27.2.2024 | 16:25
Verum á verði fyrir hag lands og þjóðar !
Ef Ísland væri fátækt ríki eins og það var fyrir ekki svo löngu, hvað halda menn að margir innflytjendur kæmu til landsins ? Auðvitað væri þá ekkert innflytjenda-vandamál til. Engir hefðu nokkurn áhuga á því að koma hingað og lepja dauðann úr skel eins og við þurftum að gera lengi vel !
Það er velferðarstaða íslensku þjóðarinnar sem innflytjendur eru að sækjast eftir. Þeir vilja fá að njóta þess sem við höfum aflað. Og fyrir þá skiptir það engu máli að þeirra gæða sem unnust að lokum var aflað með súrum sveita í harðri baráttu til lands og sjávar. Við erum því að fá yfir okkur að miklu eða mestu leyti afætur okkar ávinnings. Það ætti ekki að dyljast neinum !
Auðvitað kunna að vera með í inn-flytjendaflóðinu eitthvað af þokkalegum manneskjum en það er ólíklegt að það sé stór hluti og síst af öllu ráðandi hluti. Flestir eru að koma til að taka sem fyrr segir og njóta þess sem aðrir hafa aflað. Og sú hugsun sem þar býr að baki er hvorki réttmæt né heiðarleg. Það er hin heimslega arðránshugsun að éta frá öðrum !
Ærlegir innflytjendur, við skulum hugsa okkur að þeir séu til, fólk sem kemur hingað til að setjast hér að og hefur væntanlega komið til þess að samlagast íslenskri þjóð, til að kynnast og aðlagast og verða traustir borgarar í þessu landi. En þeir sem þannig koma, virðast fljótt geta séð, að hér er boðið upp á talsvert annað mál. Og það virðist geta freistað margra í hópnum til að hegða sér öðruvísi en þeir ætluðu sér í upphafi !
Það virðist nefnilega hafa verið of margt fólk meðal landsfólksins, sem hefur talið í öfugsnúinni gestrisni, að það séum við sem eigum að umfaðma þau viðhorf og lífs-gildi sem fylgja þessum innflytjendum og þannig hefur hið rétta dæmi snúist við og orðið að andstæðu sinni. Niðurstaðan hefur svo orðið sú, að jafnvel bestu inn-flytjendur hafa gengið á lagið og horfið frá fyrri afstöðu hógværðar og friðsemi og orðið frekir og ágengir !
Fyrir rúmum aldarfjórðungi kom inn-flytjandi frá múslímalandi til Svíþjóðar og viðtal var haft við hann á Arlanda flugvelli, nánast um leið og hann steig fæti á sænska grund. Maðurinn sagði meðal annars það, að hann fengi ekki séð að maður sem væri kominn af fólki sem hefði átt heima síðustu þúsund árin í Svíþjóð, hefði í sjálfu sér nokkurn meiri rétt til að búa í landinu en hann. Svona getur hugarfar sumra innflytjenda verið. Þeir koma til að taka !
Gestrisni er góður eiginleiki, en þú býður ekki gesti inn á heimili þitt til að hann taki þar völdin. Og Ísland er þjóðlegt heimili íslensku þjóðarinnar og á að fá að vera það áfram. Réttur Íslendinga til búsetu á Íslandi er ótvíræður eftir meira en þúsund ára dvalartíma. Þeir sem ekki viðurkenna slíkan rétt ættu að halda sig annars staðar !
Þeir sem hinsvegar koma hingað til að aðlagast íslensku samfélagi með heiðar-legum hætti,koma væntanlega með því hugarfari sem við á. Við slíkt fólk getur samstarf blessast og skilningur skapast. Íslendingar hafa alltaf kunnað að meta gott fólk og eiga ekki erfitt með að blanda geði við það. Þegar allt er boðið fram á hreinu borði er enginn að svíkja annan og þá getur traust fengið að myndast og dafna í samskiptum !
En flestir Íslendingar vilja fá að rækta sinn samfélagsgarð eftir þjóðlegum gildum sögu sinnar. Það er ekkert rangt við þá afstöðu. Þeir sem koma til að taka þátt í þeirri ræktun með okkur, munu finna að við höfum fullan skilning á heilbrigðri aðkomu þeirra að því verkefni. En við bjóðum engum ræningjum að koma hingað og vaða yfir okkar þjóðarbú. Það er nóg komið af slíku !
Þetta er okkar land og lífið í þessu landi er og á áfram að vera á ábyrgð okkar Íslendinga sem frjálsrar og fullvalda þjóðar !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.3.2024 kl. 15:27 | Facebook
Nýjustu færslur
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar...
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 3
- Sl. sólarhring: 116
- Sl. viku: 837
- Frá upphafi: 357105
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 680
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)