13.9.2024 | 12:27
Mannfélagshópur í útrýmingarhættu !
Flestir skyni bærir menn eru að byrja að átta sig á þeirri staðreynd að samfélagsvænir eða samfélagshollir stjórnmálamenn eru sannarlega í bráðri útrýmingarhættu. Þetta á við um stóran hluta heimsins, ekki síst Evrópu, og þetta á við um stöðu mála á Íslandi !
Þegar talað er um virta stjórnmálamenn á Íslandi er yfirleitt vísað til manna sem voru upp á sitt besta fyrir mannsaldri eða meira. Af hverju skyldi það vera ? Jú, að almennu mati, eru þeir tæpast til í dag. Það virðist sem það lið sem situr nú á alþingi njóti mjög lítillar virðingar meðal almennings og traustið á því sé varla mælanlegt meðal þjóðarinnar ?
Skýringarinnar á því er að mínu mati frekar að leita hjá hinum kjörnu fulltrúum en almenningi. Fólk metur stöðuna eftir frammistöðu þingsins gagnvart því hlutverki sem það á að gegna og telur hana afspyrnu slaka. Á þingi séu mjög fáir, ef nokkrir, að skila þeim verkum sem þeim er ætlað að vinna og sinna. Sem sagt, þingið er að mati almennings dæmigert upp á það, að samfélagshollir stjórnmálamenn séu á sömu hverfandi leiðinni og geirfuglinn forðum. Þeir geta ekki flogið í frjálsum anda, falla í gildrur og eru étnir upp sálarlega af hagsmunahópum Mammons !
Er það annars orðið lögmál á Íslandi að sérgott og egóhlaðið fólk sitji á alþingi ? Margir virðast líta svo á og það er vaxandi tilhneiging í samfélaginu fyrir því að það sé eðlilegt að hafa skömm á þingmönnum. Það er vond framvinda í málum, en af hverju er þá fólk að kjósa slíka fulltrúa fyrir sig á þing og það aftur og aftur ? Jafnvel löngu eftir að öllum er orðið ljóst að þeir eru frómt frá sagt - meira en gagnslausir sem slíkir !
Er þá kannski verið að kjósa flokkinn, sama hvað honum hugnast að bjóða fólki ? Varla getur það verið nú til dags, því traustið á flokkunum virðist langt frá því að koma vel út hjá kjósendum og er engu betra en traustið til þingmannanna. En hvernig eru þá málavextir ? Fer kannski margt fólk á kjörstað og skilur glóruna eftir heima ? Beitir fólk lýðræðisrétti sínum eins og það sé í svokallaðri rússneskri rúllettu ? Af hverju sitjum við uppi með ónýt stjórnvöld og ónýtt þing ?
Það er víst löngu liðin tíð, að fólk mennti sig til að verða samfélaginu til eflingar og gagns. Það tilheyrði frekar þeim tíma sem menntunina þurfti að sækja til Kaupmannahafnar. Nú til dags er menntafólk sannarlega ekki að sligast undan ábyrgð og glóandi samfélagskennd. Öðru nær !
Nú er það egóið eitt sem ræður og græðgin í gráðuspilltan frama, til þess að öllum verði kunnugt hvað viðkomandi ein-staklingur sé virkilega stórbrotin persóna. En dæmið gengur bara ekki lengur upp. Viðmiðin eru orðin svo skökk að ætlaður manngildisteljari fer með niðurstöður sínar út í móa, jafnvel Hádegismóa, og sá teljari er að mæla það stórt sem ekkert er !
Háskóli Íslands er löngu hættur að vera háborg íslenskrar menningar, eins og hann var kynntur við stofnun, hafi hann þá nokkurntíma náð því að verða það. Það sem menn hugsuðu varðandi þjóðleg menningarefni 1911 er löngu orðið að andstæðu sinni og varð það býsna fljótt. Hroki, sérgæska, snobb og egó tóku fljótt yfir og byrgðu fyrir alla útsýn til betri viðmiða !
Frá hreiníslensku sjónarmiði er langt síðan háskólinn virðist fyrst og fremst hafa orðið að notalegu dvalarhreiðri erlendra menntamanna og skyn þeirra á íslenska menningu og gildi hennar er sennilega vafasamt svo ekki sé meira sagt. Háskóli Íslands virðist í öllu orðinn að útungunarstöð fjölmenningar og íslensk menning er þar hvergi í öndvegi !
Egóistar af líku tagi og okkar menntamenn, frá miklu stærri þjóðum, munu í flestum tilfellum hugsa sitt út frá allt öðru og ólíku sjónarhorni en íslenskri þjóðmenningarstefnu. Hóflaust dekur við útlendinga á okkar kostnað er komið út úr öllu samhengi við þjóðleg gildi og þar virðist háskólinn miklu fremur orðinn að háborg fjölmenningar og þeirra rangsnúnu sjónarmiða sem henni fylgja. Sú staða verður aldrei neinu sem íslenskt er til gagns og gæða !
Svo þörfin á bitastæðum forustumönnum fyrir íslenska þjóð er brýn sem áður og jafnvel enn brýnni en hún var. En í því sambandi virðist sannarlega fátt um fína drætti. Þjóðin er sýnilega að glata þeim ávinningi sem sérhverri þjóð er talinn nauðsynlegur, með hliðsjón af vökulli og heilbrigðri sjálfstæðisvörn og lífsfrelsi almennra borgara !
Vandamálið er eiginlega uppeldislegs eðlis. Það hefur verið stórlega vanrækt að hlynna að þjóðræktarlegum sjónarmiðum í íslensku samfélagi og afleiðingarnar eru þegar orðnar augljósar. Íslenskt stjórn-málalið virðist orðið að einhverju alþjóðasinnuðu, óþjóðlegu og Nató-mörkuðu hyski sem veit ekki lengur hvar skyldur þess liggja. Stjórnmálalífið virðist orðið dauðhreinsað af þjóð-varnarsinnuðu fólki og enginn er að vernda sjálfstæði þjóðarinnar og síst af öllu flokkurinn sem kennir sig við það. Hann er eins og hægri flokkurinn í Danmörku sem heitir Venstre !
Þjóðhollir, íslenskir forustumenn ættu skilyrðislaust að vera á válista, þeir virðast svo gott sem útdauðir !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:12 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 52
- Sl. sólarhring: 101
- Sl. viku: 621
- Frá upphafi: 365519
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 533
- Gestir í dag: 48
- IP-tölur í dag: 48
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)