Leita í fréttum mbl.is

Orđheimtu ađferđin !

 

 

Nú er Trump sestur í hásćtiđ og hann virđist ćtla ađ byrja á ţví ađ herja á vinaríki Bandaríkjanna. Ţađ er líklega rétt ráđiđ af honum ţví ţau liggja yfirleitt flöt ţegar Hvíta húsiđ talar. Margt ćtlar Trump ađ gera. Mexíkóflói á nú ađ heita Ameríkuflói og ćtli Grćnland, stćrsta eyja heims, fái ekki í framhaldinu heitđ Trumpland eđa Donaldsey ?

 

Orđheimtu ađferđin er kunn í pólitíkinni. Sú var tíđin ađ tveir vestrćnir seppa-lingar voru eins og vax í höndunum á illskeyttum valdamanni sem kunni ţá ađferđ til hlítar. Ţeir bráđnuđu báđir niđur í Munchen forđum fyrir ágengri orđheimtunni og ţađ var upphafiđ ađ tugmilljóna manndrápum nćstu sjö árin eđa svo !

 

Orđ eru sögđ til alls fyrst, en orđ sem fela í sér yfirgang, heimtufrekju, einsýni og ruddahátt gagnvart öđrum, innifela ekki í sér lausnir. Og hótun um beitingu her-valds ef orđheimtan dugir ekki, er engu heiđvirđu fólki í ţessum heimi okkar kćrkomin eđa kallar á virđingu !

 

Tillitsleysi gagnvart rétti annarra hefur aldrei talist til dyggđa. ,,Hvađ skyldi ég komast langt ?“ virđist anda út frá orđaleppum hins nýkrýnda keisara ameríska ofur-veldisins. Ef gullin ár bíđa ţess ríkis nćstu fjögur árin, eins og Trump fullyrđir, er jafnframt fullvíst ađ ţau ár verđa einhverjum öđrum ekki góđ. Bandaríkin er löngu komin upp á ţađ ađ taka af öđrum !

 

Hákarlinn hefur löngum leikiđ sér ađ sardínunum og ćtlar sem sagt ađ gera ţađ áfram. Ţađ hafa veriđ hans ćr og kýr síđasta mannsaldurinn. Mannkyniđ er líka orđiđ dauđţreytt á stöđugri eyđileggingu annarra ríkja vegna yfirlýstra öryggis-hagsmuna öflugasta ríkis veraldar !

 

Hvađan kemur ţessi vođalega ógn sem steđjar sífellt ađ stćrstu ögninni í gerinu ? Ćtla Bandaríkin ađ halda öllum heiminum niđri međ stöđugum yfirgangi, sjálfum sér, Rómarveldi samtímans, til lofs og dýrđar ?

 

Viđ hvađ eru bandarísk stjórnvöld svona óskaplega hrćdd ? Hvađ getur ógnađ ţeim ? Vonandi fara menn ekki ađ kasta sér út um glugga á sextándu hćđ vegna ofsahrćđslu, eins og henti víst einn amerískan ţungavigtarmann í pólitík hér áđur fyrr ? Kannski eitthvađ utan úr geimnum veki ugg og ótta, fyrir atbeina einhvers snillings af gerđinni Orson Welles ? Bandarískt stjórnvald virđist orđiđ hrćtt viđ eigin skugga. kannski ţađ óttist innrás frá Mars í annađ skipti ?

 

Skásti forseti Bandaríkjanna síđustu hálfu öldina, féll frá nú á dögunum, rúmlega 100 ára gamall. Líklega hefur hann taliđ ćskilegast ađ kveđja. Hann var ţó ađ sumu leyti misheppnađur sem forseti, en hann var samt mun skárri en ţeir sem síđan hafa gegnt embćttinu. Ţađ held ég ađ heimurinn viti og viđurkenni ađ miklu leyti núorđiđ. Umrćddur mađur hefđi líklega ţurft ađ fá annađ kjörtímabil til ađ sýna betur hvađ í honum bjó, en ţar reyndist margt gott til húsa, öfugt viđ flesta arftaka hans !

 

Margir eru löngum međ orđum vegnir og ţví kannski ekki ađ fullu vegnir, en vont er ţegar stórvaldamenn koma fram sem virđast helst vilja bregđa fyrir sig orđheimtu ađferđ fyrri tíđar heims-vandrćđamanna. En spurningin virđist vera, ćtlar mađurinn sem talađi svo mikiđ fyrir friđi ţegar hann leitađi kjörs, ađ fara ađ leika sér sem óviti međ eldspýtur ? Ţađ mćtti út frá ýmsu halda ađ stefnt vćri ađ slíku !

 

Heimurinn ţarfnast ávallt góđra leiđtoga. Á síđustu árum hafa komiđ fram leiđtogar sem hefđu ekki komiđ til greina sem slíkir fyrir 20 árum. Hvađ veldur ţví ? Er gildishćft forustufólk ađ týna tölunni á heimsvísu ? Er ţađ kannski ofmenntađ og heilastarfsemin sködduđ af ţeim sökum ? Eđa er einhver andleg veiklun og úrkynjun í gangi vegna vaxandi spillingar um heim allan ? Eitthvađ er ađ minnsta kosti ađ !

 

Sjálfsagt kemur ţađ fljótlega í ljós hvort valdataka Donalds Trump skilar einhverju jákvćđu fyrir heiminn ? En ef ţađ á bara ađ skila jákvćđum hlutum fyrir Bandaríkin, er meira en líklegt ađ ţađ verđi ekki gott fyrir heiminn. Bandarískur ávinningur virđist ekki lengur geta fariđ saman viđ heimsávinning. Margir skilja ţađ núorđiđ !

 

Kraftaverkamenn í pólitík, ađ göfgi og manngćđum til, eru líka sjaldséđir fuglar í ţessari veröld okkar. Orđheimtan getur stundum veriđ drjúg í munni en leiđir yfirleitt ekki til góđra hluta. Sjaldan kemur dúfa úr hrafnseggi segir spakmćliđ. Hrafnar eru ólíkindatól og geta veriđ hrekkjóttir međ afbrigđum. Eins er vafalaust međ ţá sem í mannlegu líki draga dám af ţeim ađ eđli og innrćti, og eru líklega fyrst og síđast bara inngrónir hrćfuglar !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 62
  • Sl. sólarhring: 236
  • Sl. viku: 999
  • Frá upphafi: 377799

Annađ

  • Innlit í dag: 58
  • Innlit sl. viku: 875
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 58

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband