Leita í fréttum mbl.is

Tvöföld umferð þarf að vera í forsetakjöri !

 

 

 

Ég hef fyrir löngu komist að þeirri niðurstöðu að við höfum ekkert með embætti forseta Íslands að gera. Það er bara kostnaðarauki fyrir þjóðarbúið. Auðvelt er að leysa þau verkefni sem embættið á að þjóna með öðrum og einfaldari hætti. Auk þess þarf að hækka framboðsaldur upp í 50 ár, svo við séum ekki með hrúgu af fyrrverandi forsetum á eftirlaunum. Hégómleiki á alls ekki að vera í persónulegu krúnugervi á íslensku ríkisfangi !

 

En ef menn eru svo langt leiddir í sýndar-mennskunni, að þeir vilji halda í þetta toppfígúrutákn, er augljóst að kjósa verður í tvöfaldri umferð, þar sem seinni umferðin verður milli þeirra tveggja sem mest fylgi fengu í fyrri umferð. Þá ætti að vera tryggt, að kjörinn forseti hafi alltaf meirihlutafylgi á bak við sig sem er nauðsyn !

 

Við höfum verið að kjósa forseta með allt niður undir 30% fylgi, sem er alls ekki boðleg niðurstaða í eðlilegum lýð-ræðislegum skilningi. Slík útkoma gerir valdasvigrúm forsetaembættisins allt of veikt til að grípa inn í þjóðleg öryggis-mál,ef þurfa þykir !

 

Það er opinbert leyndarmál að stjórn-málahyskið vill ekki sterkan forseta. Það vill þvert á móti laskaðan forseta með veikt umboð frá þjóðinni. Það sést best á því hvernig búið hefur verið að þessu embætti allar götur frá 1944. En ef við ætlum að dröslast með þetta embætti í kostnaðar farteski okkar, er eins gott að forsetinn geti þá verið eitthvað annað en tuska þegar á reynir. Hann þarf því fullgilt umboð frá þjóðinni til að geta gegnt embættinu með sóma !

 

Stjórnmálaelítan kærir sig áreiðanlega ekkert um tvær umferðir í forsetakjöri. Það myndi þýða að forseti myndi fá óumdeilt fylgisumboð frá þjóðinni. Það þýddi þá aukna hættu á því að fram kæmi sterkur forseti, sem léti ekki ráðskast með sig – jafnvel gegn þjóðarvilja. Þá væri forspilltum flokkavöldum sannarlega ekki skemmt !

 

Reynum nú að hafa hlutina eftir eðlilegum lýðræðisreglum. Það er eiginlega bara tvennt til athugunar, annarsvegar - að leggja embætti forseta Íslands niður að öllu leyti og hætta hégómlegum hunda-kúnstum með snobb og úrelt orðuþing - eða hinsvegar - að gera þetta embætti gildandi með alvöru kosningum sem skiluðu þá alvöru umboði frá þjóðinni til forsetans !

 

Ekki er vanþörf á meira þjóðaröryggi þegar vankasauðirnir sem sitja við Austurvöll virðast helst stunda það ónytjuverk að flytja sjálfstæðisvald okkar Íslendinga í einhverjum pakkasendingum til Brussel framhjá öllum lögformlegum línum, af fullum brotavilja !

 

Forseti Íslands ætti með sterku umboði frá kjósendum að geta í raun verið sá öryggisventill fyrir þjóðarviljann sem hann þarf að vera, ekki síst gagnvart pólitískum bellibrögðum af hálfu stjórnmálaelítunnar – ef hann verður þá, þegar á hólminn kemur, maður til þess að vera það !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 26
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 595
  • Frá upphafi: 365493

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 508
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband