum finnst. Ţar kemur heilbrigđ hugsun ákaflega lítiđ viđ sögu eđa lýđrćđisleg afstađa og ţví er rugliđ í veröldinni oftast í meira lagi !

 

Sumir eigna sér umhverfi í bláu og vilja sjá allt í bláu. Ađrir eigna sér alla regnbogalitina og regnbogann í ofanálag og eignaréttur í augum slíkra ađila verđur ţá mjög svo afstćtt hugtak. Sumir vilja sjá allt í rauđu og ropa hátt um ţađ, enn ađrir vilja sjá umhverfi sitt í grćnum veruleika og sjást ţá ekki fyrir. Hver vill eiga svokallađ sitt međ réttu eđa röngu og margar manneskjur virđast fara létt međ ađ upplifa sig sem nafla veraldar eđa jafnvel alheimsins og ţá er egóiđ komiđ upp í hćstu hćđir !

 

Allt getur ţetta veriđ mjög skrautlegt út af fyrir sig, en varasamt ţó á margan hátt, einkum međ hliđsjón af álagi á sálarlega stöđu. Verst er ţó ţegar algjör umskipti verđa međ ţví hugarfarslega róti sem slíku fylgir oftast. Til dćmis ţegar manneskja sem hefur viljađ sjá allt í grćnu tekur upp á ţví ađ vilja sjá allt í bláu !

 

Ţađ gerist til dćmis ţegar veruleikinn verđur skyndilega allur annar og ţá líklega fyrir einhvern ţrýsting rang-hugmynda. Ţegar slíkt gerist á vafalaust einhver persónuleikabreyting sér stađ hjá viđkomandi manneskju sem einungis er ţá trúlega á fćri afburđa sálfrćđinga ađ skilgreina !

 

Ég fór fyrir nokkru ađ velta slíkum persónuleika-sveiflum fyrir mér og ţar sem ég vildi nú ekki beinlínis hugleiđa slíkar umveltur út frá manneskjum, tók ég miđ af ţví ađ lítil gul hćna, eđa segjum bara, lítil grćn hćna, vildi allt í einu verđa blá ? Hvađ ţá ?

 

Hvernig kemur ţađ út, ţegar veröld sem var međ grćnan hugarheim í lífi lítillar grćnnar hćnu, fćr bláan hugarheim ? Verđur ţá hćnan sjálf ekki slíkum breytingum undirorpin og breytist hún ţá ekki bara í litla bláa hćnu ?

 

Og hvernig kemur henni til međ ađ líđa eftir slíka umsköpun ? Hefur ţá ekki ýmislegt fariđ forgörđum sem áđur ţótti ástćđa til ađ varđveita ? Verđur ekki allt verđmćtamat annađ ? Eđa má segja : ,,Sjá, hiđ gamla er fariđ, ný sköpun hefur orđiđ til !“ Ţađ geta svo sem veriđ ýmsir undarlegir leyndardómar í kringum slíkar persónuleikabreytingar, en í ţessum pćlingum varđ mér á ađ yrkja eftirfarandi vísur sem kannski segja sitt og ţví lćt ég ţćr fylgja hér međ :

 

 

Litla, bláa hćnan

 

 

Hún elskar líf sem allt er blátt

og eltir ţađ á röndum.

Og kann ađ hoppa og hlćja dátt

međ hönum úti í löndum.

 

Hún ćđir jafnan stađ úr stađ

og stundar sig ađ grafa.

Fólk skilur ekki eđli ţađ

sem umskiptingar hafa.

 

Úr einu hún í annađ fer

ţó allt hún viti fátt um.

Og fettubrettu ferliđ er

á flugi í öllum dráttum.

 

Og ţótt hún segi ţetta og hitt

er ţađ sem hvati á ćlu.

Hún gerir alltaf gaggiđ sitt

ađ glappaskotaţvćlu.

 

Svo uppi á borđi engan séns

hún öllu lengur hefur,

ţó kroppi hún margt í kringum Jens

sem korniđ henni gefur.

 

Ţví hann sem fyrr er henni kćr

sem himintengdur gođi.

En sannleikskorn hún fráleitt fćr,

sú fćđa er ekki í bođi.

 

En samt hún kýs ađ brosa breitt

á blárra óra valdi,

sem virđast snúast um ţađ eitt

hún áfram stöđu haldi.

 

Ţar unir hún sér alla tíđ

viđ egó skammtinn vćnan.

Og gefur skít í land og lýđ,

- litla, bláa hćnan !

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 26
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 595
  • Frá upphafi: 365493

Annađ

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 508
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband