Leita í fréttum mbl.is

Ţjóđin gefur en ţjóđin ,,verđur ađ borga" !

 

 

 

Eitt af síđustu verkum fyrrverandi forsćtisráđherra í embćtti, virđist hafa veriđ ađ láta taka saman bókarkorn nokkurt í tilefni 80 ára afmćlis lýđveldisins. Ţetta átti ađ vera gjöf til ţjóđarinnar á ţessum tímamótum, en trúlegt ţykir mér ađ ţjóđin hafi veriđ látin borga ţetta uppátćki ađ fullu og öllu !

 

Og ţegar mađur skođar ţessa bókargjöf og pólsku textana sem fylgja, fer mađur ósjálfrátt ađ hugsa um ástkćra, ylhýra máliđ, sem allir segjast vera ađ vernda. Hverskonar upphafning íslensks kjarna-gildis í ţjóđmenningu okkar er ţađ, ađ ţýđa hvert einasta orđ á íslensku yfir á pólsku, jafnvel á einhverju sérhönnuđu útgáfufyrirbćri, sem á ađ vera ţjóđinni til heiđus ? Lengi framan af voru ótal námskeiđ, greidd af ríkinu og ASÍ, til ađ kenna innflytjendum máliđ ? En nú er allt ţýtt ofan í ţá og undirstrikađ um leiđ ađ ţađ sé engin ţörf fyrir ţá ađ lćra íslensku !

 

Og ţjóđin er látin borga, borga hverja heimskuögn og hégómadellu sem alveg veruleikafirrt forustufólk, sem virđist lifa í skýjaborgum skólakenninga, lćtur sér til hugar koma. Alltaf er ţjóđin látin borga. Skyldum viđ aldrei geta komiđ okkur upp frambćrilegu forustuliđi, er ţađ alveg gjörsamlega ómögulegt á ţessum síđustu og verstu tímum ?

 

Ţjóđin er nefnilega forustulaus međ öllu, ţađ blasir viđ öllum sem vilja sjá. Sjálfstćđiđ er fariđ í sellofanumbúđa-ómennsku til Brussel, fjárhagurinn er alfariđ kominn í hendur Nató og Úkraínu og ekkert virđingarvert ađ verđa eftir í íslenskum höndum. Öll völd eru komin til erlendra ađila !

 

En ţrátt fyrir ótrúlega vesalmennsku síđustu tíma, verđur Ísland ađ vera áfram Ísland, ekki North Poland og á Íslandi, á samkvćmt öllum gildandi ákvćđum laga, íslenska ađ vera hiđ löghelgađa tungumál. Ţeir sem hingađ koma og setjast hér ađ, geri bara svo vel ađ lćra íslensku. Ţađ er ţađ minnsta sem ţeir geta gert fyrir allt ţađ sem gert er fyrir ţá !

 

Ţannig verjum viđ ţjóđtungu okkar best, tungu sem stađist hefur meira en ţúsund ára raun og auđgađ menningu okkar og mennsku meira en flest annađ. Ţađ er tungan okkar sem hefur gert ţađ ađ verkum ađ viđ erum til í dag sem ţjóđ !

 

Annars vćrum viđ löngu horfin í ţjóđa-hafiđ, gleymd af öllum. Ef viđ týnum tungunni, dýrmćtustu eign okkar, ţá er íslenska ţjóđin búin ađ vera og öll mannleg reisn í ţessu landi verđur ţar međ endanlega horfin. Er ef til vill veriđ ađ stefna ađ ţví ?

 

Viđ Íslendingar stóđum af okkur norsku yfirgangsáhrifin og dönsku árásina, og erum ađ berjast viđ ensku árásina og nú virđist pólsk árás á ţjóđgildi okkar vera í uppsiglingu. Og enginn er ađ verja íslenska ţjóđarhagsmuni, allra síst ţau yfirvöld sem kalla sig íslensk en eru ţađ tćpast lengur. Ţau virđast hafa gengiđ ađ fullu í björg hinnar erlendu ásćlni í algjörri andstöđu viđ allt sem íslenskt er og íslenskan anda liđinna alda !

 

Ţađ á víst ađ vera einn löghelgađur dagur á ári, sérútvalinn heiđrunardagur, vígđur íslenskri tungu. En stundum efast mađur um ađ svo sé, ţví ţađ virđist svo margt falskt viđ framsetninguna á ţeim gjörningi. Og raunar virđist full ţörf á ţví ađ spyrja í fullri alvöru: Ţurfa ekki allir dagar ársins ađ vera dagar íslenskrar tungu ?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 844
  • Frá upphafi: 357112

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 687
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband