Leita í fréttum mbl.is

Tímasprengjan í Truman City ?

 

 

Lengi hafa stórstyrjaldir Evrópu orðið með þeim hætti að reynt hefur verið að þrengja að Rússlandi með ágengni úr vestri. Napóleon reyndi það, Vilhjálmur II reyndi það og Hitler reyndi það. Og Nató hefur verið að basla við að reyna þetta að undanförnu í gegnum aðra, en Rússar verja sitt heimaland og verða því illvígari sem meira er að þeim sótt. Og vopnabúr þeirra er sannarlega ekki tómt !

 

Bandaríkjamenn eru ekki í vörn fyrir sig í Úkraínustríðinu, þeir tilheyra annarri heimsálfu og ættu að láta sér það nægja. Heimsveldisstefna stjórnvalda þeirra er orðin hreinasta andstyggð í augum 80% þjóða heimsins. Aðeins evrópski Nató-kjarninn er heilalímdur við Washington-valdið sem á síðustu áratugum hefur orðið slík ófreskja í verkum sínum að það er nafni og minningu Georg Washingtons til hinnar mestu skammar !

 

Hvað sagði Washington ekki í kveðjuræðu sinni : ,, Stundið frið og og samhreimi við allar þjóðir !“ Það er eins og bandarísk stjórnvöld hafi frá stríðslokum 1945 einsett sér að gera allt öfugt við boðskap Washingtons. Þeir ættu að breyta nafni höfuðborgar sinnar og nefna hana Truman City. Það væri miklu nær þeim sannleika sem felst í ófriðarstefnu þeirra síðasta mannsaldurinn !

 

Bandaríkin þola ekki ríki sem standa upp í hárinu á þeim. Þau vilja einn helsta lánardrottin sinn Kínverska alþýðu-lýðveldið feigt og þau vilja Rússland feigt, þau vilja Íran feigt og þeim er ekki um Indland gefið. Og fleiri ríki eru þeim þyrnir í augum !

 

Þar ræður rómverska yfirvaldshneigðin sem kraumar í ríkis-kerfinu í hinni réttnefndu borg Trumans. Ríkið sem fyrir skömmu var næstum því búið að missa sitt eigið þing í hendurnar á fasistísku uppreisnarliði, er að ráðskast með stjórnarfar og þingræði út um allan heim, en ræður ekki við að stjórna málum sínum heimafyrir, með forustulið beggja stóru flokkanna í næstum því lamaðri lýðræðiskreppu  !

 

Framtíðin er ekki björt fyrir Bandaríkin. Skuldadíki ríkisins er orðið svakalegt og valdaöfl um allan heim eru sem óðast að leysa sig frá afleiðingum dollaravaldsins ef Bandaríkin verða gjaldþrota. Lönd og ríki hafa of lengi veðjað á eilíft gengi Bandaríkjanna, en það gengi rýrnar með hverju árinu. Efnahagsstyrkurinn minnkar stöðugt þó hervaldsstaðan sé ennþá nokkuð sterk !

 

Þannig var það líka í Sovétríkjunum undir það síðasta. Þau hrundu út af veiklaðri efnahagsstöðu og innri svikum, en hefðu getað beitt miklum herstyrk gegn öðrum við þær aðstæður. En það gerðu Rússar ekki. Spurningin er því, munu Banda-ríkjamenn gera það þegar þeir koma til með að standa í sömu sporum ?

 

Ekki treysti ég stjórnvöldum í borg Trumans til að taka rétta ákvörðun á þeirri örlagastund. Frekar munu þau steypa öllum heiminum ofan í kjarnorkueldinn en að beygja sig fyrir staðreyndum. Ekkert ríki veraldar er heimsfriðnum hættulegra í dag en Bandaríkin, eina ríkið sem hefur beitt kjarnorkusprengjum gegn almennum borgurum í varnarlausum borgum !

 

Gamalmennið í Hvíta húsinu er enganveginn fært um að valda sínu embætti. Það er nógu erfitt fyrir það að standa á fótunum. Samt þykist það ætla að bjóða sig fram aftur. Og þar fyrir utan er annað gamalmenni æst í völdin, sem stefnir að endurkomu og uppgjöri við núverandi valdaklíku í borg Trumans. Það er óskemmtilegt glæfraspil framundan og enginn veit hvað verður !

 

Þannig er birtingarmyndin af bandarískri valdabaráttu heimafyrir í dag. Hún er ekki glæsileg, hvorki fyrir heiminn né Banda-ríkin. Í þeim komandi átökum getur falist það sem splundrað getur öllum hlutum. Enginn veit hver mun taka við völdum í Bandaríkjunum í janúar 2025, það gæti þessvegna orðið sjálfur Antikristur !

 

Spurningarnar um óvissumálin geta verið margar. Verða Tyrkir knúðir í kærleiks-bandalag við Svía innan Nató ? Sættir Þýskaland sig við það til lengdar að hafa verið kúgað til að una afleiðingum Norðurstraums-hryðjuverksins, sem stór-skaðaði efnahag þess ? Fer Frökkum ekki að finnast fara nokkuð illa um sig í kærleiksfaðmi Nató. Eða er allur sjálfstæðisandi de Gaulle frá þeim horfinn ?

 

Það eru margir brestir í svokallaðri samstarfseiningu Vesturlanda innan Nató. Þeir brestir hafa verið að aukast, enda eiga sumir erfitt með að skilja, að varnarþörf vegna Norður-Atlantshafsins þurfi að valda stríði austur við Svartahaf ?

 

Valdhafar í Póllandi, Ungverjalandi og víðar eru farnir að ókyrrast vegna þess að þeim er bara ætlað að þegja og hlýða. Og það er þeim enganveginn að skapi. Þeir vilja eðlilega ráða sínum málum. En fyrrum austantjaldsþjóðir eiga greinilega bara að vera ,, second class" innan Nató !

 

Staðan í Nató er eins og hún hefur alltaf verið. Ekkert heldur því heimshættulega stríðsglæpabatteríi saman nema óttinn við Rússa !

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 111
  • Sl. sólarhring: 158
  • Sl. viku: 680
  • Frá upphafi: 365578

Annað

  • Innlit í dag: 107
  • Innlit sl. viku: 592
  • Gestir í dag: 107
  • IP-tölur í dag: 105

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband