Leita í fréttum mbl.is

Er herleiđing Flokks fólksins ađ hefjast..... ?

 

Íslenskar samsteypustjórnir hafa löngum fengiđ ţađ orđ á sig, ađ ţar hafi einhver ađilinn ađ samstarfinu veriđ svona fyrst og fremst til uppfyllingar varđandi ţing-mannatölu og meirihlutatryggingu á alţingi. Menn geta velt ţví fyrir sér hver kunni ađ vera í ţví hlutverki í ţeirri ríkisstjórn sem nú hefur sest í valda-stólana ?

 

Fyrr á árum var sjálfstćđisflokkurinn, í krafti stćrđar sinnar, eins og eitruđ planta fyrir alla samstarfsflokka. Hann bólgnađi út viđ ađ hafa ríkisstjórnar-valdiđ en samstarfsflokkarnir minnkuđu ađ sama skapi. Ţeir urđu yfirleitt alltaf ósköp leiđitamir viđ íhaldiđ og urđu svo ađ gjalda fyrir ţađ. En nú er margt breytt í pólitískum efnum og flestar fyrri stefnufestustođir orđnar í lausara lagi og undirstöđujarđvegurinn lítiđ annađ en sandur !

 

Hiđ fasta flokksfylgi fyrri ára er liđin tíđ og nú virđist nánast allt kjörfylgi vera á fleygiferđ í samfélaginu, líklega eftir ţví hver er talinn bjóđa best. Ţjóđin virđist ađ margra mati verđa stöđugt tćkifćris-sinnađri og opnari fyrir markađslegum tilbođum. Gamli Framsóknarflokkurinn virđist til dćmis ekki sérlega markađshćfur tilbođsgjafi lengur. Hann er orđinn litli flokkurinn á ţingi og líklegur til ađ verđa ţađ áfram uns hann dettur ţar út endanlega sem leifar frá liđinni tíđ !

 

Íhaldiđ í landinu er hinsvegar orđiđ ţrískipt fyrirbćri. Ţađ er hiđ ćttar-tengda, bláa íhald í gamla sjálf-stćđisflokknum sem svo lengi réđ ţar öllu, en nú er flokkurinn varla lengur helmingur ţess sem hann var og íhaldiđ ţar ţví svipur hjá sjón !

 

Svo er verslunar og Brusselţjónkunar-íhaldiđ, sem virđist mjög sérhagsmuna-drifiđ klofningsliđ úr sjálfstćđisflokknum og taliđ raungerast í óţjóđleika sínum í öfugmćlinu viđreisn, og svo virđist nýtt, sennilega nokkuđ ţjóđlegt íhald í gömlu gervi, vera ađ rísa á legg og vinna sér stöđu, í svonefndum Miđflokki !

 

Í samanlagđri ţingmannatölu ţessara flokka felst svo nćrri ţví meirihluti á ţingi í ţrískiptu íhaldsfylgi og kannski gćtum viđ átt eftir í náinni framtíđ ađ sjá slíka samstjórn sem hćgrisinnađ bölvunarvald gagnvart almannaheillum í ţessu landi ?

 

Vinstri grćnir voru síđasta samstarfsliđ sjálfstćđisflokksins, sem var líklega ađ flestra mati, herleitt af honum til óhćfuverka gegn almennum ţjóđar-hagsmunum. Íhaldiđ fékk sýnilega í gegnum ţá samninga ţá stöđu, ađ margra hyggju, ađ fá ađ rótast um í ríkisfjármálum ađ vild, gegn ţví ađ tiltekin manneskja fengi ađ vera forsćtisráđherra. Sú pólitíska herleiđing stóđ ađ mestu í sjö ár og henni lauk međ ţví ađ Vond og glórulaus íhaldsundirlćgja ţurrkađist út af ţingi, vegna ţjóđlegrar andstöđu, og ţađ - ađ nánast almennu áliti - međ skömm !

 

Flokkur fólksins ţarf ađ vera vel á verđi. Hann má ekki láta nota sig til neinna ranglćtisverka gegn fólkinu í landinu. Ef hann ćtlar ađ vera varnarvirki fyrir almannahagsmuni, verđur hann í ţađ minnsta ađ gera sér grein fyrir ađ hann er kominn í stjórnarsamstarf sem býđur ýmsum hćttum heim og ţađ er stađreynd !

 

Einkum vegna ţess ađ félagsskapurinn hlýtur ađ teljast vafasamur, svo ekki sé meira sagt. Stefnulegur ágreiningur getur auđveldlega komiđ upp og ţá líklega helst milli Flokks fólksins og hinna tveggja. Og ţađ er söguleg stađreynd ađ ţegar valkyrjur fara í hár saman er sjaldnast von á góđu. Vond og glórulaus örlög ćttu vissulega ađ geta hrćtt í hverju ţví samstarfi sem er kannski ekki ađ fullu byggt á ţeim heilindum sem ţyrftu ađ búa ađ baki, svo vel fari !


« Síđasta fćrsla

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 99
  • Sl. sólarhring: 143
  • Sl. viku: 1188
  • Frá upphafi: 363476

Annađ

  • Innlit í dag: 83
  • Innlit sl. viku: 1034
  • Gestir í dag: 81
  • IP-tölur í dag: 81

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband