Leita í fréttum mbl.is

Litlar, leiđitamar ţjóđir !

 

 

 

Bretar ţóttu eiginlega lengi vel allra ţjóđa útsmognastir í ţví ađ draga nýlenduţjóđir á asnaeyrunum međ loforđum og gyllibođum sem sjaldnast náđu til veruleikans. Síđasta mannsaldurinn hefur ţó komiđ mjög afgerandi í ljós, eins og í flestu af ţví sem til vansa er, ađ ţar hafa Bandaríkin fariđ langt fram úr ţeim, og ólíklegt er ađ nokkur ţjóđ eigi nokkurntíma eftir ađ sćkja lengra í óheiđarlegra og svívirđilegra framferđi gagnvart öđrum ţjóđum en einmitt ţessir ,,Lćrisveinar Breta númer 1 !“

 

Bandarísk alríkisstjórnvöld hafa mjög ástundađ ţađ í áratugi ađ taka yfir sjálfstćđi smáţjóđa međ ţeim hćtti ađ forustumenn ţeirra gera sér í fćstum tilfellum grein fyrir ţví ađ sjálfstćđi ţeirra og ţjóđlegt frelsi er fariđ. Ţađ virđist orđiđ svo eđlilegt framhald mála í augum slíkra minileiđtoga ađ koma fram sem viđhengi Bandaríkjanna, ađ ţađ telst víst engin ţörf ađ láta slík mál fara fyrir utanríkismálanefnd eđa jafnvel sjálft ţjóđţingiđ !

 

En smáríkjaforustumenn belgja sig oft allra manna mest út af ţjóđernishroka og ţúfnakóngadrambi og ţykjast jafnan tala fyrir hönd sjálfstćđustu ţjóđa í öllum heiminum. Minnimáttarkennd ţeirra hefur ţá iđulega snúist upp í stórmennsku-brjálćđi og íslenskir forustumenn hafa sumir hverjir fengiđ alvarlegan snert af slíkri sýkingu eins og slepjuleg ummćli ţeirra á upptrekktum hátíđastundum hafa oft og tíđum boriđ međ sér !

 

Íslendingar hafa svo sem vitađ er, stundum fengiđ hástemmt hrós frá bandarískum stjórnvöldum fyrir afskap-lega mikla ţćgđ. Viđ erum sagđir vera vinaţjóđ, jafnvel stađföst vinaţjóđ, og ţađ hefur komiđ fyrir ađ sjálfur Bandaríkjaforseti hafi tekiđ á móti íslenskum ráđamönnum međ brosi á vör, um leiđ og hann hefur viđrađ hundana sína. Ţađ er líklega ekki ónýtt ađ fá ađ njóta slíkrar náđar, svo mađur tali nú ekki um viđurkenninguna sem í henni felst, hjá heimsdrottnum hinnar algóđu forsjónar, sem situr ađ mati heilaţveginna ţćgđarskinna í Hvíta húsinu í Washington !

 

Allar ţjóđir eru jafnan metnar af öđrum ţjóđum á grundvelli dyggđa sinna og ţeirrar kröfu sem ţćr dyggđir geta gert til virđingar. Ţađ er hinsvegar ljóst ađ sú innistćđa okkar erlendis hefur rýrnađ umtalsvert í seinni tíđ, vegna ţess sem kalla mćtti ađ sé okkar eigin gildis-felling á dyggđum okkar og sjálfstćđis-legri reisn. Menn geta nefnilega ekki hegđađ sér eins og ţeir séu einir í heiminum og geti gefiđ skít í álit annarra, hvernig svo sem ţeir hlynna ađ sínum heimagarđi og bregđast eigin dyggđastefnu !

 

Allt hefur nefnilega sitt andstćđa mat og tvennt er jafnan til ţegar mál eru skođuđ og gerđ upp. Stundum er ţví talađ um sumar ţjóđir sem alveg heilalausar tagl-hnýtingadruslur bandarískrar heimsvalda-stefnu. Ţá er líka vísađ til slíkra sem lítilla, leiđitamra ţjóđa, sem eigi sínar viđkomumála skúffur í einhverjum skáp í bandaríska alríkis stjórnkerfinu, undir tilvísunarorđum sem kunna ađ vera eitthvađ í líkingu viđ skammstöfunina CPU, sem stendur ţá fyrir eitthvađ sambćrilegt viđ „Complete Property of USA“ !


« Síđasta fćrsla

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 164
  • Sl. viku: 1187
  • Frá upphafi: 363836

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1036
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband