31.10.2024 | 00:38
Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
Er og hefur utanríkispólitík Íslands verið samboðin ríki sem telur sig vera sjálfstætt ? Höfum við Íslendingar staðið uppréttir gagnvart afskiptum annarra ríkja af okkar ríkisréttarmálum ? Hvar höfum við verið stödd í þeim efnum fyrr og nú ? Getum við ætlast til að aðrar þjóðir beri virðingu fyrir okkur og virði sjálfstæði okkar og höfum við gert það sjálf ? Má ekki í fullri alvöru spyrja eftirfarandi spurningar: Urðum við nokkurntíma í raun og veru sjálfstæð ?
Því miður verður ekki annað séð, en að það hafi mikið skort á það, allt frá upphafi þess sjálfstæðis sem við töldum okkur hafa fengið á sínum tíma. Og það er vissulega söguleg staðreynd og dapurleg í hæsta máta. Þessvegna hefur til dæmis stjórnar-skrá aldrei verið frágengið mál á Íslandi. Það er bara gert þar sem fullt sjálfstæði er fyrir hendi, þá er slíkt verkefni eðlilega og að sjálfsögðu frágengið. Margir ráðamenn þjóðarinnar sýndu það snemma á lýðveldistímanum með breytni sinni, að þeir litu ekki svo á að við nytum fulls sjálfstæðis. Þessvegna beygðu þeir sig fyrir kúgun sem menn í þeirra stöðu hefðu ekki átt að líða og tóku fullan þátt í að fela þá kúgun fyrir þjóðinni !
Og það er líka yfirleitt gert enn í dag, þegar snúið er upp á hendur ráðamanna hér af hinum vestrænu ,,vinum okkar. Þegar utanríkispólitísk stórmál koma til kasta íslenskra ríkisstjórna, er nánast orðin venja að leiða þau alfarið framhjá utanríkismálanefnd sem er þó einmitt til þess ætluð að fjalla um slík mál, og það er þegjandi látið viðgangast. Það er eitt af feimnismálum svonefndra lýðræðis-flokka á Íslandi, og það er eitt af því sem í meðförum þeirra hefur jafnan sýnt, að raunverulega er íslenskt lýðræði afskap-lega hverfult fyrirbæri nema helst á hátíðisdögum !
Þegar Bandaríkin kröfðust hér herstöðva eftir stríð, með fullum ofstopa þvert á gefin loforð, er fróðlegt að lesa ræður sumra æðstu manna landsins, til dæmis ræður sumra árið 1945 svo sem þann 1. desember og svo ræður sömu manna 3 - 4 árum síðar. Þá voru þeir ekki lengur sömu menn. Þá talaði allt annar andi í gegnum þá og hann var ekki lengur íslenskur. Það var yfirgangsandinn frá Washingtonvaldinu sem talaði þar !
Síðan þá hefur aldrei verið verulega bjart yfir íslensku þjóðlífi, ekki eins og hefði átt að vera. Það getur aldrei verið bjart yfir, þegar búið er að setja frelsi og sjálfstæði heillar þjóðar í spennitreyju erlends valds. Ekki þegar búið er að framselja það frelsi og það sjálfstæði út fyrir landsteinana, og ráðamennirnir hafa gert það og gefið eftir með hnífinn á barka sér, eins og einn úr þeirra liði orðaði það í umræðu um málin !
Allt sem viðkom þjóðfrelsi og sjálfstæði landsins á árunum eftir styrjöldina var yfirleitt kæft af hernámssinnum með þeim orðum að um væri að ræða kommúnistaáróður. En Hermann Jónasson verður nú seint talinn til kommúnista og greinargerð hans með atkvæði sínu á þingi um inngönguna í Nató stendur eins og hún var töluð fram og segir sitt. Hermann sat hjá og gerði það eingöngu vegna þess að hann var formaður Framsóknarflokksins. Annars hefði hann að öllum líkindum greitt atkvæði gegn inngöngunni !
Greinargerð Hermanns var svohljóðandi : ,, Vegna þeirrar afstöðu sem flokkur minn hefur tekið, - og vegna þess jafnframt, að það væri til þess fallið að túlka ranglega afstöðu mína til þessa máls fyrr og nú, ef ég greiddi atkvæði gegn þessum samningi eða á sama hátt og þeir, sem engan samning vilja gera, hvernig sem hann væri, mun atkvæði mitt ekki falla á þann veg. - En með því að neita að taka þátt í atkvæðagreiðslu get ég neitað og neita að taka ábyrgð á samningi þessum, eins og frá honum verður gengið, og í annan stað mótmæli ég á þennan hátt meðferð þessa máls, þar sem auðsætt var frá upphafi að engu yrði þokað og neitað með öllu að þoka nokkru um til þess að nálgast það sjónarmið okkar, sem óánægðir erum með samninginn eins og hann er, og teljum rasað í málinu !
Á þessu sést afstaða Hermanns til málsins og það að afstaða hans mótaðist fremur af flokkslegum hagsmunaástæðum en þjóðlegum. Auk þess má alveg finna af orðum hans, að falið ofbeldi var í raun til staðar, menn voru undir þvingun og óeðlilegum þrýstingi í málinu, enda ekkert frjálst val eða lýðræðislegt fyrir hendi, bara kúgunarvald hins sterka !
Við Íslendingar erum auðvitað lítil þjóð að fjölda til, meira að segja örþjóð, en við þurfum samt ekki að vera andlega litlir og skríða fyrir öðrum þjóðum eins og við höfum yfirleitt gert, og það einkum fyrir þeim þjóðum sem mest hafa níðst á okkur hverju sinni. Sannar vinaþjóðir eiga ekki að níðast á vinum sínum, ef þær gera það, eru þær ekki sannar sem slíkar !
Og nú eru syndagjöldin, fyrir andlegan aumingjaskap stjórnvalda okkar fyrr og síðar, farin að streyma á færibandi flónskunnar og fyrirhyggjuleysisins, í milljarðartali út úr landinu. Við erum á vondri leið með að verða þrælaþjóð. Sú staðreynd undirstrikar það, að sjálfstæði okkar er í raun ekki til, ekki fremur en utanríkismálanefnd og hliðstæð eyðublöð kerfisins sem heyra gjörspilltum og glæpsamlegum blekkingarleiknum til !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:46 | Facebook
Nýjustu færslur
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
- Áskorun til kjósenda : Sendum Vg afleggjaratusku íhaldsins ...
- Verum íslensk og styðjum ekki stríðsvindana !
- Fjallað um fyrirsjáanlega brotlendingu !
- Svolítil gáta um ótiltekið land ?
- 17. júlí 1944 Ganga hinna sigruðu !
- Að vera virðingarlaust viðhengi ?
- Norðurlöndin orðin stríðsóð !!!
Eldri færslur
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 13
- Sl. sólarhring: 380
- Sl. viku: 1255
- Frá upphafi: 353437
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 1017
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)