7.10.2024 | 09:36
Að vera virðingarlaust viðhengi ?
Sá tími er nú kominn, að þjóðir heimsins verða stöðugt ákveðnari í því að ein þjóð eigi ekki og megi ekki ráðskast með allan heiminn. Heimsvaldastefna Bandaríkjanna er því litin óhýru auga víðast hvar í veröldinni, nema í þeim ríkjum sem eru þrælbundin valdi kúgarans og sjá ekkert í stöðu mála, fyrir utan það eitt að fylgja honum umyrðalaust sama hvað hann gerir !
Í umræddri fylgispekt virðist alveg ótrúlega mikið manndómsleysi ráða allri framvindu mála og hér á Íslandi sést það, í neyðarlegri nærmynd, troða á nánast öllu því sem gerði okkur hér áður að virðingarverðri þjóð. Og enginn þarf að ímynda sér að pund okkar hafi vaxið okkur til sæmdar á seinni árum. Þar hefur svo margt gengið með öfugum hætti að með ólíkindum er, enda hefur þjóðin verið gersamlega forustulaus til fleiri ára og geldur þess stöðugt !
Virðing okkar sem sjálfstæðrar þjóðar hefur því beðið mikinn hnekki og það þarf engan að undra það. Við höfum hvergi haldið höfði í utanríkismálum, hvergi haldið virðingu okkar uppi. Það þarf því enginn með gefna glóru að furða sig á því að orðspor okkar Íslendinga sé laskað og í litlu gengi víða um heim. Við höfum sjálfir séð til þess að svo er, og það hvað eftir annað, með því að óvirða okkar eigið sjálfstæði í þágu erlendra hagsmunaaðila, og gert okkur þannig að óþjóðlegum ómerkingum út um allan heim !
Það er auðvitað ekki boðlegt fyrir þjóð sem vill láta taka sig alvarlega sem sjálfstæða og fullvalda þjóð, að leggjast í flatneskjulegt ferli aumingjaskapar og sálarleysis fyrir ósvífinni erlendri kröfugerð um íslenskan undirlægjuhátt. Eigum við kannski aldrei neitt stolt til nema í kringum boltaleiki ?
Til hvers var öll sjálfstæðisbaráttan, ef við ætlum að leggjast hundflöt í skítinn í hvert skipti sem heimtuð er af okkur hlýðni þrælslundar og vesaldóms ? Sjálfstæð þjóð á ekki og má ekki hegða sér þannig, ef hún ætlar að halda virðingu sinni í samfélagi þjóðanna. En við virðumst nú brjóta allar brýr að baki okkar með þjónkun við margt sem löngum áður var ekki talið sæmandi frjálsri þjóð !
Nú er það framkomið sem löngum var varað við áður, af þjóðhollum mönnum í þessu landi, að okkur er skipað í flokk með virðingarlausum taglhnýtingum erlends stórveldis og okkur er ætlað að borga stríðsskatta hvenær sem bandaríska blóðveldið gerir kröfu til þess. Nató-aðildin er nú orðin að þeim þjóðarvoða sem fyrr var spáð að hún yrði !
Og með því erum við hætt að vera sú þjóð sem við áttum að vera og verða og öll okkar virðingarkjölfesta er þar með fokin út í veður og vind. Nú virðumst við lítið annað en ófrjálst viðhengi við samvisku-lausa heimsvaldastefnu sem virðir ekkert nema eigið vald !
Og eitt er víst, að barátta fyrri ára fyrir þjóðlegri dáð og samfélagslegum ávinningi heildarinnar miðaðist aldrei við að slík yrði niðurstaðan, með brotlendingu allrar manndómsreisnar, í þágu óhreinna og glæpsamlegra afla !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 28
- Sl. sólarhring: 77
- Sl. viku: 597
- Frá upphafi: 365495
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 510
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)