Leita í fréttum mbl.is

Rústum því ekki sem rétt er !

 

 

Erum við sem þjóð að vaxa eða rýrna ? Er þjóðlegt gildi okkar meira í dag en það var um aldamótin síðustu ? Erum við að ganga til góðs til framtíðar ? Erum við að styrkja siðferðilega undirstöðu íslensku þjóðarinnar ? Stöndum við á sterkari grunni en áður ?

 

Ég hygg því miður að öllum þessum spurningum sé ekki hægt að svara öðruvísi en neitandi. Við höfum eyðilagt félags-hyggju viðhorf þjóðarinnar. Við höfum eyðilagt ungmennafélagsandann og þar með heilbrigða íþróttahreyfingu í landinu. Við höfum leitt þar peningaguðinn til alveldis og lútum þar hans boðum. Við höfum sundrað samvinnuhreyfingunni og leyft innanbúðar oligörkum að yfirtaka fjármuni hennar. Og við höfum eiginlega gert alþýðusambandið að einhverju sem enginn veit í dag hvað er !

 

Félagshyggju systurnar þrjár, Ungmenna-félags-hreyfingin, Samvinnu-hreyfingin og Verkalýðs-hreyfingin eru ekki lengur það sem þær voru. Það er engin ræktun lands og lýðs í gangi. Það er bara sérgæska í gangi í þessu samfélagi. Menn sem eiga peninga og hafa eignast þá að mestu eftir svörtum leiðum, rækta bara sinn hag á kostnað samfélagsins. Og samt virðast þeir telja sumir hverjir að þeir hafi mikla samfélagskennd. Ástand þjóð-félagsins sýnir samt að hin miklu áhrif auðmanna á samfélagið hafa gert það ómanneskju-legra, kaldara og eins og því sé spýtt um sviðið út úr gráðugum kjafti Mammons !

 

Kynslóðin sem byggði upp hið íslenska þjóðfélag er nú sem óðast að hverfa, afgangur hennar situr í dag á elli-heimilunum og hugsar með sér : – ,,Ekki var það nú þetta sem við vildum byggja upp, hvernig í ósköpunum gat þetta farið svona ?“ En sérgæskan fékk bara að éta upp samkennd þjóðarinnar og var studd til þess á allan hátt af samskonar öflum erlendis frá, siðlausum og illum !

 

Og nú er svo komið að þjóðin veit ekki lengur hvað hún er. Fullt af fólki virðist bara snúast um sjálft sig og velkjast í vafa um líf sitt og manngildi. Það veit jafnvel ekki lengur af hvaða kyni það er. Og allskyns félagastofnanir eru settar á koppinn, sem sannarlega eru ekki til þess að efla samfélagið. Það virðist hver slíkur hópur vera á sinni einkakrossferð, með sínar kröfur í það, sem er þegar á leið með að verða andlegt og siðferðilegt þrotabú þjóðarinnar !

 

Það góða sem við eigum sameiginlegt virðist sífellt minnka og þar með líkurnar á því að fólk eigi samleið til framtíðar. Það er Mammon sem ræður för og nú er verslað með alla hluti, jafnvel það sem nánast enginn hefði verslað með fyrir hálfri öld. Hvað kostar ein æra, hvað kostar samviska, hvað kostar ein sál !

 

Valdamenn virðast selja allt sem ætti að gera þá að manneskjum fyrir framapotið. Þessvegna njóta þeir ekki virðingar lengur. Allir vita nefnilega hvernig þeir ættu að vera þó enginn þeirra sé það. Og sumir hafa sýnilega selt allt sem áður var talið þeim til gildis, fyrir að fá að halda sinni vegtyllu. Og þegar svo er komið eru aðeins tætlur eftir af þeirri persónu sem eitt sinn þóttist vera. Allar hugsjónir eru farnar, sviknar og seldar og sálin líklega með !

 

Grundvölluð skoðanafesta virðist ekki lengur vera áberandi í íslensku samfélagi og menn sýnast jafnan tilbúnir til að stökkva á eitthvað annað og nýrra sem hugsanlega gæti skilað meiru. Það eru því margir siðskiptafræðingar á ferð um veiði-lendurnar og líklega fæstir með eitthvað gott í huga gagnvart náungum sínum !

 

Sjálf kirkjan er komin í einhverja sjálfumvafna klípu. Biskupan hélt áfram í embætti sínu umboðslaus og skákaði liðinu til og frá, enda kvennavald stofnunarinnar orðið svo til algjört nú á dögum. Prestar eru heldur ekki að ríða um landið á hestum í stórhríðum og stormum eins og forðum, frjósandi fastir í vök til dauða, eins og séra Þorvaldur Bjarnarson í Hnausakvísl 1906. Nú er prests-starfið líklega orðið að mestu notalegt skrifstofustarf og því flæða konurnar svo í guðfræðinámið að karlar eru að hverfa úr stéttinni og presturnar eru alveg að taka yfir, upp í topp. En sú presta sem vermir toppsætið sem biskupa, verður nú samt að hafa umboð til að vera yfirpresta og biskupa jafnvel þó hún sé kona !

 

Þannig sýnir sig agaleysi á öllum stöðum og allir virðast vilja að lög og reglur verði bara eins og þeim hentar. Það er fullkomin uppskrift að upplausn eins samfélags. Enda er alltaf að verða minna um það að fólk virði það sem virða ber. Samfélagskennd er sýnilega á útleið, nema kannski hjá einstaka auðmanni sem heldur að hann fái englasvip ef hann auglýsir sig rækilega sem sérstakan sálareiganda að slíkri kennd !

 

En Íslendingar yppa bara þar fyrir utan öxlum við siðfræðilegum álitamálum og velta sér um hrygg í sandkassasölum hinnar Mammons-smurðu sérgæsku. Þessvegna eru þeir á leið inn í torfkofana aftur !

 

Það eru kannski 50-100 ár í það, en þar lenda þeir með sama áframhaldi og þar eiga þeir kannski fyrst og fremst heima, þegar sérgæskan er búin að rústa öllu því sem rétt er og átti að þjóna heilbrigðu samfélagi !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 32
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 601
  • Frá upphafi: 365499

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband