31.10.2023 | 00:12
Donnahyskið í Alþýðubandalaginu !
Þegar Alþýðubandalagið var endanlega látið taka við af Sósíalistaflokknum, héldu margir að það myndi halda uppi þeim skelegga málflutningi sem einkennt hafði Sósíalistaflokkinn og unnið meiri og betri sigra fyrir íslenskan almannahag en nokkur annar íslenskur stjórnmálaflokkur hafði gert og hefur gert !
En Alþýðubandalagið var fyrst og fremst útþynnt útgáfa af Sósíalistaflokknum og það kom fljótt í ljós. Hin nýja útgáfa var því aldrei fær um að vinna starf sitt með jafn heilsteyptum hætti og fyrirrennari þess. Alþýðubandalagið gat aldrei unnið neina viðlíka sigra og Sósíalista-flokkurinn. Það hafði ekki burðina til þess !
Fyrstu árin eftir flokksstofnunina þótti þó starfsemin nokkuð markviss, einkum í verkalýðsmálunum og nokkrir sæmilega beittir forustumenn virtust vera fyrir hendi í flokknum. En brátt fór einhver samkeppnisandi að spilla þar samstöðu og hugsjónirnar að dvína við ásókn eigin-gjarnra sjónarmiða og framalöngunar. Fyrri og betri samstaða frá tímum Sósíalista-flokksins virtist heyra sögunni til. Þó var reynt að halda horfi, einkum líklega á formannsárum Ragnars Arnalds, en það var samt annar andi kominn í bæinn, sem ekki þótti sérlega góður og olli traustum eldri félögum vaxandi áhyggjum !
Skemmst er svo frá því að segja, að flokkurinn færðist á nokkrum árum frá því að vera nokkuð stefnufastur verkalýðs-flokkur í það að verða menntamanna-flokkur, með tiltölulega óskýra stefnu. Sumir fóru að kalla Alþýðu-bandalagið á þessum árum kennaraflokk og vissulega ekki að ástæðu-lausu. Kennarar virtust þar í margra tuga tali og misjafnir að manngæðum !
Hefði Alþýðubandalagið getað verið það sem það hefði átt að vera, sannur og trúverðugur arftaki Sósíalistaflokksins, hefði til dæmis maður eins og Ólafur Ragnar Grímsson varla orðið þar formaður og þaðan af síður Margrét Frímannsdóttir. Ólafur var náttúrulega fyrst og fremst bara egóisti eins og hann hefur alltaf verið og Margrét var afskaplega innihalds-laus krati !
Ég undraðist alltaf tilvist sumra manna í Alþýðubandalaginu. Ég þekkti þá og vissi hvernig þeir voru. Hvað voru þeir að gera í Alþýðubandalaginu, gallharðir eiginhags-munamenn og sérgæðingar ? Aðild þeirra að flokknum var ekki góðs viti, þeir fluttu ekkert gott með sér inn í flokksstarfið. Þeir voru þar eins og minkar í hænsnakofa og skemmdarverkamenn gagnvart öllum hugsjónum !
Stjórnmálaflokkar eru helst eyðilagðir innanfrá. Og Alþýðubandalagið var eyðilagt innanfrá. Það lögðu býsna margir sitt til í það niðurrifsverk. Þó að nokkuð margir þeirra manna færu svo í Samfylkinguna, voru þeir í sjálfu sér engir sam-fylkingarmenn, þeir voru bara ómerkilegir tækifærissinnar. Eins þeir sem hlupu yfir til Framsóknar og þóttust áfram félags-hyggjumenn. Þeir voru það ekki, þeir voru bara á framaveiðum fyrir sjálfa sig !
Jónas Árnason segir í skemmtilegri viðtalsbók, að honum hafi fljótt ógnað hvað margir donnar hefðu verið í Alþýðu-bandalaginu. Það voru þessir eigin-hagsmuna-ránfuglar sem voru þar bara á veiðum fyrir eigin hag. Jónas kallaði þá donna. Það var afleiðsluorð af hugtakinu prímadonni, sérgæðingur. Hann sagði að það hefðu að vísu verið til donnar í Sósíalistaflokknum, en þeir hefðu verið fáir og þeir hefðu ekki komist upp með mikið múður þar. En í Alþýðubandalaginu komust þeir upp með allt of mikið og fóru ekki með veggjum. Það voru fyrst og fremst óheilindamenn og óbermi af slíku tagi sem eyðilögðu að lokum flokkinn !
Að sjálfsögðu vantaði ekki donnana í hina flokkana, en það þurfti ekki að koma neinum á óvart. Landsfundur íhaldsins hefur alltaf verið mesta donnadýrkunar-athöfn landsins. Hinsvegar var sem fyrr segir ekki mikið svigrúm fyrir donna-sérgæðinga í Sósíalistaflokknum. Þeir sem urðu uppvísir þar að slíkum tilburðum misstu fljótt tiltrú og traust og flæmdust úr flokknum og höfnuðu oftast hjá krötum, þó þar vantaði sosum ekki donnana. Nokkrir munu hafa leitað á náðir Framsóknar en þeir voru ekki margir. Þar var nefnilega meira en nóg af donnum fyrir !
Það segir sig sjálft að gráðugir eigin-hagsmunamenn eiga enga samleið með félags-hyggjumönnum og ættu ekki að finnast í þeirra hópi. Og eftir því sem slíkum mönnum fjölgaði í Alþýðubanda-laginu, fjaraði stöðugt undan hugsjónum flokksins, félagshyggjusjónarmiðum hans og allri varnar-stefnu hans fyrir almannahag. Það var mjög ógæfulegt ferli og bar í sér sviksemina og þá uppdráttarsýki sem gekk loks að öllu heilbrigðu dauðu í flokknum !
Svo til allt forustuliðið var undir lokin eiginlega orðið donnakyns og stóð ekki lengur fyrir neitt nema persónuleg hags-munaatriði og sífellt meðfylgjandi frama-pot. Hjörleifur Guttormsson reyndi um skeið nánast einn að berja í brestina, en uppskar bara óvinsældir innan flokksins og var sakaður af donnahyskinu um ein-strengingshátt og harðlínuviðhorf í öllum samskiptum. En Hjörleifur var sá bógur að hann varð ekki svo glatt keyrður í kaf !
En síðast skriðu flestir forustumenn Alþýðubandalagsins yfir í Samfylkinguna, nema Hjörleifur. Sumir þeirra skömmuðust sín þó eftir á fyrir aumingjaskapinn og yfirgáfu krata-söfnuðinn. Þeir fóru svo nokkru síðar í Vg eða gerðust sendiherrar, jafnvel fyrir atbeina pólitískra fjenda sinna sem vildu ólmir hjálpa þeim til að dvelja sem mest erlendis !
Aðrir sem kunnu enganveginn að skammast sín, snöruðu sér beina leið yfir í kapitalismann og frjálshyggjuna, fylltust græðgi og siðleysi, og fóru að moka inn gróða fyrir einkabisniss og allskyns dularfull almannatenglastörf, og gerðust jafnvel gullvægar auglýsinga-raddir fyrir verslunarauðvaldið í Reykjavík. Þar kom best í ljós fyrir hvað hjörtu þeirra höfðu alltaf slegið !
Það væri fróðleg lesning, ef gefin væri út bók um feril alls þessa falska donnaliðs, eftir að það sveik Alþýðubandalagið og gekk af því dauðu !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.11.2023 kl. 23:19 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 35
- Sl. sólarhring: 84
- Sl. viku: 604
- Frá upphafi: 365502
Annað
- Innlit í dag: 32
- Innlit sl. viku: 517
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)