Leita í fréttum mbl.is

Um líf í heimi lyga !

 

 

 

Ţađ er á vitorđi allmargra ađ ţessi heimur okkar gengur fyrir lygum. Og ţeir sem eru ekki sáttir viđ ţađ og vilja lifa undir áhrifum Sannleikans, reyna ađ tala fyrir betri siđmennt, en ţađ gengur ekki vel. Miklu fleiri eru sáttir viđ lygarnar, nćrast á ţeim á hverjum degi og nota ţćr sem sitt vítamín !

 

Ţađ er samt engum til ávinnings ađ lifa í trú á lygar. En stađreyndin er sú í ţessum glatađa heimi, ađ milljónir manna vinna hvern dag viđ ađ framleiđa lygar fyrir milljónir annarra manna. Svo ađ fram-fćrsluţörfin í gegnum lygarnar er hreint ekki svo lítil efnahagsuppspretta í dag. Hinar viđurkenndu hagfrćđiformúlur undirstrika ţađ líka međ afgerandi hćtti, enda yfirleitt sendar frá miđstöđ Mammons á Sílygastöđum í Brussel !

 

Ţađ er líka ţannig allar stundir, ađ fréttastofur fáviskunnar leggja allan heiminn undir upplýsingaflćđi sitt af fćriböndum í milljónatali, ţađan kemur stöđugt flćđi ósannindaáróđurs og stórkostlegrar blekkingariđju, sem gerir flestu fólki ófćrt ađ standast slíkt ofurmagn síbyljulyga, svo ţađ flýtur bara međ saurflćđinu fram í sjó. Í hinum risastóra, ofurskreytta viđhafnarsal hinnar fölsku veraldarumrćđu, á lygin allt rýmiđ nema örlítiđ horn ţar sem Sannleikurinn reynir enn ađ láta til sín heyra !

 

Sem sagt, menn lifa á lygum. Sumir lifa á ţví ađ ljúga ađ öđrum og eru á háu kaupi viđ ţađ út um allan heim. Ađrir lifa á ţví ađ láta ljúga ađ sér og una sćlir viđ ţađ, ţví veruleikinn lćtur svo illa í eyrum. Ţetta gerir ţađ ađ verkum, ađ heimurinn gengur fyrir tómum blekkingum og stađa mála er aldrei raunsönn eins og hún er birt. Lygar flćđa um allar gáttir um allan heim !

 

Ekki ţarf neinn ađ velkjast í vafa um ađ í ţessum efnum er vandlega séđ fyrir öllum hlutum. Allskonar innherjar koma ţar ađ málum og beinir hagsmunaađilar sjá um alla fóđrun dags daglega og lygar eru ţeirra sérgrein. Og yfirgnćfandi meirihluti mannkynsins gleypir viđ öllu sem felst í fóđruninni, sér í lagi náttúrulega sá hluti ţess sem hugsar kannski lítiđ sem ekki neitt !

 

Ég hef haft kynni af nokkuđ mörgu fólki sem virđist kunna vel viđ ţessar lygar. Ţađ virđist vilja hafa heiminn í stíl viđ ţá mynd sem ţar er gefin. Ţađ segir blátt áfram međ afstöđu sinni, til ţess sem er í gangi hverju sinni, ,,ef sannleikur málanna dregur úr öryggiskennd minni og trú á ţađ ađ allt sé í lagi, vil ég ekkert hafa međ hann ađ gera !“ Svo ţađ gerir jafnvel vísvitandi lygar ađ vörn sinni og trúir ţví ađ ţćr veiti skjól. Ţannig vill ţađ lifa – og deyja, og kemur líklega helst til međ ađ deyja ţannig !

 

Lygar eru mjög áţreifanlegar í öllu umhverfi okkar. Heiđarleiki í viđskiptum er bara brot af ţví sem hann var fyrir sextíu árum eđa svo. Lygar í daglegu tali eru skilgreindar sem varnarviđleitni gegn hverju sem er. Handsöl eru löngu liđin tíđ, enda allt traust milli manna í mýflugumynd nú til dags - eins og vitađ er !

 

Ţó skjöl séu margstimpluđ í kerfinu og fái jafnvel blessun margra gráđufeitra lögspekinga, getur sitthvađ klikkađ fyrir ţví. Ekkert heldur vatni í tíđarandatáli hins falska veruleika. Ćvagömul eignarbréf fyrir jarđeignum, sem hafa veriđ tekin gild í gegnum margar kynslóđir, eru nú véfengd og höfđ ađ engu, og ţađ af fulltrúum ţess valds sem síst skyldi. Og jafnvel viđ slíkar ađstćđur er logiđ svo ađ fólki, ađ ţađ heldur ađ mál séu á framfaravegi og allt fari batnandi, ţegar ćpandi reyndin er alveg ţveröfug og á skjön viđ allt sem rétt er og satt !

 

Lygar í sambandi viđ ţjónustustig kerfisins gagnvart almenningi aukast međ hverju ári. Fólki er sagt ađ ţađ eigi margvísleg réttindi sem síđan reynast ekki til ţegar eftir ţeim er leitađ. Fólk sem komiđ er á efri ár og ólst upp viđ ćrleg viđhorf, veit ekki lengur sitt rjúkandi ráđ í gjörbreyttum og gjörspilltum heimi. En sá vandi býđur upp á sína tíđarandalausn, ţví tölvurnar sjá ţar um samskiptin og ţćr eru tilfinningalausar !

 

Kristindómurinn á orđiđ mjög erfitt uppdráttar á Vesturlöndum, ţví sannur kristindómur á aldrei samleiđ međ lygum. Eftir ţví sem fleiri yfirlýstir fulltrúar trúarinnar gerast bođendur lyganna, skaddast hin heilnćma kenning meira. Baldur Skagapóstur lýsti Jesú Kristi og ţví sem hann stendur fyrir ađ eilífu, vel í eftirfarandi vísu :

 

Sannleikurinn sagđur hreinn

sigrar falska dóma

- honum ţjónađ hefur einn,

himni og jörđ til sóma.

 

Kristur samsamađi sig Sannleikanum og sagđi ,, Ég er Vegurinn, Sannleikurinn og Lífiđ !“ Samkvćmt kristnum skilningi er engin önnur leiđ til yfir á eilíft land lifenda nema í gegnum Drottin Jesúm. Ţeir sem ánetjast hafa lygum og fylgja ţeim, geta aldrei átt samleiđ međ Jesú Kristi. Ţeir hafa ţess í stađ valiđ sér veginn til eilífs dauđa !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 598
  • Frá upphafi: 365496

Annađ

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 511
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband