Leita í fréttum mbl.is

Litiđ til baka – dćmi um dómgreindarleysi !

 

 

Bretar urđu ađ flýja frá öllum búnađi sínum í Dunkirk á tímabilinu frá 26. maí til 4. júní 1940, yfir sundiđ til Bretlands. Búnađur ţeirra fól í sér meira en 2000 fallbyssur, 60 ţúsund farartćki, 76 ţúsund tonn af skotfćrum og 600 tonn af bensíni. Ţađ munađi um minna !

 

Eftir var ţá taliđ í Bretlandi búnađur handa 2 herfylkjum, međ ţví ađ hirđa gamlar byssur af söfnum, en Ţjóđverjar réđu ţá yfir meira en 200 herfylkjum. Tap Breta viđ liđsflutningana yfir sundiđ var eftirfarandi : Yfir 200 skip og 177 flugvélar, ţar á međal 40% af bestu sprengjuflugvélum Breta. Allt var ţetta hin hrćđilegasta útreiđ. Ţeir björguđu samt meginhluta hersins, 338 ţúsund allslausum hermönnum, breskum og frönskum, og má líklega segja ađ ţađ hafi veriđ afrek út af fyrir sig !

 

En hvađ hafđi hinsvegar veriđ í gangi ? Ađeins 3 mánuđum áđur höfđu Bretar og Frakkar ćtlađ ađ senda 100 ţúsund manna hjálparher til Finna í Vetrarstríđi ţeirra viđ Sovétríkin, en Svíar neituđu ađ leyfa för hersins yfir sćnskt land og ţví varđ ekkert af ţví. Svíar vildu nefnilega meina ađ ţeir vćru hlutlausir. Ţađ virtist ţó allt annađ viđhorf ráđa hjá Svíum ţegar ţýskar hersveitir voru fluttar međ járnbrautum yfir land ţeirra til ađ berjast viđ Norđmenn og Breta í Narvik. Hlutleysi ţeirra stóđ ekki í vegi fyrir ţví. !

 

Og hinir allslausu Bretar sendu Finnum 144 flugvélar, 114 ţungar fallbyssur, 185.000 fallbyssu-sprengjur, 50 ţúsund hand-sprengjur, 15700 flugvélasprengjur, 100.000 hermannafrakka og 48 sjúkrabíla. Og hinir allslausu Frakkar sendu ţeim 179 flugvélar, 472 fallbyssur, 795 fallbyssu-sprengjur, 5100 vélbyssur og 200 ţúsund handsprengjur !

 

Hvorugt ríkiđ hafđi nokkur efni á ţessum hergagnasendingum og forsćtisráđherra Breta hafđi skömmu áđur lýst ţví yfir ađ ţađ vćri mikil vöntun á herbúnađi í Bretlandi og franskir ráđamenn töluđu alveg á sömu lund hvađ Frakkland varđađi. En Chamberlain og Daladier og ţeirra fylgifiskar trúđu ţví eins og nýju neti, ađ Hitler fćri ađ orđum ţeirra og réđist á Sovétríkin. Ţađ var ţví, ađ ţeirra mati, allt í lagi ađ styđja Finna. En Frakkland hrundi strax upp úr júníbyrjun viđ árás Ţjóđverja og Bretland var sem vitađ er, alveg á nástrái hernađarlega séđ, um nokkurt skeiđ ţar á eftir !

 

Hefđi Hitler ekki óttast svo mjög Sovétríkin og taliđ ţau allt of öflugt ríki á nćstu grösum viđ Ţýskaland og ađ ţau settu honum skorđur, hefđi hann ekki hikađ viđ ađ ráđast á Bretland í framhaldi flótta Breta frá Dunkirk og menn geta velt ţví fyrir sér hvađ lengi Bretar hefđu ţá getađ varist ?

 

Auk ţess hafđi ţađ alltaf veriđ ćtlun nazistaríkisins ađ ráđast á Sovétríkin og Hitlersstjórnin vissi ađ tíminn skipti máli og ađ sú árás mćtti ekki dragast lengi. Öll biđ í ţeim efnum ţjónađi fyrst og fremst hagsmunum Sovétmanna !

 

Innrás Ţjóđverja í Sovétríkin 22. júní 1941 kom endanlega í veg fyrir alla hćttu á innrás Ţjóđverja í Bretland. En ţá fór ,,lýđrćđisríkiđ“ Finnland međ Nasista-Ţýskalandi í beint árásarstríđ gegn Sovétríkjunum. En uppbyggđar varnir Rússa eftir vetrarstríđiđ, vestan viđ Leningrad, áttu sinn ţátt í ađ borgin gat varist Ţjóđverjum í 900 daga og féll aldrei í hendur ţeirra !

 

En glóruleysi breskra og franskra stjórnvalda frá ţessum tíma virđist ekki síđur fyrir hendi í dag. Ţar eru litlir karlar viđ völd sem löngum fyrr, menn sem senda öđrum vopn ţó birgđir séu litlar heima fyrir og treysta á Sám frćnda handanhafs og bomburnar hans, ef í nauđir rekur. Og kannski eru forsendur til ţess nú ađ ţađ reki í nauđir og ţađ verulegar nauđir. Og hvar er ţá veröldin stödd međ sitt brothćtta fjöregg ?

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 598
  • Frá upphafi: 365496

Annađ

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 511
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband