Leita í fréttum mbl.is

Fjölmenning – draumsýn óraunveruleikans !

 

 

 

Bandaríkin eru líklega eitt skýrasta og þekktasta dæmið um fjölþjóðasúpu meðal ríkja jarðarinnar. Þar hefur verið reynt að skapa fjölmenningu í nærri 250 ár. En hin svokallaða bandaríska þjóð er ekki til sem slík. Í landinu er aðeins óskilgreind samhræra margra þjóðarbrota sem eiga tiltölulega litla samleið og jafnvel enga !

 

Þessvegna er lögð svo mikil ofuráhersla á fánann í Bandaríkjunum. Það er nánast það eina sem íbúar Bandaríkjanna telja sig allir eiga hlutdeild í. En sú sameign dugar skammt, þegar sameiginlegar þjóð-legar rætur eru ekki til og munu að öllum líkindum aldrei verða til. Ameríka hefur því ekki neina burði héðan af til að verða mikil aftur, sama hvað sumir segja !

 

Allan síðari hluta 20. aldarinnar og áfram eftir það, var þó rekinn mikill áróður fyrir því að búa til eftirlíkingar um alla Evrópu af hinu óhæfa bandaríska fjöl-þjóðamynstri. Innanlands vandamál hafa mjög víða í álfunni verið keyrð í óleysanlega hnúta með hömlulausum innflutningi fólks af öllu tagi. Í mörgum tilvikum fólks sem kemur aldrei til með að geta átt samleið og mun bara skapa ófrið í áður tiltölulega friðsömum löndum !

 

Og ófriðarandinn og öryggisleysið hefur sannarlega aukist um alla Evrópu af þessum sökum. Svíar sem höfðu búið við frið í meira en tvö hundruð ár, hafa nú sagt skilið við friðarstefnu og hlutleysi í alþjóðadeilum og ánetjast hernaðar-bandalagi. Innanlandsástandið hjá þeim var orðið á mörkum þess að vera stjórnhæft. Þeir töldu sig þurfa á verndara að halda og hafa farið úr öskunni í eldinn !

 

Megi þeir uppskera í þeim efnum eins og þeir eru að sá til, í vandræðum sínum og ótta. Enginn friður getur með nokkrum hætti fylgt stríðsfabrikku eins og Nató !

 

Enn horfa samt Vestur-Evrópuþjóðir til Bandaríkjanna eftir hervörnum ásamt þeim vandræðakostnaði sem þeim fylgir. Enn neita úrkynjaðir Bretar, frelsisdauðir Frakkar og þreklausir Þjóðverjar að horfast í augu við blákaldar staðreyndir !

 

Bandaríkin geta nefnilega ekki lengur verið þeim til varnar eins og verið hefur, því það kostnaðarferli er farið að koma illa niður á efnahagslegum styrkleika bandaríska alríkisins. Og um það snúast komandi forsetakosningar í Vesturheims-veldinu ekki svo lítið, meðal annars !

 

Joe Biden og valdaklíkan í kringum hann vill halda í heimsvaldastefnuna og allan viðbjóðinn sem henni hefur fylgt, en margir telja að Trump vilji gjörbreyttar áherslur í alþjóðapólitík. Það kann brátt að koma í ljós hverjar þær áherslur eru og sumir vænta mikils af þeim breytingum, þó enginn viti í raun hvað þær innifeli !

 

Hvorugur umræddra frambjóðenda er samt geðfelldur sem slíkur, en Biden hefur þó komið fram sem töluvert verri forseti en við var búist. Hann virðist í verkum sem orðum vera strengjabrúða þeirra sem tala fyrir stríði og það miklu stríði. Báðir eru mennirnir svo orðnir of gamlir og í rauninni ættu þeir hvorugir að þykja boðlegir í embætti forseta Bandaríkjanna og Biden þó enn síður !

 

Á komandi árum verða mikil umskipti á mörgu í heiminum. Þau umskipti eru þegar byrjuð. Það er farið að hugsa víða um tjónareikninga á Bandaríkin og Vestur-veldin og þá ekki síður Atlantshafs-bandalagið. Stórir hlutar heimsins hafa fengið nóg af vestrænum yfirgangi og heilu löndin verið sprengd og rústuð !

 

Hatrið í garð Vesturveldanna vex stöðugt meðan slíkt heldur áfram að gerast. Nýir valdapólar eru líka að skýrast í alþjóð-legu samhengi og taka sér stöðu svo sem Rússland, Kína, Indland og fleiri ríki sem ganga fyrir leiðandi þjóðlegri forustu !

 

Það er miklu minna til eftirbreytni frá Bandaríkjunum en menn hafa haldið lengi vel. Bullandi pólitísk spilling og siðspillt auðvald hrekur þar allt sem heilbrigt getur talist niður í botnlaust hyldýpi örvæntingar og haturs. Bandarískur almenningur býr ekki við neitt öryggi innan ætlaðra vébanda !

 

Heimsvaldaskeið Bandaríkjanna er nánast á enda runnið og það hefur ekki skilað íbúum ríkisins neinni hamingju en hinsvegar mikilli og hratt versnandi borgaralegri vanlíðan. Sú vanlíðan hefur kostað mörg mannslíf til þessa og gerir enn !

 

Glæpatíðni í Bandaríkjunum er með því hæsta sem þekkist í veröldinni. Allir eiga byssur, öll heimili eru full af skotvopnum. Ef þú opnar þar skúffu er líklegt að það fyrsta sem þú sjáir sé fullhlaðin skammbyssa. Krakkarnir taka slík vopn stundum með sér í skólana og afleiðingarnar láta ekki á sér standa !

 

Menn ganga varla yfir götu í Bandaríkjunum án þess að sjá ofbeldi í einhverri mynd. Og þar virðist lögreglan enginn eftirbátur annarra. Ofbeldið er alls staðar í hæstu hæðum. Allir virðast á verði fyrir nágrönnum sínum. Morðingjar geta leynst hvar sem er innan um almenna borgara !

 

Huglæg lífsfirring er orðið víðtækt þjóð-félagslegt vandamál og markar allt bandarískt mannlíf meinsemdum sem gera lítið annað en að versna. Er fólk í öðrum löndum virkilega á þeirri skoðun - að í bandarísku samfélagi sé einhver fyrirmynd á ferðum eða fjölmenning sem gengur upp ?

 

Fólk flýði forðum ófrelsið og kúgunina í gamla heiminum og hélt yfir hafið til nýja heimsins. Nú er sá heimur síst betri en sá gamli var. Fólk flutti með sér mein-semdirnar. Hinir kúguðu innflytjendur byrjuðu strax að kúga frumbyggja landsins og neita þeim um öll mannréttindi. Það var kúgunin gegn rauða fólkinu. Svo kom þrælahaldið með öllum þeim hryllingi sem því fylgdi. Það var kúgunin gegn svarta fólkinu. Hvar var hið háttlofaða banda-ríska frelsi þegar svo var komið ? Það var bara fyrir ríka fólkið og stórborgarana !

 

Bandaríska stórborgarastéttin fór þá þegar hamförum í græðgi sinni og auðgunarsókn og níddist á öllu sem fyrir varð. Það var engu þyrmt í þeim galdraofsóknum og margt eyðilagt sem hefði getað skilað miklum og góðum ávöxtum, ef menn hefðu bara þjónað almannaheill !

 

En það var aldrei í hug þeirra sem réðu að gera það. En nú er sem betur fer, senn komið að skuldadögum fyrir bandaríska afætuhyskið og stórborgarana og ríkis-ófreskjuna sem þeir komu á fót, og því ber vissulega að fagna um veröld alla !

 

Heimurinn er alfarið að snúa baki við þeirri forustu sem Bandaríkin hafa veitt honum í ríflega mannsaldur, forustu sem hefur gert þessa veröld okkar talsvert mikið verri en hún var og verið öllu mannkyninu til meira tjóns en nokkur fær skilið til fulls eins og sakir standa. Það mun þó ekki leynast til lengdar !

 

Bandaríska fjölmenningardraumsýnin er fallin af stalli. Hún er jafnframt orðin að martröð margra landa í Evrópu. Ný forusta með nýja hugsun í málefnum álfunnar verður að skapast í komandi tíð og opna leiðir til þess að þjóðleg lausnarúrræði verði sett í fullan forgang sem fyrst. Það er löngu tímabært. Ekkert annað getur bjargað Evrópu frá dauða og algerri menningarlegri tortímingu !

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 141
  • Sl. sólarhring: 155
  • Sl. viku: 921
  • Frá upphafi: 357102

Annað

  • Innlit í dag: 126
  • Innlit sl. viku: 734
  • Gestir í dag: 124
  • IP-tölur í dag: 123

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband