Leita í fréttum mbl.is

Norđur-Atlantshaf og Svarta haf ?

 

 

 

Nató var stofnađ í upphafi um lífćđina Norđur Atlantshafiđ, til ađ tryggja ađ umrćtt hafsvćđi yrđi óumdeilanlega í höndum Vesturveldanna um ókomin ár. Sumir telja ađ kafbátahernađur Stór-Ţýskalands nazismans í Seinni heimsstyrjöldinni hafi komist nálćgt ţví ađ hindra ađ fullu birgđaflutninga međ siglingum frá Banda-ríkjunum til Bretlands. Međ stofnun Nató átti ađ koma í veg fyrir ađ slík örlaga-hćtta gćti skapast aftur !

 

Í dag er Natóbandalagiđ hinsvegar notađ sem varđhundur fyrir töluvert miklu meira hafsvćđi en Norđur Atlantshafiđ.Banda-lagiđ virđist til dćmis skilgreina Svarta hafiđ núorđiđ innan sinna gćslumarka. Útţensluhugsunin sem í ţví felst felur í sér beinn yfirgang gagnvart rétti annarra ríkja. Ţar er ekki varnarhugsun í gangi heldur árásarhugsun og ágangur á rétt annarra ţjóđa !

 

Ef Bandaríkin vestanhafs, sem stjórna Nató austanhafs,vilja ráđa á Svartahafi, austur í heimi, í annarri heimsálfu, ćtti engum ađ ţykja skrítiđ ađ Rússland vilji hafa eitthvađ um ţađ ađ segja, stórveldi sem á land ađ umrćddu hafi ađ stórum hluta !

 

Samt eru stöđugt sendar út fréttir um yfirgang Rússa á ţessu svćđi, en ekki er minnst á yfirgang Bandaríkjanna og Nató á hafi sem ćtti ađ vera utan ţeirra lögsögu. Í vörn sinni fyrir eigin hagsmunum vilja Bandaríkin í raun ráđskast međ allan heiminn !

 

Ţađ hefur ţýtt og mun ţýđa viđvarandi stríđsátök víđa um heim. Ekkert ríki skapar meiri ófriđ í ţessari veröld en Bandaríkin og svo hefur lengi veriđ. Ţađ ćttu menn nú ađ geta séđ eftir áratuga reynslu af heimsyfirráđastefnu Pentagon-ríkisins !

 

Hefđi Nató veriđ lagt niđur eftir hrun Sovétríkjanna og stefnt ákveđiđ ađ friđi, vćri ástand heimsmála ađ öllum líkindum mun betra í dag en ţađ er. En Vesturveldin vildu ekki ganga veg friđarins. Ţau vildu halda sínum hernađarmćtti óskertum og hafa áfram fulla burđi til ađ deila og drottna um allan heim. Ţađ hefur alltaf veriđ ţeirra meginmarkmiđ og vegna ţess virđast haukar ţeirra tilbúnir ađ hefja ótak-markađa styrjöld og breyta međ ţví heiminum í blóđugan vígvöll og gera alls-herjar ruslahrúgur úr helstu borgum heims !

 

The Secret Military Plan, Operation Unthinkable, hugmynd Churchills í lok síđari heimsstyrjaldar, sem fór í ţróun af hálfu breska hersins og Bandaríkjanna strax í maí 1945, er bersýnilega enn til stađar á skođunarborđum Nató. Sú hugmynd hefur aldrei ţýtt annađ en ađ ţriđja heimsstyrjöldin verđur sett af stađ og ţessari veröld verđur eytt í vítislogum kjarnorkustyrjaldar !

 

Hvernig er međ kerfisbatterí Sameinuđu ţjóđanna, sem illu heilli var byggt upp í New York ? Hefur ţađ aldrei séđ ástćđu til ađ gagnrýna framferđi Bandaríkjanna um allan heim, ađ bandarísk réttindi séu í forgangi alls stađar. Er allur heimurinn viđurkenndur af ćđstu stjórn S.Ţ. sem bakgarđur Bandaríkjanna ?

 

Af hverju eru lönd eins og Rússland, Kína, Indland og nokkur fleiri, yfirleitt ađ taka ţátt í starfi eđa öllu heldur starfsleysu S.Ţ. ? Öll yfirstjórnin ţar ţjónar undir Vesturveldin og hefur alltaf gert og aldrei veriđ hlutlaus. Ađalritarar S.Ţ. hafa aldrei veriđ neitt annađ alla tíđ en auđmjúkir skrifstofumenn í pappírs-bákni blekkingar og svika og hneigt sig og beygt eftir húsbóndans vilja !

 

Sameinuđu ţjóđirnar hafa ţannig aldrei náđ ţví ađ verđa eitt eđa neitt. Bandaríkin eyđilögđu alla möguleika samtakanna til ađ verđa mannkyninu ađ einhverju gagni. Ţau voru nánast frá upphafi gerđ ađ ómerkilegu leikfangi í höndum pólitísks rétttrúnađar á Vesturlöndum. Ţađ ćtti umsvifalaust ađ leggja S.Ţ. niđur og bygging samtakanna í New York getur ţá bara hýst deildir úr Pentagon eđa CIA međ öđrum svikahćtti !

 

Ađalstöđvar slíkra samtaka, ef trúverđug hefđu átt ađ verđa, hefđu miklu frekar átt ađ byggjast upp í Sviss. Fyrir tíu árum hefđi ég kannski freistast til ađ nefna Svíţjóđ ađ jöfnu, en Norđurlöndin eru nú öll rúin trausti í alţjóđlegum skilningi og öll talin heilaţvegin Natósleikjuríki. Neđar verđur varla komist í beinum undir-lćgjuhćtti gagnvart erlendu valdi !

 

Ţađ er athyglisvert ađ aukiđ kvennavald í norrćnni pólitík virđist hafa gert Norđurlöndin ađ hálfu viljugri leikbrúđum í höndum Nató en áđur var. Var ţó nóg ţjónkun ađ margra mati til stađar í ţeim efnum frá fyrri tíđ svo stríđsmaskínan gćti fengiđ sitt !

 

En norrćnar konur í valdastöđum virđast finna svo föđurlega vernd hjá Jens Stoltenberg ađ ţćr standast ekki sjarma hans.Ţarf ekki langt ađ fara til ađ sjá dćmin um ţađ. En ćrlegur sjálfstćđisbragur viđkomandi landa er ţví miđur orđinn svipur hjá sjón eftir allan undirlćgju-háttinn og alţjóđleg gildis-stađa Íslands virđist nú skilgreind sem tómt viđhengi viljugustu ţjóđar viđ stríđsstefnu Bandaríkjanna og Nató !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 31
  • Sl. sólarhring: 80
  • Sl. viku: 600
  • Frá upphafi: 365498

Annađ

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 513
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband