19.11.2024 | 13:01
Arfleifð Francos !
Óeirðir og mótmæli á Spáni nýverið vegna flóðanna í Valencia, og reiði almennings þar yfir ábyrgðarleysi og sofandahætti ráðamanna sem hefur kostað ófá mannslífin, leiða hugann að því hversvegna Spánn er konungsríki en ekki lýðveldi. Það væri kannski rétt að skoða það mál og átta sig á því hvað það getur verið erfitt að leiða mál í réttan lýðræðislegan farveg, eftir langtíma villuför á fasistaslóðum og óþjóðleg skemmdarverk vondra leiðtoga ?
Það er skemmst frá því að segja, að fasistaleiðtoginn Francisco Franco hers-höfðingi komst til valda á Spáni í borgarastyrjöldinni 1936-1939, aðallega fyrir tilverknað Hitlers og Mussolinis og hernaðarstuðning þeirra, og jafnframt fyrir dulbúinn stuðning breskra og franskra stjórnvalda þess tíma. Það ferli á mestan þátt í því að Spánn er konungsríki enn í dag og forsagan að því er bæði skítug og skuggaleg !
Lýðveldisstjórnin á Spáni sem var löglega kjörin stjórn annars spænska lýðveldisins, fékk engan frið til starfa fyrir uppreisnargjörnum auðvaldsöflum, heima fyrir og ekki síst erlendis. Einkum urðu svik Breta og Frakka afdrifarík í þeim pólitíska hráskinnaleik. Fasistaríkjunum Þýskalandi og Ítalíu var algerlega gefinn laus taumur til að drýgja stöðu auðvalds og fasisma í Evrópu. Þjóðabandalagið gerði ekki neitt að gagni enda jafnónýtt tæki og SÞ nú á dögum. Stórbankavaldið sem stóð að því ,,hlutleysi sem Bretar og Frakkar þóttust sýna, var nákvæmlega það sama sem hafði komið Hitler til valda !
Raunverulega áttu þeir Hitler (Der Fuhrer), Mussolini (Il Duce), og Franco (El Caudillo), að verða að voldugu þríeyki í Evrópu og þjóna þar alfarið auðvalds-öflunum. Sem það þríeyki áttu þeir að sjá til þess að hin rísandi rauða hætta truflaði ekki arðránsspil auðvaldsins um alla jörð. Það var hið ætlaða undir-heimaplan. Jafnvel Íslendingar vita hvað það kann að vera áhyggjulítið og þægilegt fyrir ráðamenn, að fela einhverju þríeyki öll völd í hendur á einhverjum stór-blekkjandi forsendum farsótta eða fjár-hagslegra glæpa !
En lýðveldisstjórnin spænska þraukaði hinsvegar töluvert lengur en fjendur hennar bjuggust við, því til liðs við hana komu ýmsar sveitir hugsjónaríkra manna víða að. Meira að segja þrír, að mig minnir, frá Íslandi. Það hefur líklega munað um þá. Þessi liðsauki dró meðal annars styrjöldina á langinn og skekkti þar með ætlaða sigurútkomu. Svo þegar átökum linnti loks, þessum grimmilega aðdraganda að seinni heimsstyrjöldinni, var Spánn nánast í rústum og efnahags-lega niðurbrotinn !
Franco var því enganveginn fær um að endurgjalda hinum einræðisherrunum hjálpina þó feginn vildi. Hann sendi þó fjölmenna herdeild til liðs við Hitlers-herina þegar þeir hófu innrásina í Sovétríkin, en litlar sögur fara samt af afrekum spænsku fasistanna í Bláu herdeildinni á austurvígstöðvunum !
En það voru vissulega þeir Hitler og Mussolini sem komu Franco að langmestu leyti til valda með beinni hernaðaraðstoð og blóðugum hryðjuverkum gegn spænsku þjóðinni og því má aldrei gleyma. Sú glæpasaga hefur aldrei verið gerð upp. Valdaöfl á Vesturlöndum hafa alltaf séð til þess og varið arfleifð Francos. Það var hinsvegar staðreynd, að mikill meirihluti spænsku þjóðarinnar vildi ekkert með þann ofbeldismann hafa !
Það má raunar heita alveg furðulegt að fasistavaldhafi sem átti völd sín algerlega Hitler og Mussolini að þakka, skyldi geta setið að völdum óáreittur allar götur til dauðadags 1975. En svörin við því hafa aldrei verið gefin upp og hafa alltaf legið í þagnargildi hjá vestrænum valdhöfum og verða það víst áfram. En Franco átti sína verndara þó Hitler og Mussolini væru horfnir. Það felst margt í vestrænum ,,lýðræðisríkjum" sem þolir ekki ljós. Fasistaóværunni var aldrei útrýmt í Vestur Evrópu 1945, hún átti að fá að vaxa og dafna fyrir seinni tíma !
Síðar var líka hið komandi Natóvald verndarhlíf Francos til fleiri ára, þó formleg innganga Spánar í árásar-bandalagið alræmda drægist fram yfir dauða hans. Það varð svo að vera, því það þótti nefnilega dálítið pínlegt að hafa El Caudillo þar við valdaborðið í ljósi óhreinnar fortíðar hans. Skyldi annars einhver finnast með hreina fortíð við það borð ?
En Franco var samt af ríkum samkenndar-ástæðum sinna líka, alltaf býsna vel haldinn í vaxandi vinahópi sínum innan Nató, svona á bak við tjöldin, uns hann fór á sinn endanlega dvalarstað í nóvember 1975, þar sem hann hefði í raun helst átt að hafna - að minnsta kosti fjörutíu árum fyrr !
Það er svo sem þarflaust að rekja þessa sögu frekar. Fasistaþríeykið varð sem betur fer aldrei að veruleika, og loks urðu ríki þau sem byggðu hin fasistaríkin fjárhagslega upp, að neyðast til að taka þátt í að kveða þau niður. Þau voru alveg hætt að láta að stjórn þeirra sem leiddu þau á legg, enda stjórnlaus sjálf og orðin öllum heimi hættuleg. Þannig fer stundum, að þrautskipulögð framvinda glæfrabragða fer í handaskolum og breytist í andstæðu sína, ekki síst vegna sálarlegra innanmeina þeirra sem þar eiga í hlut !
En spænska konungdæmið er klárlega arfleifð Francos. Hefðu Spánverjar tekið upp lýðveldisfyrirkomulag eftir dauða einræðisherrans alræmda, hefði það verið eins og að snúa aftur til stjórnarhátta fyrir borgarastríð, áður en fasisminn spillti öllu stjórnkerfi Spánar og afnam lýðræðið. Það kom náttúrulega ekki til mála og þessvegna var úrelt toppfígúru-kerfi sett upp, andstæða lýðræðislegra stjórnarhátta. Það hugnaðist hinni fasis-tísku valdaelítu öllu betur og konungur var þannig settur á koppinn !
Vesturlönd hafa ekkert út á fasisma að setja, svo framarlega sem hann er þeim hlýðinn og undirgefinn. Það sást lengi vel á Spáni og það sést nú í Úkraínu. Vestræn ríki dansa þar í kringum umboðslausan forseta, sem hefur aflagt allar kosningar og allt lýðræði. En það er sýnilega allt í lagi hvað það snertir, meðan viðkomandi valdhafi er Vesturlöndum hlýðinn og fórnar þjóð sinni miskunnarlaust á altari auðvaldsafla í tilgangslausu og óvinnan-legu stríði við Rússa. En eftirmæli þess ömurlega valdhafa munu að öllum líkindum síðar, í ljósi sögulegra staðreynda, verða hliðstæð eftirmælum Francos, og þar er sannarlega leiðum að líkjast !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:14 | Facebook
Nýjustu færslur
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
- Áskorun til kjósenda : Sendum Vg afleggjaratusku íhaldsins ...
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.11.): 71
- Sl. sólarhring: 94
- Sl. viku: 1059
- Frá upphafi: 356369
Annað
- Innlit í dag: 51
- Innlit sl. viku: 868
- Gestir í dag: 50
- IP-tölur í dag: 49
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)