10.4.2024 | 11:42
Úkraínustríðið hinn óhreini getnaður Nató og ESB !
Það hefði ekkert stríð orðið í Úkraínu, ef Nató væri bara varnarbandalag eins og það hefur sagst vera. En vegna þess að það er í raun árásarbandalag og stríðsbandalag, á höttunum eftir landvinningum fyrir nýja, vestræna nýlendustefnu, skapar það viljandi stríðsaðstæður. Þannig startaði það þeirri stríðsbölvun í Úkraínu, sem hefur þegar valdið dauða meira en 500 þúsund manna og örkumlað aðra í þúsundatali. Þannig vinnur Nató að friði í Evrópu, með öfugum klónum og árásarstefnu !
Og ESB sem búið var að fjárfesta í Úkraínu fyrir líklega 80 milljarða dollara og í raun búið að yfirtaka landið fjárhagslega, var sannarlega með í leiknum ásamt Nató, enda þar um að ræða tvö höfuð á sama skrímslinu. Fyrsta nýlendan átti þar með að vera í höfn. Og gyðingurinn og trúðurinn Selensky var strax tilbúinn að þjóna Vesturveldunum með þeim hætti sem enginn annar í Úkraínu hafði fengist til, þó flestir væru annars marki Mammons brenndir í þessu líklega spilltasta ríki Evrópu !
Úkraínska þjóðin er hinsvegar ekki spurð eins eða neins. Hún er bara núll og nix í þessu glæfraspili öllu og fær engu að ráða. Brusselmafían segir bara að hún eigi að þola, þola og þola !
Íslendingar ættu að þekkja vörnina sem felst í því að vera í Nató. Hún sannaði sig, eða hitt þó heldur, þegar Bretar beittu okkur löndunarbanni 1952 og Rússar björguðu okkur með því að kaupa allan okkar fisk. Hún sannaði sig í landhelgis-stríðunum þegar Nató gerði nákvæmlega ekkert fyrir okkur, vegna þess að Bretar voru miklu mikilvægari bandamenn en við, þessar fáu hræður hér !
Samt var sagt í vinaþjóða sáttmálanum mikla, að árás á eitt aðildarríki Nató jafngilti árás á þau öll. ,,Það er svo öruggt fyrir okkur að vera í Nató tónuðu þá hinir heilaþvegnu eins og þeir hafa alltaf gert, allt fram á þennan dag !
Hvernig stóð á því að rússnesk olía var alltaf keypt inn í landið, sama hvaða flokkar voru hér í stjórn ? Af hverju keyptum við ekki olíu af vinaþjóðum okkar í Nató ? En svarið við því var einfalt, það var vegna þess að þessar margblessuðu vinaþjóðir voru ekki reiðubúnar til að selja okkur olíu á jafn lágu verði og Sovétríkin !
Jafnvel örgustu íhaldsdurgar og Natóþý vildu því kaupa olíuna af Rússum af því að það var svo miklu hagstæðara og peningalegur ágóði er nú alltaf svo hugstæður hjarta íhaldsins, enda mun gróðinn hafa skilað sér til þess í gegnum olíufélögin !
Við Íslendingar höfum alltaf haft þann leiða sið að skríða mest fyrir þeim þjóðum sem verst hafa farið með okkur hverju sinni og við gerum það enn. Vinaþjóðir, í túlkun ráðandi afla í Íslandi, eru og hafa jafnan verið þær þjóðir sem skapa útvöldum aðilum á Íslandi möguleika á viðskipta-samböndum sem færa þeim auð í hendur. Þar ræður bisniss en ekki vinátta. !
Það er þá ætlast til að menn selji sig með húð og hári og fái ríflega framfærslu í staðinn. En sálir viðkomandi manna eru þá jafnframt afíslenskaðar og sendar í stjörnumerktum sellofanumbúðum til geymslu í Pentagon eða hjá CIA eða öðrum óþverrabönkum bandarísku heimsvalda-stefnunnar til síðari nota !
Við Íslendingar höfum þannig aldrei vitað eða skilið hverjir sýna okkur raunverulegan vinarhug og verðum því smám saman vinalausir, eins og ótilteknir útgerðarmenn sem vaða í peningum, en eiga enga vini og munu aldrei eignast neina. Því veldur óhreinleiki auðsuppsprettunnar, sem nærist af spillingu og meiri spillingu gegn þjóðarheill. Í síðasta hruni sýndi sig hvað kærleikur vinaþjóðanna var lítilsvirði þegar kom að skuldaskiptum !
Íslensk stjórnvöld virðast lengstum, frá inngöngunni í Nató, hafa verið keimlík þeim ráðamönnum sem nú sitja á rassinum í Kiyv og fórna sinni eigin þjóð fyrir Nató/ESB línuna frá Brussell. Íslenska þjóðin er að vísu ekki sölluð niður á vígvöllum, en fórnarvilji stjórnvalda hennar virðist ótakmarkaður þegar Nató á í hlut !
Þjóðin er jafnframt mötuð á endalausum lygum dag eftir dag, og við slíkar aðstæður og slíkt sálarfóður óhrein-leikans, heldur engin manneskja eða nokkur þjóð heilbrigðum sönsum til lengdar !
Fjölmiðlar á Vesturlöndum, að þeim íslensku meðtöldum, hafa að undanförnu gjörfallið á sérhverju sannleiksprófi sem hið yfirlýsta fjórða vald. Þeir fylgja línunni sem fóðrar þá og hafa svikið allar skyldur við almenning um heiðarlegar upplýsingar. Þar virðist ekki hægt að undanskilja neinn. Lygaáróðurinn ræður og fer ofar fjöllum því þjónustan við hann á sér engin takmörk !
Og það versta er, að þeir sem áttu að verja okkar menningu og okkar lífsgildi, hafa reynst verstu svikararnir. Þessvegna er sú Evrópumenning sem við höfum þekkt og metið vígð þeim dauða sem yfirvöld Vestur-Evrópu hafa þegar samþykkt fyrir sitt leyti með ótrúlega vitlausri inn-flytjendastefnu um langt skeið. Stefnan þar er að drepa allt sem við höfum staðið fyrir og viljum standa fyrir !
Vestræn menningargildi eru nú fótum troðin af eigin yfirvöldum því fyrir Nató/ESB virðist það ekki skipta neinu máli hvort álfan sé Evrópa eða Evrabía, svo framarlega sem aðkomnir íbúar álfunnar, frá öðrum álfum, hlýða línunni frá Brussel !
Hið yfirlýsta varnarbandalag, sem átti að verja evrópska menningu og evrópsk gildi hefur einfaldlega - aldrei í rauninni - verið til sem slíkt !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:52 | Facebook
Nýjustu færslur
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
- Áskorun til kjósenda : Sendum Vg afleggjaratusku íhaldsins ...
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 7
- Sl. sólarhring: 106
- Sl. viku: 813
- Frá upphafi: 356658
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 645
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)