Leita í fréttum mbl.is

,,Labour íhaldiđ“ er lítiđ skárra !

 

 

 

Nú er Tony Blair, fyrri tíđar fallin stjarna, farinn ađ ráđleggja Keir Starmer hvernig halda beri á málum. Sennilega gćti Starmer varla fengiđ verri ráđgjafa. Tony Blair er úrelt fyrirbćri og hann skildi ekki vel viđ. Sennilegt er, ađ valdatími íhaldsins eftir ţá félagana Blair og Brown, hafi einkum komiđ til vegna ţess ađ fólk var hćtt ađ treysta Verkamanna-flokknum til eins eđa neins, eftir valdaferil ţeirra tvíburanna. Ţeir spiluđu sig alveg út úr ţjóđarsálinni !

 

Blair er bara umhugađ um ađ vernda sína pólitísku arfleifđ. En hún er nú ansi mikiđ minni en hann heldur. Ferill hans í innflytjendamálum var aldrei beysinn og hann var, engu síđur en ađrir forsćtis-ráđherrar Breta á síđari árum, algjör undirlćgja Bandaríkjanna og fylgdi ţeim í einu og öllu. Ţađ varđ Bretum til áfram-haldandi og enn frekari niđurlćgingar í Írak og víđar. Nú vill Blair ađ Starmer fylgi hans forskriftum, líklega svo hans forusta verđi ekki til ađ kasta rýrđ á valdatíma Blairs sjálfs og sýna í enn opnara ljósi ţau mistök sem ţá voru gerđ af forustu flokksins !

 

Framtíđarsýn Blairs eftir fimmtíu ár virđist vera ađ ţrjú risaveldi verđi ţá leiđandi, Bandaríkin, Kína og ef til vill Indland. Manngreyiđ minnist ekkert á Rússland sem er ađ ná vopnum sínum á ný sem rísandi veldi. Hann virđist ekki sjá, ađ Bandaríkin eru ţegar í dag hnignandi veldi, svo mađur tali nú ekki um 50 ár héđan í frá. Svona spámenn eigin óska-drauma geta nú ekki talist merkileg fyrirbćri, og Blair hefur aldrei veriđ merkilegur mađur, jafnvel ekki ţegar hann var talinn á toppnum og menn héldu ađ hann hefđi eitthvert manndómslegt innihald !

 

Mađurinn fékk drjúgan valdatíma en skildi ekkert eftir sig nema Gordon Brown, sem var síst betri leiđtogi. Ţeir voru báđir lítiđ annađ en hćgrisinnađir strákar sem komust á sviknum forsendum til valda í röngum flokki og reyndust eigin ţjóđ til lítils gagns.

 

Sem ungir menn ţóttust ţeir ţó róttćkir og ćtluđu sjálfsagt margt ađ gera, en grundvöllurinn var í raun annar en ţeir héldu. Ţessvegna varđ stefnan nokkuđ önnur ţegar fram í sótti. Enda hrósađi Margaret Thatcher sér víst síđar af ţví ađ hafa skapađ persónuna Tony Blair og margt hefur líklega veriđ vitlausara sagt !

 

Ţegar mađur hugsar til ţess ađ Bandaríkin og Indland óskipt voru áđur nýlendur Breta og jafnframt hvađ Bretar arđrćndu Kína ţar ađ auki, finnst manni nokkuđ sérstakt hvađ Bretum varđ eiginlega lítiđ úr ţessari yfirburđastöđu sem ţeir höfđu á heimsvísu. Og ţađ auk alls arđráns ţeirra í Afríku. Nú eru Bretar bara undirmálsţjóđ međ land sitt fullt af vandamálum, međal annars vegna ósamstćđra ţjóđfélagshópa, sem eiga ađ mestu leyti litla sem enga samleiđ, eins og sannast betur međ hverju ári !

 

Hlutverk Breta, varđandi yfirráđ á heims-vísu, er löngu liđin tíđ og bresk stjórnvöld ráđa sem fyrr segir ekki á nokkurn hátt viđ innanlandsmál sín núorđiđ og virđast hrekjast til og frá eftir hverjum kenningavindi, enda eru ţeir margir vindarnir sem ţar blása núorđiđ, og sumir gćtu ţessvegna talist hćttulegir gagnvart öryggismálum ríkisins !

 

Breska heimsveldiđ varđ fljótt ađ skipulagslausum óskapnađi eftir seinna stríđiđ og móđurlandiđ skipti um íbúalega samsetningu í kjölfariđ. Bakslag Breta, í öllu vćgi frá fyrri tíđ, er međ ólíkindum og á reyndar upphaf sitt í skuldastöđu ţeirri sem ţeir komust í gagnvart Bandaríkjunum strax í fyrra stríđi. Síđan hafa Bretar naumast séđ til sólar í einu eđa neinu !

 

En hér var meiningin ađ tala um frekar lítilsverđan framagosa sem enn er ađ reyna ađ gera sig gildandi, ţó hann hafi líklega aldrei stađiđ sjálfur sérlega fast í fćtur stefnulega séđ og jafnan veriđ tćki-fćrissinni í húđ og hár. Sumir kjósa ef til vill ađ spyrja, hvađ var Tony Blair sem stjórnmálamađur ? Var hann á einhvern hátt trúverđugur í raun eđa var hann bara lýđskrumari ? Ekki er hćgt međ nokkru móti, ađ sjá ţađ á ferli hans, ađ hann hafi nokkurntíma veriđ eđa sé heilsteyptur mađur ađ inntaki og gerđ !

 

Ţađ er heldur ekki svo ađ sjá, ađ breskir pólitíkusar í seinni tíđ hafi veriđ miklir bógar. Myndu sumir ekki hika viđ ađ telja ţá undantekningalítiđ verulega lélegan söfnuđ. En ţegar slíkir vilja fara ađ leiđbeina ţeim sem nú eru í forustu, ćtti ţađ ađ geta sagt okkur töluvert um aftur-förina á ţessu sviđi, á ekki lengri tíma !

 

Ef Keir Starmer hygđist gera Tony Blair ađ ráđgjafa sínum og lćriföđur, vćri ţađ vísasti vegurinn fyrir hann til pólitískrar brotlendingar. ,,Labour íhaldiđ“ er hinsvegar lítiđ betra en Tory íhaldiđ í Bretlandi, enda kom ţađ strax í ljós međ stjórn Attlees 1945 og hefur allar götur síđan átt heldur skítugan feril viđ stjórn, einkum ţó í utanríkismálum !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 25
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 594
  • Frá upphafi: 365492

Annađ

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 507
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband