Leita í fréttum mbl.is

Hugleiđingar sögulegs efnis !

 

 

Eins og flestir vita eru sumar ţjóđir ţví marki brenndar ađ telja sig öđrum fremri, og ţađ jafnvel ađ flestu leyti. Ţađ hefur valdiđ ţví ađ ţćr eru alltaf međvitađ eđa ómeđvitađ ađ siđa ađra til. Ţađ er ţó löngu vitađ ađ ţćr hafa engin efni á ţví og ţeirra eigin saga er alls ekki svo geđsleg ađ hún leyfi slíkt umfram ađra !

 

Hrokafullt framferđi af ţessu tagi hefur löngum ţótt lođa viđ stjórnvöld Breta og Frakka og námfúsasti lćrisveinn ţeirra ađ ţessum siđum hafa síđan veriđ stjórnvöld Bandaríkjanna, sem alltaf eru ađ siđa ađra til, ţó ţau séu oftast međ allt niđur um sig í nánast öllum siđrćnum efnum !

 

Flestir geta vafalaust veriđ sammála um ţađ, ađ eitt ömurlegasta lćgingarár frönsku ţjóđarinnar í gervallri Sögu hennar hafi veriđ áriđ 1940. Ţá sviku ţjóđ sína leiđandi menn í stjórnmálum, her og fjármálalífi, međ ţeim hćtti ađ Frakkland bókstaflega hrundi á nokkrum dögum viđ innrás Ţjóđverja í landiđ. Ţađ var fimmta herdeild landráđamanna sem lék frönsku ţjóđina ţá svo illa, ađ allt lá opiđ fyrir ţýsku nazistunum sem komu, sáu og sigruđu !

 

Sambćrilegt ár í enskri sögu er líklega áriđ 1660. Eftir ađ enska ţingiđ neyddist til ađ rísa upp gegn einrćđistilburđum Karls I og borgarastyrjöldin hófst 1642, milli konungsins og ţjóđarinnar, ađalsins og borgaranna, gekk á ýmsu fyrst í stađ og herafla ţingsins vegnađi verr, enda var hann ţá undir stjórn manna sem stóđu eiginlega međ annan fótinn í herbúđum konungsmanna !

 

En Oliver Cromwell ásamt Thomas Fairfax endurskipulagđi her ţingsins og kom fram međ The New Model Army. Ţeir félagar unnu síđan afgerandi sigur á konungs-hernum viđ Naseby 1645. Konungur var ađ lokum dćmdur landráđamađur gagnvart ţjóđ sinni og hálshöggvinn 1649, enda langt frá ţví ađ vera saklaus. Konungssleikjur allra tíma hafa ţó tekiđ Karl I nánast í dýrlingatölu og ţađ jafnvel hér á Íslandi !

 

En leiđ Englendinga til lýđveldis varđ auđvitađ ţyrnum stráđ. Án Cromwells hefđu ţeir líklega ekki náđ einu eđa neinu. Eftir dauđa hans 1658 fór líka allt í handaskolum hjá leiđtogum ţingsins, enda flest komiđ ţar í bullandi svikapólitík, og loks var konungsveldiđ endurreist međ Karli II, sem yfirleitt er talinn hafa veriđ afskaplega lélegur og siđlaus konungur !

 

Ávinningur lýđrćđisins viđ sigur ţingsins í borgarastyrjöldinni var ţví takmarkađur og ekki síst er frá leiđ. Ađallinn kom aftur og konungsvaldiđ og allt óhófiđ og allur viđbjóđurinn sem ţví slekti fylgdi. Almenningskúgunin var óbreytt sem fyrr. Blóđfórnir ţćr sem fćrđar höfđu veriđ af alţýđu Englands fyrir vonir um aukiđ frelsi og tryggari lýđrćđisréttindi, voru viđ fyrsta tćkifćri gerđar ađ engu, ađ enskri ađalsréttar-siđvenju !

 

Enska ţjóđin ţekkti ekki sinn vitjunartíma og situr enn uppi međ allt sitt forréttindahyski á sínu framfćri, enda forfallin í konungsdýrkun og glans-fígúrumyndum hégómleikans út í gegn. Ţó Ţorsteinn Erlingsson hafi ort á sínum tíma ,, Og kóngar ađ síđustu komast í mát og keisarar náblćjum falda“ verđur ţađ áreiđanlega seint sem slík siđbót á sér stađ í Bretlandi !

 

Ţađ segir sitt um endurkomu konungs-valdsins, ađ strax og Karl II fann sig sćmilega traustan á konungsstóli, fór hann ađ ofsćkja menn sem höfđu veriđ í forsvari fyrir ţingiđ, lifandi sem dauđa. Hann lét grafa upp lík ţeirra sem látnir voru, ţar á međal lík Cromwells, svívirđa náina og hengja ţá og hálshöggva. Svo var  líkamsleifum ţessara merku manna fleygt í ár eđa á öskuhauga !

 

Ensk siđmenning var međ slíkum hćtti ofarlega á seinni hluta 17. aldar. Sá mađur átti ađ heita konungur Englands og Skotlands, sem braut ţannig allar reglur siđađra manna í hefndarţorsta sínum og af inngróinni lítilmennsku. Hann níddist á jarđneskum leifum látinna manna sem hann og fylgjendur hans höfđu ekki ráđiđ viđ međan ţeir voru á lífi !

 

Og ţá voru ţessir menn í raun og veru hinir sönnu leiđtogar ţjóđarinnar. Međal Cromwells og ţeirra sem svo voru svívirtir látnir, má nefna hinn frábćra flota-foringja Robert Blake, sem margir telja föđur breska flotans og sjálfur Nelson taldi sér frćknari og fremri !

 

En Englendingar hafa yfirleitt látiđ yfir sig ganga alla glćpi, sem konungar ţeirra hafa drýgt, eins og aftökur sćmdarmanna á borđ viđ Thomas More og John Fisher. Sú saga er ţess eđlis, ađ hún getur aldrei - hreint út sagt - orđiđ neinni ţjóđ til heiđurs eđa virđingarauka !

 

Ţađ er afar fátt sem styđur viđ franska sćmd í atburđum sem tengjast árinu 1940, og ţađ er á sama hátt afar fátt sem fylgir árinu 1660 sem lyftir undir enska sćmd !

 

Og ţarna áttu og eiga í hlut ţjóđir og stjórnvöld sem yfirleitt hafa leyft sér ađ tala niđur til annarra ţjóđa varđandi ćrlega siđi og heiđursverđa framkomu. Sumir ađilar ćttu og mćttu greinilega líta sér nćr, í siđmenningarlegum efnum sem og öđru !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.4.): 27
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 1027
  • Frá upphafi: 377541

Annađ

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 886
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband