10.1.2024 | 18:23
Heimur lyga flýtur áfram að feigðarósi !
Nánast allar fréttaveitur og allir upp-lýsingafjölmiðlar á Vesturlöndum hafa fengið algjöra falleinkunn í aðkomu sinni að stríðinu í Úkraínu. Það þýðir að sannleikanum hefur verið þar fullkomlega úthýst og fjórða valdið hefur þar svikið allan almenning ekki síður en hin þrjú !
Þegar fyrir liggur að staðan er svona, að engu er að treysta, lygin í hæstu hæðum og sannleikurinn brotinn niður í ekki neitt, hljóta býsna margir að spyrja sjálfa sig : ,, Á hverskonar vegi erum við eiginlega staddir !“
Þegar áróðurslygum er dælt út á öllum fjölmiðlum og Nató og ESB ásamt stjórninni í Kiyv semja allar fréttir ofan í frétta-stofurnar sem segjast vera sjálfstæðar, er orðið vandlifað fyrir þá sem vilja ekki búa við endalausar og augljósar lygamaskínur. Íslenska ríkisútvarpið er til dæmis orðið gjörfallið heimildardæmi í margra augum og raunar orðið þjóðinni til verulegrar skammar !
Saga Úkraínu býr yfir mörgum hörmungum, en aldrei hefur neinn forustumaður þeirrar sögu reynst þjóð sinni eins mikill ógæfumaður og núverandi forseti. Að standa fyrir stríði í þágu erlendra áhrifavalda og láta brytja niður eigin þjóð, er aðeins á færi manna sem eru gjörsamlega veruleikafirrtir og hafa alist upp við sjónvarpsveröld glæpsamlegrar gervimennsku !
Andi Stefans Bandera drottnar nú yfir stjórnvöldum í Kiyv og hann virðist ekki síður metinn í Brussel, hjá Natótoppunum og ESB. Og sá andi er alinn af rótum fasisma og nazisma og hitlerískur að öllu inntaki. En sú margendurtekna tilraun Vesturlanda sem nú er í gangi, að brjóta Rússland undir sig, er dæmd til að mistakast sem fyrr !
Rússland er nú orðið öflugasta efna-hagsveldi Evrópu þrátt fyrir allar þvinganir Vesturlandamafíunnar og beinir nú viðskiptum sínum í æ meiri mæli til austurheims og er farið að gefa skít í öll viðskipti við Vestur Evrópuríkin. Þýskaland hefur lent í kreppu fyrir vikið og tapað þeirri forustu sem það hafði í efnahagsmálum álfunnar. Bandaríkin eru talin hafa sprengt Norðurstraums-leiðslurnar sem tryggðu Þýskalandi ódýra orku frá Rússlandi og héldu efnahagsvélum þess í fullum gangi !
Þar var því um að ræða árás frá einu Natóríki á annað, en enginn segir neitt þó stofnsamningurinn hafi þar með verið þverbrotinn. Í því máli hefur þýska stjórnin þó með alræmdum aumingjadómi krata lagst margflöt undir Natóklafann og hefur þýskur undirlægjuháttur líklega aldrei í Sögunni mælst meiri !
Þungamiðja heimsviðskiptanna hefur nú áþreifanlega færst til austurs og Vestur-Evrópa er að verða alveg utangarðs við þann meginstraum. Miklar breytingar eru að eiga sér stað í heiminum, og allmörg ríki sem fylgt hafa gömlu nýlenduveldunum af gömlum þrælsótta síðustu áratugina, eru nú farin að leita sér staðfestu hjá stuðningsaðilum sem þau telja mun vænlegri til framtíðar litið, og eru Rússland og Kína þar í broddi fylkingar !
Gömlu Evrópuríkin eru þannig að dragast illilega aftur úr og fátt verður þeim héðan af til bjargar. Bandaríkin eru þegar farin að eiga nóg með sig og fyrrum banda-lagsríki þeirra týna tölunni jafnt og þétt. Biden hlýtur að tapa í kosningunum í haust ef hann verður þá í framboði, því hann er með allt niður um sig og veit sýnilega lítið sem ekkert í sinn haus. Það er út af fyrir sig rétt sem Donald Trump hefur sagt, að Bandaríkin hafa orðið sér til skammar á hans vakt. En það gæti nú svo sem átt við fleiri !
En hver skyldi koma til með að skjótast upp á stjörnuhimininn þar vestra í haust og taka við 33 trilljóna ríkisskulda-súpunni og hrikalegum viðskilnaði Bidens ? Það veit svo sem enginn í dag, en það gæti skipt miklu fyrir heimsfriðinn í náinni framtíð hvernig sá maður kemur til með að taka á málum. Undirstaða heimsmálanna má ekki halda áfram að byggjast 99% á lygaþvættingi ótrúlega ómerkilegra fjölmiðla sem þjóna engu nema andskotanum !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:49 | Facebook
Nýjustu færslur
- Gegn árásum afsiðvæðingar !
- Ort til gamans af litlu tilefni !
- Er greiningarhæfni Íslendinga að verða að engu ?
- Öll stórveldi hrynja að lokum !
- Munu fyrri draugar fara á kreik..... eða ?
- Er lokastyrjöldin handan við hornið ?
- Stórauknar arðránskröfur gegn Íslandi !
- ,,Hanskinn sem passar við bandarísku höndina“ !
- Lítilsháttar söguleg samanburðarfræði !
- Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.4.): 139
- Sl. sólarhring: 159
- Sl. viku: 787
- Frá upphafi: 379260
Annað
- Innlit í dag: 119
- Innlit sl. viku: 613
- Gestir í dag: 118
- IP-tölur í dag: 117
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)