Leita í fréttum mbl.is

Er Sagan frá 1941 ađ endurtaka sig ?

 

 

 

Ţađ verđur aldrei hćgt ađ hreinsa ţađ af spjöldum Sögunnar, ađ Vesturveldin, einkum Bretland og Frakkland, ásamt auđhringa-valdi viđkomandi landa, fjármögnuđu ţýska nazistaríkiđ međ ţađ fyrir augum ađ senda ţađ gegn Sovétríkjunum. Hitler skeit ekki peningum, en peninga ţurfti hann ađ fá og fékk ţá – ađ vestan !

 

Bandaríska ríkiđ mun líklega hafa átt lítinn ţátt í ţeirri fjármögnun í eigin nafni á ţeim árum, einkum kannski vegna ţess ađ Roosevelt var forseti, en bandarískt auđvald, bankavald og einstakir auđkýfingar lögđu drjúgt í sjóđi Hitlers. Sumir slíkir voru yfirlýstir gyđinga-hatarar og stefna nazista höfđađi ţví ekki svo lítiđ til ţeirra. Á síđari tímum virđist hinsvegar Hitlersandinn hafa sett mark sitt svo á bandaríska stjórnarstefnu, ađ mörgum finnst tćpast öllu lengur hćgt ađ greina ţar á milli !

 

Á margan hátt minnir öll atburđarás ţessara ára á forynjulega íslenska draugasögu. Menn vekja upp djöful og ćtla ađ senda hann á einhvern óvin til ađ drepa hann, en vopnin snúast í höndum ţeirra og uppvakningurinn fer ađ herja á ţá í stađinn. Loks hlýđir hann ţó ef til vill ţví sem fyrir hann hafđi veriđ lagt, en ţá er svo komiđ ađ uppvekjendurnir eiga engan annan kost en ađ verđa bandamenn ţess ađila sem ófreskjan átti í upphafi ađ drepa !

 

Sennilega hafa pólitískir ráđamenn, fjár-máladrottnarar og bankaburgeisar Vestur-landa fórnađ höndum ţegar Hitler réđist á Frakkland og önnur Vestur-Evrópuríki í stađ ţess ađ hjóla í Sovétríkin. En ţar sannađist ţađ sem oftar, ađ ţađ hefur löngum veriđ erfitt ađ stjórna upp-vakningum og ekki síst ţegar ţeir koma ţráđbeint upp úr helvíti eins og Hitler mun hafa gert !

 

Auđvald Vesturlanda hefur nú sett afl sitt í ţann örlagagír sem kann ađ leiđa til lokastyrjaldar mannkynsins. Nú á víst ađ vekja upp myrkraöfl sem hlýđa ţví sem ţeim er fyrir sett. Og auđvaldiđ er auđvitađ tengt viđ sömu uppsprettur og ţađ var 1941. Ţađ er ţví ekki viđ neinu góđu ađ búast. Auđvaldiđ hefur sýnt sig á öllum stigum sem ţađ mannkyns hćttulega bölvunarvald sem snýr allri blessun viđ og skapar ekkert nema endalausa ógćfu !

 

Grćđgishvöt mannsandans er sending beint upp úr vítisglóđinni og auđvaldiđ er helsti fulltrúi ţeirrar sívirku óţokka-mennsku hér á ţessari jörđ. Sú stađreynd ćtti ekki ađ fara framhjá neinum skyni bćrum manni sem hlýđir eđlilegri rödd sinnar eigin samvisku !

 

Eđa hver skyldi annars vera helsti gerandi ţeirrar ţjóđfélagsmyndar sem Chris Hedges hefur lýst svo afgerandi međ eftirfarandi orđum ?

 

,,Viđ lifum nú í ţjóđfélagi ţar sem lćknar eyđileggja heilsufariđ, lögfrćđingar eyđileggja réttlćtiđ, háskólar eyđileggja ţekkinguna, ríkisstjórnir eyđileggja frelsiđ, fjölmiđlarnir eyđileggja upplýsinguna, trúarbrögđin eyđileggja siđvitundina og bankar okkar eyđileggja efnahaginn !“

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 53
  • Sl. sólarhring: 102
  • Sl. viku: 622
  • Frá upphafi: 365520

Annađ

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 534
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband