Leita í fréttum mbl.is

Um villuráfandi þjóðir og afnám dómgreindar !

 

 

Sú var tíðin að okkur Íslendingum fannst að Norðmenn væru okkar nánustu frændur og mikið var gert úr þeim tengslum. Nú vitum við flestir betur. Færeyingar eru líklega okkar nánustu og bestu frændur og Danir eru okkur, jafnvel nákomnari þegar á allt er litið, en Norðmenn. Það hefur sýnt sig í mörgu !

 

Það er því sannarlega margt orðið öðruvísi en það var. Og við skulum gera okkur fulla grein fyrir því, að heimurinn er ekki sá sami og hann var, áður en styrjöldin skellur á sem nú er að nálgast okkur hröðum skrefum og fátt virðist ætla að hindra. Það virðist margt benda til þess að tíminn í dag minni á tímann árið 1914. Styrjöldin sem hófst þá, var ekki í byrjun sú ógn í augum fólks sem hún varð. Menn voru kærulausir og gerðu sér enga grein fyrir þeim hryllingi sem framundan var !

 

Við skulum því ekki láta gamlar fullyrðingar um frændsemi og vináttu milli þjóða spilla sýn okkar til þess sem veruleikinn er að segja okkur upp á hvern dag. Kaldur veruleikinn segir okkur nefnilega, að það eru Nató, Bidenstjórnin bandaríska og ESB sem eru aflvakar þess stríðs sem nú er verið að trekkja upp !

 

Og á bak við stríðsæsingastefnu þessarar auðvaldsþrennu er sú staðreynd að Vesturveldin eru að missa valdatök sín á heiminum. Hin afar illræmda heimsvalda-stefna Bandaríkjanna er að renna sitt skeið. Fjölpólastaða í málefnum heimsins er að taka við, þar sem ofríki eins ríkis verður ekki liðið lengur !

 

Og nú er hægt að sjá betur en nokkru sinni fyrr, hvað allt kjaftæði hins svokallaða frjálsa heims, um frelsi og lýðræði inniheldur í raun. Þar er ekkert sem heldur vatni og langt síðan einhver heilbrigð innistæða var þar til í þeim efnum. Vesturveldin, sem hafa skapað langtíma heim arðráns og yfirgangs gagnvart öllum öðrum, þola ekki lýðræðislegan framgang mála þegar hann rís gegn hagsmunum þeirra. Þá verður svar þeirra ofbeldi og styrjöld !

 

Norðurlöndin öll hafa kastað frá sér fyrri stefnumiðum og tekið sína örlaga-ákvörðun. Það hefur orðið þeirra val að styðja vígbúnaðaruppbyggingu og heimsófrið. Þau stefna sínum þjóðar-fleyjum inn í storminn sem er að koma. Þar hefur öllu fyrra starfi friðarstefnu og milligöngu í deilumálum verið hent á haugana. Umrædd ríki munu að verðleikum uppskera eins og þau sá !

 

Ekkert framlag af hálfu mannlegrar dóm-greindar, mælir með því að við Íslendingar eltum þessar margyfirlýstu frændþjóðir okkar inn í kjarnorkueldinn, þó þau fáryrði séu til, og löngum viðhöfð við líkar aðstæður, að sælt sé sameiginlegt skipbrot !

 

En íslensk stjórnvöld fylgja sama glötunarferlinu og frændþjóðirnar á meginlandinu og það í einu og öllu, og það mun hafa sínar afleiðingar fyrir land og þjóð. Færeyingar sýna þó að þeim er það hugstæðast sem löngum fyrr, að hlynna að eigin þjóð og hafna því að fara í stríð við aðrar þjóðir og láta þannig nota sig !

 

En svo við víkjum aftur orðum sérstaklega að Norðmönnum, þá hafa þeir hreint ekki verið okkur Íslendingum sérlega hliðhollir í málum síðustu áratugina. Afskipti þeirra af ýmsum miklum þjóðþurftar og nauð-synjamálum okkar, hafa ekki undirstrikað neinn sérstakan velvilja af þeirra hálfu til okkar. Það hefur til dæmis sýnt sig í gegnum landhelgismál okkar, að þar hefur ráðið og ræður annað en velvild afstöðu Norðmanna til okkar !

 

Slík viðhorf af þeirra hálfu hafa líklega markast töluvert af því, að norsk stjórnvöld hafa nánast alla tíð verið gegnsósa af þrælslund til Nató. Og við munum líklega flest eftir því að Nató gerði ekki neitt fyrir Ísland í land-helgismálunum. Þar voru hinsvegar Bretar bakkaðir upp og það réði afstöðu Norðmanna í okkar garð. Þjóðlegur manndómur í Noregi virðist varla lengur vera til. Í Natónorskum anda, hafa öll opinber tengsl Norðmanna við Íslendinga oftast orðið býsna viðskiptalega köld og ópersónuleg !

 

Þó hefur samt verið svo, að maður hefur fylgst nokkuð með norskri sögu, þó fátt hafi vakið manni þar hrifningu á þessum marglofuðu frændum okkar, um langt skeið. En maður kannast svo sem við nöfn margra Norðmanna, svo sem Vidkun Quisling fyrrverandi hermálaráðherra, Jens Hundseid fyrrverandi forsætisráðherra og fleiri. Og maður kannast svo sem við feril slíkra manna. Já, og svo kannast maður nokkuð við feril Jens Stoltenbergs fyrrverandi for-sætisráðherra !

 

Norðmenn Natóandans virðast því miður, að mörgu leyti opnir fyrir ýmsu, sem maður á erfitt með að skilgreina með öðrum hætti en þeim, að þar sé um að ræða nálgun við nasisma. Og ef svo er, verður það að teljast mikil þjóðleg afturför !

 

Hvað skyldu menn eins og Fridtjov Nansen, Jan Baalsrud, Gunvald Tomstad og Peder Morset segja, ef þeir gætu séð hvað orðið er úr öllu því í dag sem þeir gáfu líf sitt og starf fyrir ? Og auk þeirra margir fleiri sem voru Norðmenn undir stórum staf heilbrigðra þjóðlífshátta ?

 

 

,,Skömm er óhófs ævi“ segir máltækið og ,,Margur verður af aurum api“, slík spakmæli geta sem best átt við aðstæður í Noregi eins og þær virðast horfa við í dag. Norðmenn halda víst í miklum velsældarhroka sínum, að samfélagsveisla þeirra muni standa um alla framtíð. En það er mikill misskilningur !

 

Það er þegar ljóst, að í andlegum skilningi er ríkidæmi Norðmanna orðið að bölvun þeirra, syndabyrði og sálarfjötrum. Þjóðleg heilbrigðisstaða þeirra er því á förum, inn í tómleika og andlegt niðurbrot, og það er að öllum líkindum verðskulduð niðurstaða !

 

Alveg eins og einstaklingar, geta þjóðir í heilu lagi gengið af göflunum og það virðist sannarlega vera að gerast í dag með nánast allar Norðurlandaþjóðirnar. Dómgreindarleysið þar og víðar í Vestur-Evrópu virðist orðið svo almennt, að það er eins og fólk ætli sér bara að taka fagnandi á móti þriðju heimsstyrjöldinni ? Og kannski gerir það það. En það verður áreiðanlega það síðasta sem það gerir !

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 848
  • Frá upphafi: 357116

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 690
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband