Leita í fréttum mbl.is

Litiđ á pólitíska stöđu mála eftir kosningarnar !

 

 

Úrslit alţingiskosninganna virđast mikil falleinkunn fyrir ţá flokka sem stóđu saman ađ síđustu ríkisstjórn og er ţađ í alla stađi mjög skiljanlegt. Stefna Katrínar Jakobsdóttur hefur nú endanlega gert út af viđ Vg. Ţađ var löngu orđiđ fyrirséđ. Svandís Svavarsdóttir reyndi á síđustu stund ađ berja í brestina, en allt kom fyrir ekki. Ţar varđ engri tiltrú komiđ upp aftur. Kjósendur vildu ekki sjá flokkinn og ţađ sannar hvernig almennt var litiđ á málin. Svik á aldrei ađ verđlauna. Ţađ hlálega er ađ einum af Vg ţingmönnum frá fyrri tíđ, manneskju sem var ţar hafnađ vegna fylgisvöntunar í prófkjöri, hefur nú veriđ skilađ inn á ţing undir öđru flokksmerki !

 

Lilja Rafney Magnúsdóttir lifir ţar međ allt Vg ţingliđiđ og getur nú sent ţví öllu langt nef, ef út í ţađ fer. En ţar fyrir utan sé ég enga ástćđu til ađ fagna endurkomu hennar á ţing, nema síđur sé. Svo er heldur engin ástćđa til ađ harma brottfall Pírata af ţingi. Flokkur sem virđist fyrst og síđast vera međ hugann viđ erlend málefni og umhyggju fyrir slíkum hlutum, ţegar ótalmargt er ađ í okkar samfélagi sem huga ţarf ađ og laga, er ekki ađ sinna ţjóđlegum skyldum sínum á ţjóđţinginu, ađ mínu mati. Ég vona ţví ađ ţeir eigi enga endurkomu til ţings nema ţá sem stórlega betrumbćtt útgáfa af sjálfum sér, međ öđru og ţjóđlegra hugarfari !

 

Ţađ er í sjálfu sér gleđilegt ađ íhaldiđ skuli vera komiđ niđur fyrir 20% ađ atkvćđamagni, en hinsvegar er myndin önnur og verri ţegar Viđreisnaríhaldinu er bćtt ţar viđ, enda er ţađ jafnvel öllu afleitara en gamla íhaldiđ, ţó flest sé nú líkt međ kúk og skít. Svo sýnist Miđflokkurinn á leiđinni međ ađ verđa ţriđja íhaldiđ, ţó hann sé nú ef til vill heldur ţjóđlegra fyrirbćri en hin tvö !

 

Flokkur fólksins kemur vel út úr ţessum kosningum, en ég hef grun um ađ einingin innan flokksins geti orđiđ brothćtt, ef sú gamla eykur einrćđishneigđ sína og vill ţar öllu ráđa, en vaxandi stjórnsemi hennar kann ađ verđa hugsjónum veg-ferđarinnar dýrkeypt um síđir. Ţađ er alltaf varasamt og felur í sér pólitísk vandkvćđi, ef formađur flokks fćr of háar hugmyndir um eigiđ gildi og telur jafnvel kosningalegan ávinning fyrst og fremst persónulegan sigur. Inga Sćland ţarf ţví ađ gćta ađ sér ef vel á ađ fara. Persónulegur skörungsskapur ţarf ekki ađ fela í sér formannslega hćfileika !

 

Framsókn er nú orđin litli flokkurinn á ţingi. Formađurinn sjálfur er uppbótar-ţingmađur. Líklegt ţótti upp úr alda-mótunum ađ Framsókn fćri bráđlega ađ lognast út af, en svo hresstist flokkurinn viđ og vann kosningasigur sem kom eiginlega flestum á óvart og líklega Framsóknarmönnum sjálfum einna mest. En síđan hefur fátt veriđ maddömunni međdrćgt. Formađurinn er enginn skörungur og Framsókn hefur helst markađ sig ţeim stimpli ađ vera fylgifiskur íhaldsins. Líklegt er ađ áfram dofni yfir gengi flokksins, uns hann fer í sögukistu hins liđna, trúlega áđur en langt um líđur. En ţađ er bara leiđin fyrir allt sem verđur úrelt !

 

Ég neita ţví ekki ađ mér er nokkur forvitni á ađ sjá hvernig Miđflokkurinn mun spila úr ţeirri stöđu sem hann virđist nú hafa á hendi. Flokkurinn er ekki enn kominn međ skýrt afmarkađa stefnu og kann ţví ađ koma nokkuđ á óvart međ sín útspil. Ţó held ég ađ Sigmundur formađur sé í mörgu ţjóđlega hugsandi mađur og fleiri eru ţar í flokknum sem kannski má vćnta góđs af. Íslenskir ţjóđarhagsmunir eru ađ mínu mati líklegir til ađ verđa metnir ţar mun hćrra en hjá sumum hinna flokkanna, ţó mađur viti aldrei til fulls hvernig menn koma til međ ađ halda á málum. En viđ skulum sjá hvađ setur og hverjir drýgja sitt pund best í ţágu ţjóđarheilla !

 

Samfylkingin er ađ koma nokkuđ sterk út úr ţessum ţingkosningum, eftir nokkuđ langa og stranga eyđimerkurgöngu međ  Evrópusambandsdrauginn í eftirdragi. Núverandi formađur ýtti ţeirri leiđu fylgju frá í bili hvađ sem verđur. Sennilegt er ţó ađ fariđ verđi fljótlega ađ knýja dyra hjá flokknum, međ skilabođ frá Brussel. Jafnvel međ milligöngu Viđreisnar-sendibođa. En ţjóđin kaus ekki ađ veita Samfylkingunni aukiđ gengi til ađ ţađ verđi notađ til einhverra launráđa gegn íslensku sjálfstćđi. Ţá mun fljótt fjara undan ef slíkt kemur í ljós. En pólitíkin býr yfir ýmsu og völt er hún sem veganesti ađ trausti. Vert er ađ minnast ţess !

 

Um Viđreisn sé ég enga ástćđu til ađ fara mörgum orđum. Ţar er um ađ rćđa flokk sem varđ til ţegar Evrópusambandssinnađ verslunaríhaldiđ á Stór-Reykjavíkusvćđinu yfirgaf gamla íhaldiđ og brestir komu í samtrygginguna, jafnvel innan sjálfrar Engeyjarćttarinnar !

 

Ég hef ekki mikiđ álit á ţví liđi sem ţarna er á ferđinni og síst formanninum. Ţjóđin mun varla hafa mikinn ávinning af ţingsetu ţessa hóps, enda fćr hann ţarna, ađ minni hyggju, of mikiđ umbođ í hendur. Tel ég meiri en minni líkur á ţví ađ ţví verđi illa og ógćfusamlega skilađ, en ţađ mun ađ sjálfsögđu koma í ljós !

 

Lýđrćđislegar kosningar á Íslandi eiga ađ skila góđum hlutum fyrir ţjóđina. Ég var ţví miđur svo vonlítill um ţjóđhagslegan ávinning af ţessum kosningum, miđađ viđ alla uppstillingu, ađ ég skilađi auđu. En ég fór á kjörstađ og virti réttinn sem ég hafđi til ađ kjósa, ţó ég gćti ekki notađ hann.

Á leiđinni út úr kjörstofunni kvađ ég međ sjálfum mér eftirfarandi vísu :

 

Allt er ţetta rýrt í rođi,

ratar fátt á punkta ljósa.

Ţegar ekkert er í bođi

ekki er nokkur leiđ ađ kjósa !

 

Vonandi verđur ţó 30. nóvember 2024 ekki minnst sem ógćfudags í sögu ţjóđar okkar, ţegar ljóst verđur hverjar afleiđingar ţessar kosningar munu hafa fyrir land og lýđ !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Okt. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 11
  • Sl. sólarhring: 99
  • Sl. viku: 141
  • Frá upphafi: 399206

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 118
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband