9.2.2024 | 11:05
Okkur ber að standa upp fyrir eigin þjóð !
Nýlega skrifaði ég hér á síðu minni pistil um niðurstöðu innflytjendamála í Svíþjóð, sem er gjaldþrota ríkisdæmi í þeim efnum. Þar hafa þjóðleg gildi Svía verið hrakin og svívirt af þeim árásargjarna og vaxandi hóp innflytjenda sem er alveg að leggja undir sig landið. Sama ferli er í gangi hérlendis þó skemmra sé komið. En við erum á sömu ófarnaðarbrautinni !
Þegar innflytjendaágangurinn hófst hér var boðið upp á námskeið í íslensku fyrir hið aðkomandi fólk og borgaði Ríkið eða verkalýðs-hreyfingin reikningana. Nú er lítið um slíkt, enda er hver einasti texti þýddur ofan í innflytjendur á okkar kostnað og þar með sagt við þá „ þið þurfið ekkert að vera að læra íslensku á Íslandi !“
Pólskir textar fylgja nú öllu og ef Forseti landsins opnar munninn, verður að koma túlkun á því sem hann segir á pólsku og einnig ensku. Líklega verður bráðlega eitt frumskilyrði þess að menn geti boðið sig fram í forsetakosningum hérlendis að viðkomandi kunni pólsku. Svo setja yfir-völd landsins á dagatalið innantómt heiðursheiti ,,Dagur íslenskrar tungu,“ en vanheiðra þá hina sömu tungu alla aðra daga ársins með framferði sínu. En án íslenskrar tungu værum við ekki þjóð !
Það er sem sagt enginn hvati lengur fyrir innflytjendur að læra tungu þeirrar þjóðar sem hér hefur búið í meira en árþúsund. Við Íslendingar, sem höfum varðveitt frumtungu norrænna þjóða, meðan önnur Norðurlönd tengd við meginlandið, hafa skrumskælt hana og afbakað og kunna hana ekki lengur, stöndum ekki lengur raunhæfan vörð um tungu okkar og okkar dýrasta menningararf !
Við upphefjum gildi innflytjenda í sífellu en niðurlægjum okkar gildi. Fylgjum nákvæmlega sænsku forskriftinni að þjóð-réttarlegu hruni. Stöndum ekki upp fyrir eigin þjóð, miklu heldur fyrir aðrar þjóðir og gildi þeirra. Fólk sem kemur inn í landið, nýtir sér á margan hátt einfeldningshátt okkar og heimsku og telur okkur líkast til sofandi afglapa !
Í hvaða fari er þjóðmenning okkar, þegar hún er látin lúta fyrir öllu aðstreymi útlendra menningar og ómenningar strauma ? Þegar hún er einskisvirt og sett út í horn gagnvart öllu því sem hrúgað er inn í landið, án nokkurrar ábyrgrar hugsunar yfirvalda gagnvart þeim afleiðingum sem það mun óhjákvæmilega hafa ?
Hér virðist engin ríkisleg forsjá í gangi gagnvart niðurbroti íslenskrar þjóð-menningar og þúsund ára gilda, hér virðist yfirtaka útlendra gilda vera að þurrka allt þjóðlegt út og það er sem verið sé að stela landinu okkar og öllu því sem þjóð okkar hefur staðið fyrir alla tíð, hvern dag fyrir augunum á okkur !
Öll lönd Vestur-Evrópu virðast nú farin að gera sér grein fyrir því að fullt af fólki er komið með borgararétt innan þeirra án þess að nokkur hollusta hafi komið þar á móti. Það eru því fullskipaðar fimmtu herdeildir víða fyrir hendi í þessum löndum sem eru hollar öðru en þeim ríkjum sem búið er í. Undanlátssemin er komin á afar þjóðhættulegt stig. Það verður að stöðva það ógæfuferli sem verið hefur á þessum innflytjendamálum víðasthvar og hafa einhverja dóm-greindarlega stjórn á þeim málum, með hagsmuni þeirra sem búa fyrir í löndunum að leiðarljósi !
Pólverjar vilja vafalaust eiga sitt land og hafa þó ekki alltaf getað það fyrir erlendum öflum. Þeir myndu ekki kæra sig um að þar fylltist allt af Íslendingum. Sem betur fer erum við Íslendingar ekki svo margir, að við gætum lagt undir okkur önnur lönd með því að flytjast til þeirra. Það er best að hver búi að sínu. En hver maður sem gerist innflytjandi á að vera trúr þeim skyldum sem því fylgja. Það er hinsvegar mikill misbrestur á því að svo sé !
Þjóðflutningar síðustu áratuga hafa breytt valdahlutföllum í Evrópu. Álfan hefur verið á villusiglingu frá því að vera Evrópa með sögu sína og menningu til þess að verða Evrabía, hrærigrautur fjöl-menningar og óskapnaður allrar vitleysu. Nú ættu flestir að vera farnir að sjá hvernig það dæmi skilar sér fyrir þjóðmenningarmál Evrópuríkja. Því óheilla-ferli verður að ljúka !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.2.2024 kl. 17:29 | Facebook
Nýjustu færslur
- Öll stórveldi hrynja að lokum !
- Munu fyrri draugar fara á kreik..... eða ?
- Er lokastyrjöldin handan við hornið ?
- Stórauknar arðránskröfur gegn Íslandi !
- ,,Hanskinn sem passar við bandarísku höndina“ !
- Lítilsháttar söguleg samanburðarfræði !
- Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
- Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !
- Jafndægur að vori !
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 4
- Sl. sólarhring: 211
- Sl. viku: 902
- Frá upphafi: 378416
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 777
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)