Leita í fréttum mbl.is

Nokkur orđ um Stalíngrad-sverđiđ !

 

 

 

Á fundi leiđtoga Bandamanna í Teheran í nóvemberlok 1943 afhenti Winston Churchill forsćtisráđherra Bretlands Jósef Stalín leiđtoga Sovétríkjanna hiđ svonefnda Stalíngrad-sverđ. Ţađ var gjöf frá Georgi VI. Bretakonungi og bresku ţjóđinni til íbúa og verjenda Stalíngrad, gefiđ í minningu hins mikla sigurs sem ţar var unninn á herjum nasista !

 

Churchill segir í frásögn sinni af atburđinum,Stalín hafi lyft sverđinu ađ vörum sér og kysst ţađ og afhent ţađ síđan Voroshilov marskálki ,,who dropped it.“ Hinn ofmetni breski sagnfrćđingur Antony Beevor lýsir afhendingu sverđsins međ sínum hćtti og dregur eins og hann virđist eiga vanda til, athyglina frá ađalatriđi ađ aukaatriđi. ,,Voroshilov tók svo klaufalega viđ sverđinu ađ hann missti ţađ niđur á gólf !“

,,Ó, ţessir Rússar, geta ţeir aldrei gert neitt rétt,“ andar frá texta Beevors eins og trúlega er til ćtlast. En hverju halda menn á lofti og hvernig lýsa menn atburđum ? Er sannleikurinn einhvers virđi eđa ţarf ađ hagrćđa honum svolítiđ ?

 

Kjarni málsins var auđvitađ og er sú stađreynd, ađ breski kóngurinn ásamt breskum stjórnvöldum var ađ heiđra Rússa međ ţessari gjöf, heiđra ţá fyrir ofurmannlegt afrek, sem allir virtust gera sér grein fyrir á ţessum tíma, ađ hefđi veriđ unniđ. Beevor segir, sem viđ mátti búast, ađ Churchill hafi gert stundina minnistćđa međ málsnilld sinni, hvađ annađ, en hann reynir samt sem áđur um leiđ, samkvćmt eđli sínu og innrćti, ađ kasta rýrđ á Rússa međ frásagnarmáta sínum. Hann reynir ţannig ađ gera ţessa heiđursstund Rússa ađ heiđursstund Breta !

 

Hinsvegar er ţađ nokkuđ táknrćnt fyrir breskar hefđir, eins og ţćr ţekktust međan Bretar voru og hétu, ađ fara ţessa leiđ, og láta búa til ţetta heiđurssverđ í aristókratískum ađalsanda fyrri tíđar. En eftir stendur samt, ađ áriđ 1943 gerđu Bretar sér einhverja grein fyrir hetjudáđum Rússa viđ Stalíngrad og vildu heiđra ţá fyrir vikiđ !

 

Síđar meir virđist sá skilningur hinsvegar hafa tapast mikiđ til, eftir stofnun Nató og upprennandi kalt stríđ. Ţar viđ bćtist, ađ Bretar munu líklega alla tíđ hafa veriđ ófćrir um ađ setja sig í ţau spor sem stigin voru viđ Stalíngrad, og ekki síst ţegar frá leiđ !

 

En hvađ skyldi hafa orđiđ um ţetta sögulega sverđ, ţessa bresku snilldarsmíđi ? Eftir ţví sem best verđur vitađ, á ţađ ađ vera međal sýningargripa á Minningar-safninu um Orustuna viđ Stalíngrad í Volgagrad í Rússlandi. Eftir ađ hafa fariđ um hendur Búdennís marskálks, Churchills, Stalíns og Voroshilovs marskálks, á sverđiđ nú vera geymt á ţessu safni !

 

Umrćtt sverđ er vitnisburđur um samskipti Breta og Rússa, löngu fyrir ţá huglćgu sverđsgjöf sem Boris Johnson forsćtisráđherra Breta fćrđi Rússum fyrir ekki alls löngu, međ vondum afskiptum sínum af málefnum Úkraínu, ţar sem hann kom í veg fyrir ađ fasistastjórnin í Kiyv héldi gerđa friđarsamninga viđ ţá og hvatti ţess í stađ til stríđs !

 

Svona getur mönnum nú fariđ illa aftur í ţjóđlegum skilningi á tiltölulega stuttum tíma. En samt verđur ađ viđurkennast ađ jafn aumur mađur og Boris Johnson er auđvitađ langt frá ţví ađ vera heppilegt mannlífseintak fyrir hönd Breta, til slíkrar viđmiđunar !

 

Stalingrad sverđiđ er og verđur vafalítiđ merkur minningargripur um fyrri tíđar viđhorf Breta gagnvart heiđrunarmálum, jafnvel ţegar Rússar eiga í hlut. Sinn er siđur í landi hverju og allt hefur líklega til síns ágćtis nokkuđ !

 

En gaman hefđi veriđ ađ vita hvernig ţáverandi leiđtogar Sovétríkjanna hafi í raun litiđ á ţetta mjög svo brodd-borgaralega heiđrunarframlag Breta, ţó ţeir hafi líklega kurteisinnar vegna, tekiđ ţví öllu vingjarnlega, – nema kannski – eins og ađalatriđiđ verđur auđvitađ hjá Antony Beevor - klaufinn Voroshilov !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 116
  • Sl. viku: 837
  • Frá upphafi: 357105

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 680
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband