Leita í fréttum mbl.is

17. júlí 1944 – Ganga hinna sigruđu !

 

 

 

Ţegar allt lék í lyndi hjá ţýsku nazistastjórninni og sigurganga herja hennar var í algleymingi um mitt ár 1940, börđu Ţjóđverjar sér á brjóst og töluđu digurbarkalega um ţađ ţegar ţeir myndu leggja undir sig höfuđborgir annarra ríkja og marséra ţar í sigurgöngu. Ţekktur var söngur ţeirra Wir fahren gegen Engeland og fleira efni ţess háttar. En ţađ ber ekki allt upp á sama daginn og veruleikinn verđur oft talsvert öđruvísi en vonirnar standa til !

 

Ţann 17. júlí 1944 átti sér stađ nokkuđ merkileg uppákoma í Moskvuborg, á sólríkum mánudegi. 57.000 ţýskir stríđsfangar voru látnir ganga um götur borgarinnar, áđur en ţeir voru fluttir međ lestum til austari hluta landsins, í fangabúđir. Allskonar sögusagnir voru á sveimi um gang stríđsins og Stalín ákvađ ađ viđhafa opinbera sýningu, sem kvćđi skýrt á um hver framvindan vćri á vígvöllunum. Ţar skyldi ekkert fara á milli mála !

 

Og ţađ var gert. Íbúar Moskvu og fulltrúar erlendra ríkja fengu ađ sjá skítugar leifar nasistaherjanna, hinna fyrrum svo gunnreifu Tevtóna, sem ráđist höfđu á Sovétríkin án stríđsyfirlýsingar, í ţeirri trú ađ ţeir gćtu giniđ ţar yfir öllu ; fengu ađ sjá ţessar leifar ganga um götur höfuđborgar Sovétríkjanna, sigrađar og sviptar fyrri hroka. Fyrirfram höfđu veriđ valdir úr stríđsfangahópunum menn sem taldir voru svo til heilsu ađ ţeir gćtu ţolađ slíka göngu !

 

Íbúar Moskvu horfđu hljóđir ađ mestu á ţetta sjónarspil og mörgum var áreiđanlega ofarlega í huga sá mikli fórnarkostnađur sem fylgt hafđi árásinni á land ţeirra. Erlendir stjórnarfulltrúar sem urđu vitni ađ ţessum atburđi, sannfćrđust um ţađ ađ Ţjóđverjar hlytu ađ vera búnir ađ tapa styrjöldinni. Ţarna gengu í fararbroddi 19 ţýskir hershöfđingjar, allmargir ofurstar og um ţúsund liđsforingjar af hinum ýmsu tignarstigum í Wehrmacht og á eftir ţeim tugţúsundir óbreyttra hermanna nazista-ríkisins !

 

En ganga ţessi var sannarlega ekki uppfylling fyrri draumsýna ţeirra um komu ţeirra til Moskvu. Ţeir gengu ţarna ekki sem sigurvegarar undir blaktandi hakakrossfánum, heldur sem sigrađir menn og stríđsfangar. Draumar ţeirra höfđu breyst í svörtustu martröđ. Oft höfđu ţeir vafalaust talađ sín á milli um sigurhátíđina sem haldin yrđi eftir hertöku sovésku höfuđborgarinnar, af hálfu ţýskra yfirvalda, en ţá stund áttu ţeir ekki eftir ađ lifa. Ţess í stađ urđu ţeir ađ ganga um götur Moskvu viđ allt ađrar og óskemmtilegri ađstćđur og áttu ţađ fullkomlega skiliđ !

 

Ţessi ganga hinna sigruđu byggđist á ávinningi hinnar miklu sóknar Rauđa hersins í Hvíta-Rússlandi, sem hófst 22. júní 1944, er ţrjú ár voru liđin frá innrás Hitlers-Ţýskalands í Sovétríkin. Sókn ţessi var svo vandlega undirbúin og falin, ađ hún kom ţýsku herstjórninni algerlega á óvart og riđlađi öllum vörnum Ţjóđverja fljótlega. Ţeir höfđu búist viđ sókn í Úkraínu og ţóttust viđbúnir slíkri framsókn ţar. Ţessi sóknarlota Rauđa hersins var nefnd Bagration, eftir rússneskum herforingja sem barđist gegn Napóleoni, og lauk henni ekki endanlega fyrr en 19. ágúst, en skriđdrekar sovéthersins voru samt komnir á strönd Eystrasaltsins í lok júlí !

 

Hernađarađgerđir ţessar leiddu til mikils mannfalls í ţýska hernum, drepinna hermanna og handtekinna, upp á meira en 400.000 manns. Hinn mikli fjöldi sem handtekinn var, mun hafa gefiđ Stalín hugmyndina ađ uppákomunni, ţví hann varđ uppistađan í göngu hinna sigruđu í Moskvu ţann 17. júlí. Eftir ađ ţýsku herfangarnir höfđu ţrammađ ţungum skrefum um götur Moskvu, voru göturnar ţrifnar og ţvegnar, svo öll ummerki eftir hina hötuđu fasista vćru ţar afmáđ. Ekki síst síđan ţá hafa ţjóđir Rússlands og áđur Sovétríkjanna, hatađ fasismann og allar hans birtingarmyndir, og hafa flestum ţjóđum ríkari ástćđu til ţess, og svo er enn í dag !

 

Aldrei hefur veriđ haft hátt um göngu ţessa í vestrćnum fjölmiđlum, enda hefur vafalaust mörgum ţar mislíkađ ţessi međferđ á Ţjóđverjunum, ţví nasisminn átti ţar í flestum löndum nokkurt fylgi, enda upphaflega leiddur ţar á legg fjárhagslega, en sú saga er ekki beint efni ţessa pistils. Ţeir sem vildu samt kynna sér sögulegar heimildir um göngu hinna sigruđu ( The Parade of the Vanguished ) geta fundiđ ţćr á Netinu og eins er minnst á gönguna í ţáttunum The Soviet Storm, sem líka á ađ vera hćgt ađ nálgast ţar !

 

En hérlendir menn sem vilja hafa ţađ sem sannara reynist, ţurfa samt alltaf ađ hafa ţađ í huga, ađ vestrćn fréttatúlkun á sovéskum framgangi og sigrum, jafnvel strax í seinni heimsstyrjöldinni, er nánast undantekningarlaust varasöm. Hún er yfirleitt ţannig úr garđi gerđ, ađ hún gefur fullt tilefni til vantrausts vegna villandi framsetningar, og ţađ algjörlega á viljandi forsendum. Kalda stríđiđ byrjađi nefnilega talsvert fyrr af hálfu Vesturlanda gegn Sovétríkjunum en flestir hafa gert sér grein fyrir !

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 597
  • Frá upphafi: 365495

Annađ

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 510
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband