Leita í fréttum mbl.is

Að fara niður úr öllu valdi !

 

 

 

Nú þegar Vinstri græn hafa legið kylliflöt undir íhaldinu og frjálshyggjunni árum saman og þurrkað út hverja ögn af virðingu í sinn garð frá almenningi, virðast ráðherrar flokksnefnunnar og þingmenn leita í vaxandi örvæntingu eftir einhverju bitastæðu ágreiningsmáli við fyrrnefndan samstarfsflokk, til að reyna að bæta ímynd sem þegar er í rúst !

 

Vinstri græn hljóta eftir öllum réttum sólarmerkjum að vera á endanlegri útleið. Það er ekkert tilefni lengur til að bera traust til þeirra. Og sá forseta-frambjóðandinn sem kom úr liði Vg, var kolfelldur þrátt fyrir ríkulegan stuðning hægri aflanna, þar sem sumir gengu fram af sér í yfirlýsingum !

 

Það eina sem var verulega sláandi niðurstaða í nýafstöðnum forseta-kosningum var að umræddum frambjóðanda var algjörlega hafnað. Það blasir við hverjum manni sem skoðar málin. Núverandi forseti mun ekki hvað síst hafa náð kosningu vegna þess einbeitta ásetnings þjóðarmeiri-hlutans sem þar kom fram !

 

Það mun fljótt koma í ljós í haust, að Vg mun kosta kapps að fjarlægja sig stjórnartaumum íhaldsins, en ólíklegt er að þjóðin láti gabbast af þeim gerviformúlum sem þá verða settar upp. Vg er eitthvað sem tilheyra þarf fortíðinni og þá sem víti til varnaðar fyrir alla sem kjósa að vera vinstri menn og vera þar sjálfum sér samkvæmir !

 

Komandi kosningar þurfa að undirstrika það með skýrum hætti, að svik við stefnumál verði ekki verðlaunuð. Það eru svik við kjósendur og eðlileg lýðræðisafstaða getur ekki heiðrað slíka framkomu. Vg er ekki lengur neinn valkostur fyrir fólk sem vill að almannahagsmunir séu varðir í þessu landi. Þeir hafa verið beygðir og brotnir á margan hátt á síðustu árum, undir stjórnarforustu prímadonnunnar, í fullri baktjaldaþjónustu við svartliða !

 

Það vita allir hvaða flokkur hefur alla tíð verið skjaldborg sérhagsmunanna í þessu landi, en það þurfa líka allir að vita hvaða flokkur hefur dyggilegast stutt hann þar í öllu sér til svörtustu skammar. Og þessvegna er Vg ekki lengur boðlegur valkostur með sitt lið til setu á þingi. Þjóðin þarf að vera minnug á það sem gert hefur verið síðustu árin til ills og bölvunar fyrir hennar hag og hún þarf því - vegna eigin nauðsynjar, að varpa Vg endanlega á dyr !

 

En margur óhugnaður er í gangi að tjaldabaki og löngum er sagt að kerfið sjái um sína. Það á trúlega jafnt við um ríkiskerfið og pólitíkina. Það veit því enginn hvað kann að koma í ljós á næstu mánuðum sem verða líklega nokkuð miklir örlagatímar fyrir íslenska þjóð. Kjósendur þurfa því að vera vel á verði og varast allar þær blekkingar sem kunna að verða settar á svið á næstunni þeim til falls og skaða í náinni framtíð !

 

Sumir af komandi gjörningum kunna vafalítið að þykja mjög ógeðfelldir, að mati almennra borgara og langt frá allri þjóðlegri nauðsyn. Í slíkum tilfellum þarf fólk að vera tilbúið að láta hug sinn í ljós. Þingið má ekki vera afgreiðslu-stofnun fyrir blóðsugaættaða sérhags-munaaðila, heldur á það að endurspegla þjóðarviljann með réttarfarslegum hætti og siðferðilegum styrk. Fáir telja að það geri það eins og sakir standa !

 

Margt virðist fara eftir ljósfælnum leiðarmerkjum í pólitískum veruleika og alls kyns hyglingar virðast daglegt brauð. Til dæmis má nefna það, að nokkuð víst er talið, að einhverjir hægrisinnaðir áhrifa-menn muni líklega um þessar mundir, vera mjög uppteknir í kringum það miður skemmtilega verkefni, að leita með logandi ljósi um allt ríkiskerfið - að einhverri nógu feitri stöðu sem eftirkosninga huggunardúsu fyrir prímadonnuna !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 53
  • Sl. sólarhring: 102
  • Sl. viku: 622
  • Frá upphafi: 365520

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 534
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband