16.10.2024 | 10:51
Fjallað um fyrirsjáanlega brotlendingu !
Sú var tíðin á Íslandi sem og víðar, að lagagerð tók mið af því að í lögum yrði það fyrst og fremst undirstrikað sem fór saman við almenna réttlætiskennd fólks. Lögin urðu með því ákveðinn rammi um það sem sameinaði fólk og þannig varð öll samfélagshugsun styrkt og gerð að öryggislegri undirstöðu þjóðarinnar. Lögin urðu með þeim hætti sá sáttmáli sem þau eiga eðlilega að vera !
Á síðari árum hefur hinsvegar nokkuð oft komið í ljós að löggjafinn á það til að fara inn á aðrar brautir með lagasetningu. Það virðist ekki lengur stefnt að almannaheill og víðtækri samstöðu um stefnumál, heldur er laumað inn í lagagerð ýmsum atriðum sem taka mið af sérhagsmunum og hyglingum fyrir ákveðna valdahópa. Slíkir hópar gera í krafti fjársterkrar stöðu sinnar yfirgangsfulla kröfu um endurmat á lífsins gæðum og vilja helst útiloka allan jöfnuð sem slíkan að fullu og öllu í samfélagssáttmálanum !
Gegn slíkum tilhneigingum fasista og auðvaldssinna þarf að snúast með einbeittum vilja fyrir sameiginlega hagsmuni alþjóðar. Þeir sem heimta nýjar spilareglur í samfélaginu til að drýgja völd sín og áhrif, og stefna að því að breyta lagasetningum sem sátt hefur ríkt um, í sérgæskufullar yfirlýsingar um hags-munagæslu fyrir einkarekstur og einka-aðila, segja sig með framkomu sinni frá því að vera hluti af íslensku þjóðinni !
Þeir hætta með því að eiga samleið með okkur hinum sem viljum varðveita samfélagssáttmálann og alla lagagerð í þjónustu heildarhagsmuna þjóðarinnar eins og áður var að stefnt og sameinast um. Þeir gerast með þeim hætti svikulir gagnvart öllu því sem þeir ættu að virða og verja og skilja sig frá heiðri og heilbrigðum rótum og verða þannig í raun óvinir samfélagslegrar einingar og andstæðingar réttlátrar lagaskipunar í landinu !
En það er fleira sem ógnar réttum siðum í dómskerfi og lagasetningu. Nú er fullyrt af kunnugum aðilum að það sé ekki lengur takmark löglærðra manna í málsóknum og réttarhaldsmálum að leita sannleikans, heldur að vinna mál, eiginlega sama hvernig það sé gert. Ef svo er, getum við glögglega séð hversu langt við erum farin að fljóta frá því sem sameinar í átt til þess sem sundrar. Við slíkan samfélags-ágreining getum við ekki búið til lengdar, því þá er öll réttlætisundirstaða okkar þjóðfélags úr lagi gengin og ófriður á næstu grösum, ef að líkum lætur !
Við búum við ákaflega brothætt fyrir-komulag í flestum okkar málum. Lagakerfið og þar með stjórnkerfið allt er ekki traust, framkvæmdavaldið er svo spillt og úr sér gengið að það horfir til vandræða, löggjafarvaldið er orðið að algerri fótaþurrku framkvæmdavaldsins og dómsvaldið er, vegna æ meiri spillingar, ekki síst í kringum seinni tíma lagasetningar, að missa alla heiðarlega og raunhæfa tengingu við alla alþýðu manna, fólkið í landinu, þjóðina sjálfa !
Spurningin er því óhjákvæmilega sú: Hvernig mun þetta allt saman fara, ef fer sem horfir ? Það er ekki erfitt að sjá það fyrir. Það er brotlending fyrir höndum, á flestum sviðum þjóðlífsins. Við erum með margvíslegum hætti að mölva undan okkur alla þjóðlega undirstöðu, fyrir atbeina þeirra aðila samfélagsins sem þegar hafa tekið sér of stóran hluta af skiptakökunni og ætla í græðgi sinni og kerfislegum yfirgangi að halda því áfram. Það mun geta leitt til þess að samfélagssáttmálinn verði endanlega rofinn og friðurinn í landinu þar með !
Svo má ekki gleyma því að erlendis blása nú viðsjárverðir vindar, uppsafnaðir stríðsvindar, og íslensk yfirvöld hafa ekkert annað gert varðandi það hættulega umhverfi okkar, en að gera það enn hættulegra fyrir þjóðina, með því að flækja okkur í allskonar þrælabönd erlendrar áþjánar um alla framtíð. Á sama tíma virðast sumir vilja fylla landið af innflytjendum sem enginn veit hvaða hollustu hafa til að bera gagnvart íslenskum þjóðarhagsmunum og friði í landinu okkar ?
Það virðist því ekki annað í sjónmáli en að við séum að koma á endastöð með öll okkar mál, ef við förum ekki að vakna af dásvefni lognmollu og dáðleysis, til að hefjast handa í nýrri sókn til endurnýjaðs sjálfstæðis og mannfrelsis. Oft hefur þess verið þörf, en nú er nauðsyn og sannarlega um líf og framtíð þjóðarinnar að tefla !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:59 | Facebook
Nýjustu færslur
- Er greiningarhæfni Íslendinga að verða að engu ?
- Öll stórveldi hrynja að lokum !
- Munu fyrri draugar fara á kreik..... eða ?
- Er lokastyrjöldin handan við hornið ?
- Stórauknar arðránskröfur gegn Íslandi !
- ,,Hanskinn sem passar við bandarísku höndina“ !
- Lítilsháttar söguleg samanburðarfræði !
- Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
- Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 211
- Sl. sólarhring: 226
- Sl. viku: 983
- Frá upphafi: 378720
Annað
- Innlit í dag: 186
- Innlit sl. viku: 812
- Gestir í dag: 179
- IP-tölur í dag: 177
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)