10.11.2024 | 00:13
Um óraunhæfar væntingar !
Væntingar manna vegna kjörs Donalds Trumps sem forseta í Bandaríkjunum minna að sumu leyti á væntingar þær sem tengdar voru kjöri Baracks Obama í sama embætti á sínum tíma. Þær væntingar fóru síðan að langmestu leyti norður og niður. En svo miklar voru þær, að Thorbjörn Jagland sá til þess að Obama fékk Friðarverðlaun Nóbels 2009 fyrir ódrýgðar dáðir !
Þær dáðir voru hinsvegar aldrei drýgðar og verða aldrei drýgðar. Það stóð einfaldlega aldrei til að þær yrðu leystar af hendi. Ferill Obamas varð í engu eins glæsilegur og hann átti víst að verða. Hann varð sem forseti ekki neinn húsbóndi í bandaríska stjórnkerfinu, heldur miklu frekar þræll þess. Barack Obama er eini fangabúðastjórinn sem hlotið hefur Friðarverðlaun Nóbels og af þeim hlaut hann engan sóma. Staðarheitið Guantanamo virkar í því sambandi á við ævarandi brennimark !
Og því til viðbótar má geta þess að atburðir ársins 2014 í Úkraínu gerðust á ábyrgðarvakt Obamas sem forseta. Þar var fyrir illum hlutum sáð og þar beintengist hann þeirri vondu framvindu sem átt hefur sér stað í umræddu landi og ber þannig sína ábyrgð í þeim efnum. Í þeim aðgerðum sem hófust umrætt ár og mörkuðu framhaldið, voru bandarísk stjórnvöld í leiðandi og ráðandi stöðu. Þá erum við að tala um atburðarás sem leitt hefur til dauða hundruða þúsunda manna í styrjöld sem orsakaðist vegna þeirrar bandarísku stefnumörkunar sem ákveðin var í málum Úkraínu árið 2014 !
Friðarverðlaun Nóbels hafa sennilega aldrei verið misnotuð meira en þegar Obama var látinn fá þau, þó oft hafi verið illa staðið að þeirri pólitísku verðlauna-veitingu. En væntingarnar til mannsins voru svo miklar í byrjun ferils hans sem forseta, að fjölmargir aðilar víða um heim, jafnt leiðtogar sem aðrir, aftengdu sig algerlega eigin dómgreind í einhverri heilaþvottar hrifningu !
Nú virðist það sama í gangi varðandi Trump. Honum er ætlað að leysa alla hnúta sem hlaðist hafa upp í heimsmálunum sem öðru síðustu fjögur árin. Líka þá sem hann hnýtti sjálfur, til ógagns góðrar framvindu, á sínu fyrra kjörtímabili. En ljóst er, að Trump verður enginn kraftaverkamaður varðandi lausnir á vandamálum heimsins fremur en Obama varð á sínum tíma !
Trump virðist nefnilega ætla að gera svo afgerandi margt, en trúlegast er að gróið valdakerfið muni setja honum þær skorður, að honum verði að mörgu leyti gert ókleyft að standa við sín stóru orð, jafnvel þó hann í raun vilji það. Jimmy Carter vildi margt gott gera þegar hann tók við sem forseti, en hann var hindraður í því flestu af spilltu stjórnkerfi. Stjórnkerfi sem hafði gengið ómennskunni gjörsamlega á vald og hlýddi allt öðrum formúlum en þeim sem settar voru fram með miklum væntingum á sínum tíma, í stjórnarskrá Bandaríkjanna !
Síðar reyndi Carter að bæta fyrir rýran og innihaldslítinn forsetaferil sinn með ýmsum hætti, og vann þar oft vel að málum. Hann fékk Friðarverðlaun Nóbels 2002 og líklega fyrir drýgðar dáðir, enda var hann mun betur að þeim verðlaunum kominn en Obama varð síðar. Líklega hefur Carter alltaf verið með samviskubit vegna þess hvað honum vannst lítið til heilla meðan hann var forseti. Það hefur svo gefið honum aukinn slagkraft til síðari verka, sem mörg hver hafa sýnt að töluvert hefur líklega verið í manninn spunnið. En sem forseti var hann settur í þá stöðu að vera í embættinu að mestu leyti með bundnar hendur !
Þessvegna verður fróðlegt að fylgjast með því að hve miklu leyti Trump verður með bundnar hendur þegar hann kemur í Hvíta húsið, sem ætti miklu heldur að heita Svarta húsið, vegna allrar þeirrar mannkynsógæfu sem þar hefur verið úthugsuð gagnvart umheiminum, í allt of langan tíma !
Trump mun af ýmsum ástæðum þegar þangað er komið, hvað svo sem hann hefur sagt áður, ekki geta eða verða fær um að umbylta stórgölluðu stjórnkerfi lands síns og bandarískri heimsvalda-stefnu. Hann mun ekki breyta þeim yfirgangi eða afnema, sem hefur leitt til þess á undanförnum árum, að almenn lífskjör í mörgum löndum hafa verið eyðilögð með bandarísku sprengju-regni og milljónir manna verið látnar missa þar alla fótfestu til eðlilegs lífs !
Stjórnarstefna Bandaríkjanna er slík og hefur verið slík, að það að senda heilu þjóðlöndin rústuð aftur á steinöld, í krafti blóðugrar hernaðarhyggju og svívirðilegs ofbeldis, hefur ekki þótt neitt mál, ef talið hefur verið að slíkt þjónaði bandaríska auðvaldinu og hagsmunum þess !
Donald Trump breytir slíku framferði áreiðanlega ekki, mun ekki heldur geta það, enda í meira lagi vafasamt að hann muni vilja það. Hann veit mætavel, að völd Bandaríkjanna á heimsvísu eru nátengd sívirkum ofbeldisháttum sem eiga ekkert skylt við lýðræði. Slíkir ofbeldishættir hafa verið stundaðir miskunnarlaust af bandarískum stjórn-völdum og það linnulítið síðasta mannsaldurinn, og í raun allt frá því að heimsvaldastefnan settist að í Hvíta húsinu !
Trump mun ekki skora slíka langtíma stjórnarstefnu á hólm. Hann er sjálfur í raun afkvæmi þeirrar stefnu og hefur verið samþykkur henni að miklu leyti. Hvernig hann mun taka á málum, mun því að öllum líkindum byggjast á einhverjum baktjalda-samningum við djúpríkisvaldið og yfirgangsöfl auðvalds Bandaríkjanna !
Þau svartnættisöfl Bandaríkjanna hafa í raun alltaf litið á alla heimsbyggðina sem nýlendu, sem þeim eigi að vera frjálst að arðræna með hverjum þeim hætti sem þeim þóknast. Sá hugsunarháttur mun heldur ekki vera fjarlægur Donald Trump þegar á allt er litið.
Samningar hans við fyrri andstæðinga kunna því að verða því líkastir sem skrattinn sjálfur væri að eiga í samningum við ömmu sína, því kynfylgjan er í raun hin sama. Væntingar flestra varðandi komandi valdatöku Trumps og eftirleik hennar, eru því óraunhæfar og munu ekki ganga eftir !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:09 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 26
- Sl. sólarhring: 75
- Sl. viku: 595
- Frá upphafi: 365493
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 508
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)