Leita í fréttum mbl.is

Hverju er ţjónustan eiginlega helguđ ?

 

 

 

Mér verđur stundum hugsađ til ţess, ađ ţađ hljóti ađ vera býsna pínleg stađa fyrir starfsmenn á held ég flestöllum vestrćnum fréttastofum ađ vera stöđugt, trúlega samkvćmt fyrirmćlum, ađ halda fram hlutum sem eru gjörsamlega úr öllum takti viđ veruleikann og byggjast líklega annađhvort á vísvitandi lygum eđa algerlega óraunhćfri óskhyggju. En kannski eru svo margir orđnir heilaţvegnir og hjartadeyfđir fyrir sannleiksorđum, ađ ţeim er ef til vill sama ţó vinnan ţeirra gangi út á ţađ ađ stórum hluta ađ fara međ ósannindi alla daga !

 

Sú var tíđin ađ ég áleit ađ Ríkisútvarpiđ vćri ţokkalegt fjölmiđlunartćki, ţjóđlegt og gott sem slíkt. En ţađ er reyndar nokkuđ langt síđan. Allar götur frá ţeim árum hefur RÚV veriđ ađ lćkka í áliti hjá mér sem virđingarverđur fjölmiđill og nú er svo komiđ ađ ég held ađ ţađ komist ekki neđar. Ţađ situr á botni alls ţess, í mínum huga, sem engin leiđ er ađ bera virđingu fyrir !

 

Ţvílíkur ósigur fyrir íslenska ţjóđarsćmd ! Útvarp íslensku ţjóđarinnar virđist bara orđiđ ađ ómerkilegri endurvarpsstöđ fyrir Nató, ESB, loftslagsmafíuna og eiginlega alls konar óţjóđlegar klíkur sem vađa hér uppi. Engar hlutlausar og frambćrilegar  fréttaskýringar virđast  í neinu bođnar fram. Efstaleitisútvarpiđ virđist orđiđ fastur samastađur einhvers pólitísks sértrúarsafnađar sem stjórnar sér sjálfur !

 

Fréttir um stríđsátök erlendis eru nú teknar beint frá öđrum stríđsađilanum eins og ekkert sé athugavert viđ slíkan frétta-flutning. Upplýsingar um Rússa og athafnir ţeirra í Úkraínu koma beint frá Selenski-stjórninni. Fréttamađur frá RÚV virđist látinn vera til taks allar stundir hjá Nató og ESB í Brussel og ţylja í ţaula allt sem honum er skipađ ađ segja. Hverskonar fréttamennska er ţar í gangi ? Einhliđa áróđur og ekkert annađ !

 

Ţađ er mikiđ talađ um sparnađ í ríkis-rekstri um ţessar mundir. Fólk er beđiđ um tillögur í ţá átt, af nýjum stjórnvöldum. Mér finnst eitt mál alveg tilvaliđ í ţeim efnum. Eftir 5 ár verđur Ríkisútvarpiđ 100 ára. Ég vil gera ţađ ađ tillögu minni ađ ţađ verđi haldiđ upp á afmćliđ međ ţví ađ leggja stofnunina niđur.Loka bara búllunni fyrir fullt og allt. Best vćri ađ fara ađ hreinsa ţar til sem fyrst, svo ţađ verđi klárt ađ hćgt verđi ađ skella ţar endanlega hurđ í lás áriđ 2030 !

 

RÚV er ađ minni hyggju löngu orđiđ ađ úrkynjuđu fyrirbćri sem ţjónar ekki lengur eigin ţjóđ ađ nokkru gagni, hvorki sönnum og eđlilegum íslenskum menningararfi né sjálfstćđri og ţjóđlegri íslenskri fram-tíđarsýn. Og sannarlega hefur ţar illa veriđ vikiđ út af ţeim vegi sem ţessari stofnun var markađur í upphafi !

 

Ég veit ekki hverju eđa hverjum ţjónustan ţar er helguđ, en mér dettur helst í hug ađ ţar sé frekast hugađ ađ einhverjum allt öđrum ađilum en ćtti ađ vera, kannski einhverjum sem best vćri fyrir Íslendinga ađ ţekkja sem minnst. Ég get ekki annađ sagt en ađ ég skammast mín fyrir ţađ sem ţjóđlegur Íslendingur, hvernig búiđ er ađ fara međ útvarpiđ okkar, sem eitt sinn var taliđ býsna gott og var ţađ líklega ađ mörgu leyti !

 

En síđan eru liđin mörg ár og ţađ góđa virđist hafa horfiđ úr dagskrárliđum og öllu efni ađ mestu leyti. Einhverskonar sálufélag um skítlegt eđli og innanbúđar klíkuskap sýnist svo hafa yfirtekiđ allt heila klabbiđ í framhaldinu. Ţađ er virki-lega ömurlegt ađ horfa upp á afturförina í ţessum efnum. ,,Sá er löngum endir á Íslendingasögum“ var víst einu sinni sagt, en ţađ ţarf samt ekki ađ ţýđa, ađ allt ţurfi alltaf ađ fara til andskotans í ţessu landi !

 

Ţađ er nefnilega hćgt ađ hćtta slíkum vitleysisgangi, ţađ er hćgt ađ stöđva sóun ţjóđlegra fjármuna í fyrirbćri eins og RÚV, sem ekki er - ađ mínu mati - ađ skila sér til góđs. Útvarpiđ virđist vera orđiđ ađ ríki í ríkinu sem stjórnađ er erlendis frá. Betra er ekkert útvarp en útvarp sem hegđar sér međ ţeim hćtti sem mér finnst RÚV gera og hafa gert mörg undanfarin ár!

 

Ţađ framferđi hefur, ađ minni hyggju, lengi veriđ íslenskri ţjóđ til skammar – og ţá er vćgt til orđa tekiđ. Löngu er tímabćrt ađ mál séu hafin upp úr ţeim fjarstýrđa öldudal ómerkilegheitanna sem ţar hefur viđgengist og hugađ heilshugar ađ einhverju virđingarverđu, ţjóđlegu og sjálfstćđu framtaki ţess í stađ !

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 192
  • Sl. viku: 955
  • Frá upphafi: 377755

Annađ

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 833
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband