25.10.2024 | 09:51
Að komast yfir Rússland !!!
Rússahatur og Rússahræðsla á hástigi er fyrirbæri sem hefur gengið ljósum logum um allt stjórnmálasvið Evrópu í meira en hundrað ár. Og þegar sú hræðsla fór saman við sambærilega hræðslu við kommúnismann varð fjandinn laus í víðu veldi mannlegrar fávisku. Og það er alveg sama hvað menn eru troðnir út af langskóluðum lærdómi, þeir geta samt verið sárþjáðir af Rússahræðslu og kommúnismamartröð. Meira að segja eftir að þeir eru orðnir prófessor í háskólum, virðist öll hin lærða þekking þeirra oft vera orðin að innantómum froðufrösum, þeim sjálfum til viðverandi skammar og vansa !
Því staðreyndin er nú sú, að Rússar eru bara menn eins og við. En hinsvegar er staðreyndin líka sú að þeir eiga nokkuð sem aðrir ágirnast ekki svo lítið, og þá er verið að vísa til einnar ágjörnustu óþverraklíku veraldar sem er auðvald Vesturlanda. Rússar eiga land sem er það langstærsta í veröldinni og það er alveg gífurlega auðugt af fjölbreyttum náttúru-gæðum. Þessvegna hefur verið ráðist á Rússa aftur og aftur. Á seinni tímum aðallega úr vestri, eins og flestir ættu að vita, því þar virðist græðgin í annarra eigur á heimsvísu alltaf vera mest !
Rússar hafa því vegna þess ágangs sem hefur stöðugt verið í gangi gagnvart þeim og landi þeirra, lengi verið þess fullvissir að þeir þyrftu að geta varið sig. Hernaðarmáttur þeirra yrði að vera svo mikill að fælingarmáttur hans gæti verið trygging þeirra fyrir því að þeir væru látnir í friði með sitt. Og að því hafa þeir unnið sleitulaust að svo yrði. Þeir eru óvéfengjanlega í þeirri aflstöðu í hernaðarlegum efnum, að engin þjóð ætti að hugsa til þess að hefja styrjöld gegn þeim !
Af fyrrgreindum ástæðum meðal annars eiga þeir háþróuð kjarnavopn, þeir eiga nóg af eldflaugum til að bera slík vopn nánast um allan heim og þeir eiga kjarnorkukafbáta í hafdjúpunum sem tilbúnir eru að svara hverri árás sem kann að vera gerð á Rússland. En þrátt fyrir allt þetta og þau dauðans örlög sem fylgja munu stríðsæsingum og stórauknu vopnaskaki gegn þeim er stöðugt verið með ágang við Rússa !
Auðvald heimsins girnist áfram þjóðarauð þeirra og Hitlersstefnan Drang Nach Osten, sókn í austur, er enn markmiðið og inntak hinnar nýju nýlendustefnu. Það hefur þar öllu verið tjaldað til og margar svokallaðar litabyltingar ætlaðra frelsis-mála, hafa verið gerðar á síðari árum í Austur-Evrópu sem undirbúningsmál uppgjörs við Rússa, en þar hefur flest verið sett í gang af utanaðkomandi öflum sem eru þá yfirleitt vestrænar leyniþjónustur !
Og markmiðið hefur þar verið eitt og hið sama sem fyrr segir, að undirbúa það að koma Rússlandi á kné. Allt hefur það verið sem hatursknúinn og vaxandi aðdragandi að innrás í landið og það til margra ára. Og mörg ríki vita þetta og fylgjast grannt með, ekki síst vegna eigin öryggis. En það er alls ekki hlaupið að því að komast yfir Rússland og sigur á Rússum er enganveginn í sjónmáli þó mikið hafi lengi staðið til !
Auðvaldsöfl Vesturlanda fjármögnuðu Hitlers-Þýskaland og ætluðu því að gera út af við Sovétríkin. Það tókst ekki, en milljónir manna mættu dauðanum fyrir vikið. Önnur tilraun, nú á síðustu árum, miðaði að því að byggja upp Úkraínu á nasistavísu, efla her landsins svo að hann gæti gert það sem þýska hernum mistókst á sínum tíma. Sama fjármagnið er og hefur verið þar að verki !
Fyrst átti að yfirbuga rússneska íbúa Úkraínu í austurhéruðum landsins. Þar kom til yfirgangsmál sem leiddi til borgarastyrjaldar af hálfu stjórnvalda í Kiyv gegn fyrrnefndum íbúum. Sú styrjöld hafði staðið í 8 ár, þegar Rússar ákváðu loks að taka upp hanskann fyrir þjóðbræður sína þar. 22% íbúa Úkraínu eru nefnilega Rússar sem búa aðallega í fyrrnefndum hluta landsins !
Auðvitað vissu Rússar þar fyrir utan að hverju var stefnt, að takmarkið var að hefja stríð við þá og komast yfir land þeirra og auðlindir þess. En það mun þýða stórstyrjöld með vægast sagt ótakmarkaðri eyðileggingu. Og allir sem vilja halda í vitræn sjónarmið hljóta að sjá og skilja að enginn mun sigra í slíkum stríðs-hamförum og allra síst mannkynið !
En það kom fljótt í ljós við framgang Vesturveldanna í Úkraínu að þau höfðu engu gleymt af fyrri óþverrastrikum frá gamla nýlendutímanum. Þau kunnu þau öll frá fyrri tíð. Fyrst voru allir samningar sviknir, bæði þeir sem gerðir voru við Gorbachev not an inch eastward og við ráðamenn Rússlands allar götur síðan. Allar forsendur til trausts milli aðila voru eyðilagðar vísvitandi með vestrænni íhlutun, því sverfa átti til stáls og forðast alla friðarviðleitni. Kiyvstjórnin var meira en reiðubúin að fórna sinni þjóð ef með þyrfti !
ESB æpir stöðugt sárhungrað eftir orku og öll Vestur-Evrópa heldur varla haus af sömu ástæðu. Svo kraumar Rússahatrið í Brussel vítt og breitt og samfara því óttinn við hinn austræna fjanda. Jafnvel íslenska ríkisútvarpið virðist vera með fastan fréttamann þar til að skila Natólínunni hingað í hverjum fréttatíma svo heilaþvotturinn gangi nú liðlega fyrir sig !
Síðari heimsstyrjöldin með öllum sínum hörmungum hefur ekki kennt mönnum neitt því enn virðumst við komin í gömlu stöðuna frá 1941. Zukhov marskálkur sagði í rústum Berlínar 1945 við Rokossovsky félaga sinn : ,,We have liberated them and they will never forgive us for that ! Hann vissi hvað hann söng, maðurinn sá. Hatrið jókst bara gegn Rússum þó að afleiðingar styrjaldarstefnu hinnar blóðugu þýsku nasistastjórnar hlytu að blasa við fólki allt í kring !
Og nú liggur það fyrir að Bandaríkin eru í efnahagslægð og ríkisfjármálakreppu og jafnframt að upplifa hrun sinnar hroðalegu heimsvaldastefnu. Heimurinn vill ekki ofbeldisfullt forræði þeirra lengur. Bandaríkin eru enn heims-hættulegra ríki en ella við slíkar aðstæður og þar er engin vænleg forusta líkleg til að skapast, hvernig svo sem fer í komandi kosningum !
Nokkur þjóðlönd hafa verið sprengd í rúst af Bandaríkjunum undanfarin ár og lífsafkoma milljóna manna eyðilögð, en nú er sannarlega nóg komið. Þjóðir heims sjá miklu fremur hagsældarvonir sínar tengjast Brics, hinni nýju margpóla samsteypu, sem rís hærra með hverju árinu sem líður, undir miklu friðvænlegri framtíðarstefnu fyrir allt mannkynið !
Og Rússland er eitt í hópi forusturíkja Brics ! Þessvegna segja auðvaldsöfl Vesturlanda: ,,Við verðum að brjóta Rússland á bak aftur og komast yfir auðlindir þess, svo tökum við Kína eða Íran þar á eftir og kúgum Indland til hlýðni. Hinar fyrri nýlendur Vesturlanda skulu færðar heim til föðurhúsanna í gegnum stríð, ef annað dugir ekki til ! Þetta var línan sem gefin var, en svo gerðist það nokkuð skyndilega sem ekki átti að gerast !
Það fór allt í bál og brand á öðrum vígstöðvum, nefnilega í Miðausturlöndum, og það setti stórt vandræðastrik í málin fyrir auðvald Vesturlanda í framvindu mála í Úkraínu. Vesturlönd höfðu þannig hafnað í stríði á tveim vígstöðvum eins og Hitler forðum og hafa ekki náð að vinna sig úr þeirri flækju frekar en hann á sínum tíma. Margt vill löngum vera líkt með skyldum !
Af þessum ástæðum er full ástæða til að ræða um nýja nýlendustefnu. Það eru Vesturlönd undir forustu Bandaríkjanna og ESB sem stefna að stríði gegn heimi sem vill ekki lengur sætta sig við forræði þeirra. Og Nató er verkfærið sem þau beita fyrir sig, enda er bandalagið nátengt óþverraatburðum til margra ára !
Á Norðurlöndum hafa verið settir á hlóðir ótal nornapottar stríðsæsinga og áróðurs svo Rússahræðslan þar er komin í hæðir allrar heimsku. Norðmenn og Finnar voru nú glataðir fyrir og Svíar búnir að tapa dómgreindinni vegna innflytjendaóreiðu sinnar, en Danir duttu líka ofan í seiðkatlana og bættust í æsingakórinn !
Íslendingar virðast lítið skárri hvað Rússahatur snertir en aðrar Vestur-Evrópu þjóðir. Það er vegna þeirrar óvildaráráttu sem yfirvöld hér hafa rústað jákvæðum efnahagslegum samskiptum við Rússland, sem voru búin að skila sér vel fyrir okkur Íslendinga og hefðu vafalítið gert það áfram. Íslensk stjórnvöld eru sýnilega mörgum greindarstigum neðar en til dæmis þau færeysku í sæmilega heilbrigðum milliríkjasamskiptum. En heimska ríður aldrei við einteyming og þjóð sem virðist gersamlega fyrirmunað að koma sér upp boðlegum og bitastæðum leiðtogum, er eins og fávís rolla á flæðiskeri stödd, sem drukknar líklega þegar aðfallið kemur og það kemur alltaf aðfall !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.10.2024 kl. 13:13 | Facebook
Nýjustu færslur
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
- Áskorun til kjósenda : Sendum Vg afleggjaratusku íhaldsins ...
- Verum íslensk og styðjum ekki stríðsvindana !
- Fjallað um fyrirsjáanlega brotlendingu !
- Svolítil gáta um ótiltekið land ?
- 17. júlí 1944 Ganga hinna sigruðu !
- Að vera virðingarlaust viðhengi ?
- Norðurlöndin orðin stríðsóð !!!
Eldri færslur
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 13
- Sl. sólarhring: 380
- Sl. viku: 1255
- Frá upphafi: 353437
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 1017
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)