17.10.2023 | 11:44
Skattheimta skítmennskunnar !
Lengi framan af ævi var ég stuðningsmaður Ríkisútvarpsins. Það má jafnvel segja að ég hafi verið hollvinur þess og talið það nauðsyn fyrir land og þjóð. Það átti meðal annars að kynna okkur sem sjálfstæða þjóð og vaka yfir því að við héldum okkur í þeirri stöðu. Þannig held ég að margir fleiri hafi hugsað á þeim árum !
Það var margt gott efni í útvarpinu hér áður fyrr, þjóðlegt efni og þroskandi og tengingin við fólkið í landinu virtist heilbrigð og sönn, þannig að útvarpið virtist vera að skila hlutverki sínu með ágætum. En nú er öldin önnur í þessum efnum - vægast sagt !
Mér finnst að á seinni árum hafi útvarpinu eiginlega verið stolið frá þjóðinni. Það er ekki lengur þjóðlegt eða þroskandi. Það er bara orðið ömurlegt fyrirbæri. Sem Íslendingur get ég ekki lengur meðtekið það sem menningareflandi íslenskan fjölmiðil.Dagskráin virðist eiginlega bara meira og minna einhver meiningarlítil menningarsuða fólks sem virðist vera að farast úr fjölmenningarfári og egoisma !
Það er eins og einhver áróðursklíka innantómrar sjálfselsku og sérhagsmuna-legra bolabragða hafi tekið yfir allt og dagskráin virðist mér nánast undan-tekningarlaust einómur slíks efnis. Markaðshyggjan er látin valta yfir allt og þjóðlegum viðhorfum er nánast úthýst með öllu fyrir endalausa menningarslepju !
Ekki veit ég hver fjandinn stjórnar svona öfugum vinnubrögðum, en ég þykist nú gjörla vita að Ríkisútvarpið mitt gamla sé dautt og meira að segja verra en dautt. Það er orðin ógeðsleg andstæða þess sem það var og átti að vera. Það tók mig nokkurn tíma að trúa því virkilega að hlutirnir væru orðnir svo falskir og ómerkilegir sem þeir eru. En ég gat ekki sætt mig við fréttalygabatteríið lengur !
Það er sem sagt orðið fullljóst í mínum huga, eftir illa reynslu af síversnandi hamskiptum fjölmiðilsins, að Ríkis-útvarpið er ekki lengur það sem það var. Það er orðið að umskiptingi þjóðleysu og gervimenningar. Það stendur ekki lengur neinn vörð um sameigin-legan arf okkar Íslendinga. Skyldur þess virðast allar orðnar handan hafs og bera fáu því vitni sem verja ber fyrir okkar hönd !
Einhverjir fyrirlitlegir ómenningarhópar virðast nú ráða lögum og lofum í þessu, að mér finnst, úrkynjaða útvarpi og endalaust útlendingadekur og flæði af ómerkilegu bulli virðist nú fylla hverja rás. Og svo erum við öll skattlögð fyrir þennan ósóma, sem er okkur þó ekki lengur þjóðvanda-bundinn á nokkurn hátt og engu íslensku til framdráttar. 20.200 kr. skattur er þar lagður á hvern og einn með valdboði !
Ég vildi sannarlega sjá þær krónur fara í eitthvað uppbyggilegt. Þær gera það ekki þarna. Ég vil að menn almennt afneiti þessum skatti sem á engan rétt á sér lengur. Hvernig er hægt að fara svona með hlutina ? Eru Íslendingar að missa allt þjóðlegt úr höndum sér og verða að algerum viðrinum í þessu ríksútvarpslausa samfélagi sem virðist ekki hafa neina heilbrigða stýringu lengur ?
Við höfum átt ýmislegt í þjóðlegum skilningi mála frá fyrri tíð, en margt af því virðist sannarlega hafa verið eyðilagt í hamslausri efnishyggju-græðgi síðari ára sem virðist ekki þekkja nein takmörk lengur. Íslenska þjóðin er þar komin fram á ystu nöf !
Það virðist hreint út sagt lítil sem engin heilbrigð hugsun viðhöfð í fréttaflutningi þessa skrumskælda fyrirbæris sem nú er kallað Ríkisútvarp okkar Íslendinga, en er það ekki lengur. Fátt undirstrikar að þar sé um að ræða sjálfstæðan fjölmiðil sem ber sjálfstæðu ríki eðlilegan vitnisburð. Sú svikastaða sannleiks-málanna ætti að hreyfa við hugsun hvers sjálfstæðs Íslendings og við slíkar aðstæður óboðleikans ætti fólk að rísa upp gegn ómennskunni og hrópa : ,, Við mótmælum öll !
Til dæmis er öllu efni útvarpað frá vestrænum fréttastofum eins og heilögum sannleika og ekkert sannprófað. Fólk er því ekki lengur að hlusta á fréttir, það er að hlusta á áróður, sem virðist að miklu leyti settur saman úr tómum lygaþvættingi og það út í gegn !
Mér ofbauð að lokum svo gjörsamlega hvernig komið var, að ég hætti fyrir rúmu hálfu ári að hlusta á sjónvarpsfréttir og fréttatengda þætti frá þessari endur-varpsstöð Nató, sem hér er nú rekin fyrir íslenskan skattpening og kölluð ríkis-útvarp. Ég fann fljótlega að það gerði mér bara gott og að ég gat notað tímann í miklu þarflegri hluti !
Ég þrífst nefnilega ekki á lygum og einhverri fréttamafíu-framleiðslu sem send er á pólitískum færiböndum frá ESB og Nató í Brussel. Enginn ærlegur maður ætti að hlusta á efni sem er honum til vits-munalegs tjóns og gerir hann að lakari manneskju en ella !
Sumir starfandi fréttamenn virðast orðnir svo ákafir í að verða frægir fyrir að afhjúpa einhverja hliðstæðu af Watergate spillingarmáli, og ganga svo langt í þeirri löngun sinni, að full ástæða er orðin til þess að gjörðir þeirra sjálfra séu rannsakaðar og afhjúpaðar. Þeir eru þá komnir út fyrir allt velsæmi !
Í sumum tilfellum virðast þeir sjálfir búa til spillingarmálin. Ég fæ ekki betur séð en að Páll Vilhjálmsson stórbloggari hafi einmitt bent á ýmsar hættur sem skapast geta í kringum slík mál og hafa þær upplýsingar verið sérlega athyglisverðar og umhugsunar-verðar svo ekki sé meira sagt !
Ég vil halda í þjóðlega réttlætiskennd mína, sannleiksást og siðvitund. Ég geri það ekki með tengslum við ónýtt frétta-batterí eins og hið gildisfallna Ríkis-útvarp. Það þjónar nú allt öðrum tilgangi, að mínu mati, en því gamla þjóðlega viðhorfi að halda Íslendingum á heil-brigðum grundvelli mennsku og manndóms og leitast við að segja sannleikann. Þar er um mikla afturför að ræða í öllu siðrænu tilliti. Það er hryllingur að verða vitni að slíku !
Þegar ég horfi yfir mjög svo umrætt, en að minni hyggju, mjög svo spillt og eyðilagt svið frjálsrar íslenskrar hugsunar hjá viðkomandi fjölmiðli, renna mér í hug eftirfarandi hendingar :
Burt er það sem bætti haginn,
bjargaði mörgu í gegnum daginn.
Enginn lengur yls þar nýtur,
eftir situr bara skítur !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:06 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 35
- Sl. sólarhring: 84
- Sl. viku: 604
- Frá upphafi: 365502
Annað
- Innlit í dag: 32
- Innlit sl. viku: 517
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)